Sólin Sólin Rís 08:44 • sest 18:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:50 • Sest 09:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:04 • Síðdegis: 20:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:00 • Síðdegis: 14:18 í Reykjavík

Hvað geturðu sagt mér um gosið í Holuhrauni veturinn 2014-2015?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Eldgosið sem myndaði Holuhraun 2014-2015 varð í eldstöðvarkerfi sem kennt er við Bárðarbungu og Veiðivötn. Það er eitt stærsta eldstöðvakerfi landsins, um 190 km langt og 25 km þar sem það er breiðast. Kerfið er að hluta undir norðvestanverðum Vatnajökli og tvær stórar megineldstöðvar tilheyra því. Þær kallast Bárðarbunga og Hamarinn og eru báðar undir jöklinum.

Vitað er um 27 eldgos í Bárðarbungukerfinu á sögulegum tíma og það er talið vera fjórða virkasta eldstöðvakerfi landsins. Aðeins Grímsvötn, Katla og Hekla eru stærri. Eitt lengsta hraun í veröldinni eftir ísöld á uppruna sinn í Bárðarbungukerfinu, svonefnt Þjórsárhraun sem rann 130 km leið til sjávar fyrir um 8600 árum.

Mynd sem sýnir hvernig kvikugangur braut sér leið frá Bárðarbunguöskju á um 4-8 km dýpi, fyrst til austurs og síðan til norðurs út fyrir jökuljaðarinn þar sem kvikan kom upp á yfirborð og gos hófst (appelsínugulur þríhyrningur). Upptök jarðskjálfta (kort og þversnið) eru sýnd sem fall af tíma (táknað með lit) á tímabilinu 16. til 31. ágúst 2014.

Í ágúst 2014 hófust umbrot í Bárðarbungu og kvikugangur tók að brjóta sér leið í jarðskorpunni, frá Bárðarbungu norður fyrir Dyngjujökul, alls um 45 km leið. Þar hófst svo lítið hraungos 29. ágúst, í eldra hrauni á svæðinu sem einnig nefnist Holuhraun, en það stóð aðeins yfir í nokkra klukkutíma. Þann 31. ágúst hófst svo Holuhraunsgosið sem lauk hálfu ári síðar, þann 27. febrúar 2015.

Holuhraun hið nýja er mesta hraun sem hefur runnið á Íslandi síðan í Skaftáreldum 1783-1784. Flatarmál hraunsins er 84 km2 og áætlað rúmmál þess er um 1,44 km3. Í upphafi gossins var gossprungan 1,8 km á lengd.

Mynd sem sýnir útbreiðslu Holuhrauns í gosinu 2014-2015.

Holuhraunsgosinu hefur verið skipt í þrjú tímabil eftir ákafa hraunflæðisins:

1. Frá upphafi goss fram í miðjan október: um 350 til 100 m3/s
2. Frá miðjum október til nóvemberloka: um 100–50 m3/s
3. Frá desember til gosloka: um 50 m3/s

Meðalflæði hraunsins þá sex mánuði sem það stóð yfir var um 90 rúmmetrar á sekúndu; svo mikið hraunflæði yfir svo langan tíma hefur ekki orðið á sögulegum tíma fyrir utan gosið í Lakagígum 1783 og sennilega í Eldgjá 937. Til samanburðar má geta þess að meðalrennsli í gosinu í Geldingadölum í Fagradalsfjalli er um 10 rúmmetrar á sekúndu. Meðalrennsli í Holuhraunsgosinu var því um níu sinnum meira á hverjum degi en í gosinu í Geldingadölum, að minnsta kosti fram að þeim tíma þegar þetta svar er skrifað.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur þakkar Freysteini Sigmundssyni, Norræna eldfjallasetrinu, Jarðvísindastofnun Háskólans, og Sigurði Steinþórssyni, prófessor emeritus, fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar.

Spurning Amelíu Rúnar hljómaði svona: Geturðu sagt mér allt um það sem gerðist í Holuhrauni, t.d. hvað var sprungan stór og hvað kom mikið hraun?

