Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða eldfjall hefur gosið oftast í heiminum?

Ómögulegt er að fullyrða hvaða eldfjall hefur gosið oftast því nákvæmar mælingar á eldgosum eru nýlegt fyribæri. Virkasta eldfjall heims heitir Kilauea og er á eyjunni Hawaii, sem er ein af eyjunum sem mynda Hawaii-eyjaklasann.

Eldfjallið Kilauea er talið vera yngsta eldfjall eyjunnar. Það byrjaði að gjósa fyrir um það bil 300.000-600.000 árum og hefur gosið oft og reglulega síðan. Í fyrstu hófst gos neðansjávar og fjallið reis úr sjó fyrir um 50.000–100.000 árum. Í dag er 90% af yfirborði eldfjallsins hulið hrauni sem er yngra en 1100 ára. Síðasta gos í fjallinu hófst árið 1983 og stendur enn yfir.

Eldfjallið stækkar stöðugt og hylur nú um 1/7 af flatarmáli eyjunnar. Kilauea er í raun röð af gossprungum og í miðjunni er stór megineldstöð sem er virkasti hluti eldfjallsins. Toppur megineldstöðvarinnar hrundi árið 1919 og þar er rúmlega 10 ferkílómetra stór skál, 150 metra djúp þar sem hún er dýpst. Í botni skálarinnar er virkasti gígur heims, Halemaumau pit, en samkvæmt þjóðsögum innfæddra býr þar eldgyðjan Pele.Gos úr Kilauea hafa í seinni tíð ekki valdið miklu manntjóni en töluvert tjón hefur orðið á byggingum og vegakerfi á eyjunni. Árið 1990 eyðilögðu hraunstraumar úr fjallinu um 100 hús í þorpinu Kalapana og frá árinu 1983 hafa um 13 kílómetrar af vegum farið undir hraun.

Á eyjunni Hawaii eru fleiri eldfjöll, meðal annars stærsta virka eldfjall heims, Mauna Loa, en það hylur rúmlega helming eyjunnar. Þar hefur gosið 33 sinnum síðan mælingar hófust árið 1843. Mauna Loa er 4169 metrar á hæð yfir sjávarmáli, en 17 kílómetrar á hæð ef sá hluti fjallins sem er neðansjávar er talinn með.

Heimildir og myndir

Útgáfudagur

2.10.2002

Spyrjandi

Sighvatur Ingi Gíslason
f. 1991

Höfundur

vísindablaðamaður

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hvaða eldfjall hefur gosið oftast í heiminum?“ Vísindavefurinn, 2. október 2002. Sótt 14. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=2750.

Ulrika Andersson. (2002, 2. október). Hvaða eldfjall hefur gosið oftast í heiminum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2750

Ulrika Andersson. „Hvaða eldfjall hefur gosið oftast í heiminum?“ Vísindavefurinn. 2. okt. 2002. Vefsíða. 14. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2750>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ólöf Guðný Geirsdóttir

1968

Ólöf Guðný Geirsdóttir er dósent í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild HÍ. Meginviðfangsefni hennar eru næringarástand aldraðra ásamt rannsóknum á áhrifum næringar á farsæla öldrun.