Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Menga eldfjöll meira en menn?

Haraldur Sigurðsson

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Er það rétt að eldgos losi meira af gróðurhúsalofttegundum en menn og hversu mikið hefur losnað í gosinu í Holuhrauni?

Þær loftegundir í lofthjúp jarðar sem gleypa varmageisla frá jörðu kallast gróðurhúsaloftegundir vegna þeirra áhrifa sem þær hafa. Ásamt vatnsgufu (H2O) er koltvíildi, einnig kallað koltvíoxíð (CO2), mikilvægasta gróðurhúsaloftegundin og að henni er sjónum beint í þessu svari.

Koltvíildi er algeng gastegund í eldgosum. Höfundi er ekki kunnugt um neinar beinar mælingar á því hversu mikið af koltvíildi hefur borist upp í gosinu í Holuhrauni en hægt er að áætla það. Til samanburðar var magnið af CO2 í basaltkvikunni sem gaus á Fimmvörðuhálsi árið 2010 um 0,15%. Magn af koltvíildis er nokkuð þekkt í basaltkviku almennt, en uppleysanleiki þess er háður þrýstingi eða dýpi. Það má telja að kvikan undir Bárðarbungu, sem nú kemur upp í Holuhrauni hafi verið á um 8 til 10 km dýpi, samkvæmt dýpi jarðskjálfta. Miðað við það má gera ráð fyrir að magn af CO2 í kvikunni sé um 1500 ppm eða 0,15% af kvikunni (sjá nánar á skýringarmynd á vef höfundar: vulkan.blog.is)

Frá eldgosinu í Holuhraun 2014. Gagnstætt því sem oft er haldið fram er koltvíildismengun frá eldgosum aðeins lítið brot í samanburði við þá mengun sem bruni jarðefnaeldsneytis veldur.

Þegar þetta svar er skrifað, í nóvember 2014, er talið að um einn rúmkílómetri af basaltkviku hafi komið upp í Holuhrauni. Það mun vera um 2,8 gígatonn af kviku (gígatonn er einn milljarður tonna). Ef kvikan inniheldur 0,15% CO2, þá er útlosun koltvíildis í gosinu orðin um 4 milljón tonn (0,004 gígatonn). Nú er áætlað að heildarútblástur allra eldfjalla á jörðu sé um 300 milljón tonn af CO2 á ári (0,3 gígatonn). Gosið í Holuhrauni er því búið að losa meir en eitt prósent af árlegum skammti eldfjallanna.

Þá má velta fyrir sér hvort þetta sé mikið magn í samhengi við losun mannkyns af koltvíildi vegna bruna á olíu, kolum og jarðgasi. Mannkynið losar um 35 gígatonn af CO2 á hverju ári. Til samanburðar þá losa eldfjöllin aðeins um eitt prósent af losun mannsins á ári hverju. Þetta er vel þekkt staðreynd, en samt sem áður koma stjórnmálamenn og sumir fjölmiðlar oft fram með alvitlausar staðhæfingar um að eldgos dæli út miklu meira magni af koldíildi en mannkynið.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá hvernig CO2 hefur vaxið stöðugt (rauða línan) í lofthjúpi jarðar, frá 1960 til dagsins í dag. Blái ferillinn sýnir stærstu eldgosin á þessu tímabili, en sýndar eru breytingar á brennisteinstvíoxíði í lofthjúpnum. Er það ekki alveg augljóst, að eldgosin hafa ekki haft nein áhrif á CO2 í lofthjúpnum?

Myndir:

Hér er einnig að hluta svarað spurningunni:
  • Hversu mikil mengun er af einu venjulegu eldgosi miðað við árlega bílamengun?


Þetta svar er lítillega styttur texti af bloggsíðu Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Haraldur Sigurðsson

eldfjallafræðingur

Útgáfudagur

11.11.2014

Spyrjandi

Davíð Ágúst Davíðsson, Jón Þór

Tilvísun

Haraldur Sigurðsson. „Menga eldfjöll meira en menn?“ Vísindavefurinn, 11. nóvember 2014. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=30018.