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

30.6.2021

Spyrjandi

Guðný Eva Björnsdóttir, Amelía Rún Jónsdóttir

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað geturðu sagt mér um gosið í Holuhrauni veturinn 2014-2015?“ Vísindavefurinn, 30. júní 2021. Sótt 27. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74603.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2021, 30. júní). Hvað geturðu sagt mér um gosið í Holuhrauni veturinn 2014-2015? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74603

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað geturðu sagt mér um gosið í Holuhrauni veturinn 2014-2015?“ Vísindavefurinn. 30. jún. 2021. Vefsíða. 27. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74603>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað geturðu sagt mér um gosið í Holuhrauni veturinn 2014-2015?
Eldgosið sem myndaði Holuhraun 2014-2015 varð í eldstöðvarkerfi sem kennt er við Bárðarbungu og Veiðivötn. Það er eitt stærsta eldstöðvakerfi landsins, um 190 km langt og 25 km þar sem það er breiðast. Kerfið er að hluta undir norðvestanverðum Vatnajökli og tvær stórar megineldstöðvar tilheyra því. Þær kallast Bárðarbunga og Hamarinn og eru báðar undir jöklinum.

Vitað er um 27 eldgos í Bárðarbungukerfinu á sögulegum tíma og það er talið vera fjórða virkasta eldstöðvakerfi landsins. Aðeins Grímsvötn, Katla og Hekla eru stærri. Eitt lengsta hraun í veröldinni eftir ísöld á uppruna sinn í Bárðarbungukerfinu, svonefnt Þjórsárhraun sem rann 130 km leið til sjávar fyrir um 8600 árum.

Mynd sem sýnir hvernig kvikugangur braut sér leið frá Bárðarbunguöskju á um 4-8 km dýpi, fyrst til austurs og síðan til norðurs út fyrir jökuljaðarinn þar sem kvikan kom upp á yfirborð og gos hófst (appelsínugulur þríhyrningur). Upptök jarðskjálfta (kort og þversnið) eru sýnd sem fall af tíma (táknað með lit) á tímabilinu 16. til 31. ágúst 2014.

Í ágúst 2014 hófust umbrot í Bárðarbungu og kvikugangur tók að brjóta sér leið í jarðskorpunni, frá Bárðarbungu norður fyrir Dyngjujökul, alls um 45 km leið. Þar hófst svo lítið hraungos 29. ágúst, í eldra hrauni á svæðinu sem einnig nefnist Holuhraun, en það stóð aðeins yfir í nokkra klukkutíma. Þann 31. ágúst hófst svo Holuhraunsgosið sem lauk hálfu ári síðar, þann 27. febrúar 2015.

Holuhraun hið nýja er mesta hraun sem hefur runnið á Íslandi síðan í Skaftáreldum 1783-1784. Flatarmál hraunsins er 84 km2 og áætlað rúmmál þess er um 1,44 km3. Í upphafi gossins var gossprungan 1,8 km á lengd.

Mynd sem sýnir útbreiðslu Holuhrauns í gosinu 2014-2015.

Holuhraunsgosinu hefur verið skipt í þrjú tímabil eftir ákafa hraunflæðisins:

1. Frá upphafi goss fram í miðjan október: um 350 til 100 m3/s
2. Frá miðjum október til nóvemberloka: um 100–50 m3/s
3. Frá desember til gosloka: um 50 m3/s

Meðalflæði hraunsins þá sex mánuði sem það stóð yfir var um 90 rúmmetrar á sekúndu; svo mikið hraunflæði yfir svo langan tíma hefur ekki orðið á sögulegum tíma fyrir utan gosið í Lakagígum 1783 og sennilega í Eldgjá 937. Til samanburðar má geta þess að meðalrennsli í gosinu í Geldingadölum í Fagradalsfjalli er um 10 rúmmetrar á sekúndu. Meðalrennsli í Holuhraunsgosinu var því um níu sinnum meira á hverjum degi en í gosinu í Geldingadölum, að minnsta kosti fram að þeim tíma þegar þetta svar er skrifað.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur þakkar Freysteini Sigmundssyni, Norræna eldfjallasetrinu, Jarðvísindastofnun Háskólans, og Sigurði Steinþórssyni, prófessor emeritus, fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar.

Spurning Amelíu Rúnar hljómaði svona: Geturðu sagt mér allt um það sem gerðist í Holuhrauni, t.d. hvað var sprungan stór og hvað kom mikið hraun?...