Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er eldgosið í Holuhrauni stórt miðað við eldgos úti í heimi?

Haraldur Sigurðsson

Þegar þetta er ritað, í lok nóvember 2014, hefur eldgosið í Holuhrauni staðið yfir í tæpa þrjá mánuði. Kvikan sem hefur komið upp í Holuhrauni til þessa er nú vel yfir einn rúmkílómetri að magni. Þetta er því ef til vill stærsta gosið á Íslandi síðan Skaftáreldar geisuðu árið 1783.

Það er áhugavert að skoða hversu stórt gosið er í alþjóðlegu samhengi. Rúmmálstölurnar hér á eftir vísa allar á magn kviku.

Eldgosið í Holuhrauni er orðið eitt af stærri eldgosum í heiminum síðustu rúm 100 árin.

Árið 1991 var stórgos í eldfjallinu Pinatubo á Filippseyjum þar sem upp komu um fimm rúmkílómetrar af kviku. Nokkrum mánuðum síðar gaus Cerro Hudson í Síle og þá komu upp um tveir rúmkílómetrar. Kilauea á Hawaii hefur gosið stöðugt í meir en þrjátíu ár (síðan 1983). Í því gosi eru komnir upp um fjórir rúmkílómetrar og verður væntanlega meira þar sem gosið stendur yfir. Síðasta stórgosið var í Puyehue-Cordon Caulle eldfjalli í Síle á Suður Ameríku árið 2011, en þar komu upp um tveir rúmkílómetrar af hrauni og gjósku.

Gosið í Holuhrauni skipar sér nú í hóp með þessum stórgosum á tuttugustu og tuttugu og fyrstu öldinni.

Mynd:


Þetta svar er lítillega aðlagaður texti af bloggsíðu Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Haraldur Sigurðsson

eldfjallafræðingur

Útgáfudagur

26.11.2014

Síðast uppfært

22.3.2021

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Haraldur Sigurðsson. „Er eldgosið í Holuhrauni stórt miðað við eldgos úti í heimi?“ Vísindavefurinn, 26. nóvember 2014, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=68656.

Haraldur Sigurðsson. (2014, 26. nóvember). Er eldgosið í Holuhrauni stórt miðað við eldgos úti í heimi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=68656

Haraldur Sigurðsson. „Er eldgosið í Holuhrauni stórt miðað við eldgos úti í heimi?“ Vísindavefurinn. 26. nóv. 2014. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=68656>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er eldgosið í Holuhrauni stórt miðað við eldgos úti í heimi?
Þegar þetta er ritað, í lok nóvember 2014, hefur eldgosið í Holuhrauni staðið yfir í tæpa þrjá mánuði. Kvikan sem hefur komið upp í Holuhrauni til þessa er nú vel yfir einn rúmkílómetri að magni. Þetta er því ef til vill stærsta gosið á Íslandi síðan Skaftáreldar geisuðu árið 1783.

Það er áhugavert að skoða hversu stórt gosið er í alþjóðlegu samhengi. Rúmmálstölurnar hér á eftir vísa allar á magn kviku.

Eldgosið í Holuhrauni er orðið eitt af stærri eldgosum í heiminum síðustu rúm 100 árin.

Árið 1991 var stórgos í eldfjallinu Pinatubo á Filippseyjum þar sem upp komu um fimm rúmkílómetrar af kviku. Nokkrum mánuðum síðar gaus Cerro Hudson í Síle og þá komu upp um tveir rúmkílómetrar. Kilauea á Hawaii hefur gosið stöðugt í meir en þrjátíu ár (síðan 1983). Í því gosi eru komnir upp um fjórir rúmkílómetrar og verður væntanlega meira þar sem gosið stendur yfir. Síðasta stórgosið var í Puyehue-Cordon Caulle eldfjalli í Síle á Suður Ameríku árið 2011, en þar komu upp um tveir rúmkílómetrar af hrauni og gjósku.

Gosið í Holuhrauni skipar sér nú í hóp með þessum stórgosum á tuttugustu og tuttugu og fyrstu öldinni.

Mynd:


Þetta svar er lítillega aðlagaður texti af bloggsíðu Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og birt hér með góðfúslegu leyfi....