Haraldur Sigurðsson. (2014, 11. nóvember). Menga eldfjöll meira en menn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=30018

Haraldur Sigurðsson. „Menga eldfjöll meira en menn?“ Vísindavefurinn. 11. nóv. 2014. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=30018>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Menga eldfjöll meira en menn?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Er það rétt að eldgos losi meira af gróðurhúsalofttegundum en menn og hversu mikið hefur losnað í gosinu í Holuhrauni?

Þær loftegundir í lofthjúp jarðar sem gleypa varmageisla frá jörðu kallast gróðurhúsaloftegundir vegna þeirra áhrifa sem þær hafa. Ásamt vatnsgufu (H2O) er koltvíildi, einnig kallað koltvíoxíð (CO2), mikilvægasta gróðurhúsaloftegundin og að henni er sjónum beint í þessu svari.

Koltvíildi er algeng gastegund í eldgosum. Höfundi er ekki kunnugt um neinar beinar mælingar á því hversu mikið af koltvíildi hefur borist upp í gosinu í Holuhrauni en hægt er að áætla það. Til samanburðar var magnið af CO2 í basaltkvikunni sem gaus á Fimmvörðuhálsi árið 2010 um 0,15%. Magn af koltvíildis er nokkuð þekkt í basaltkviku almennt, en uppleysanleiki þess er háður þrýstingi eða dýpi. Það má telja að kvikan undir Bárðarbungu, sem nú kemur upp í Holuhrauni hafi verið á um 8 til 10 km dýpi, samkvæmt dýpi jarðskjálfta. Miðað við það má gera ráð fyrir að magn af CO2 í kvikunni sé um 1500 ppm eða 0,15% af kvikunni (sjá nánar á skýringarmynd á vef höfundar: vulkan.blog.is)

Frá eldgosinu í Holuhraun 2014. Gagnstætt því sem oft er haldið fram er koltvíildismengun frá eldgosum aðeins lítið brot í samanburði við þá mengun sem bruni jarðefnaeldsneytis veldur.

Þegar þetta svar er skrifað, í nóvember 2014, er talið að um einn rúmkílómetri af basaltkviku hafi komið upp í Holuhrauni. Það mun vera um 2,8 gígatonn af kviku (gígatonn er einn milljarður tonna). Ef kvikan inniheldur 0,15% CO2, þá er útlosun koltvíildis í gosinu orðin um 4 milljón tonn (0,004 gígatonn). Nú er áætlað að heildarútblástur allra eldfjalla á jörðu sé um 300 milljón tonn af CO2 á ári (0,3 gígatonn). Gosið í Holuhrauni er því búið að losa meir en eitt prósent af árlegum skammti eldfjallanna.

Þá má velta fyrir sér hvort þetta sé mikið magn í samhengi við losun mannkyns af koltvíildi vegna bruna á olíu, kolum og jarðgasi. Mannkynið losar um 35 gígatonn af CO2 á hverju ári. Til samanburðar þá losa eldfjöllin aðeins um eitt prósent af losun mannsins á ári hverju. Þetta er vel þekkt staðreynd, en samt sem áður koma stjórnmálamenn og sumir fjölmiðlar oft fram með alvitlausar staðhæfingar um að eldgos dæli út miklu meira magni af koldíildi en mannkynið.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá hvernig CO2 hefur vaxið stöðugt (rauða línan) í lofthjúpi jarðar, frá 1960 til dagsins í dag. Blái ferillinn sýnir stærstu eldgosin á þessu tímabili, en sýndar eru breytingar á brennisteinstvíoxíði í lofthjúpnum. Er það ekki alveg augljóst, að eldgosin hafa ekki haft nein áhrif á CO2 í lofthjúpnum?

Myndir:

Hér er einnig að hluta svarað spurningunni:
  • Hversu mikil mengun er af einu venjulegu eldgosi miðað við árlega bílamengun?


Þetta svar er lítillega styttur texti af bloggsíðu Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og birt hér með góðfúslegu leyfi.

...