Þá ýtist úthafsskorpan og setið í henni undir meginlandsflekann. Samhliða verður mikil eldvirkni, kvikan þrýstir sér upp í gegnum meginlandsskorpuna og veldur tíðum eldgosum. Meginlandsskorpan verður fyrir miklum þrýstingi, bæði vegna hafsbotnsskorpunnar sem hún rekst á og vegna kvikunnar. Þrýstingurinn verður svo til þess að setlög á landgrunni meginlandsins kýtast saman og leggjast í fellingar.Á vef Global Volcanism Program er að finna eftirfarandi lista yfir yfir hæstu eldfjöll heims:
| Eldfjall | Land | Hæð yfir sjávarmáli (m) |
| Nevados Ojos del Salado | Chile/Argentína | 6879 |
| Llullaillaco | Chile/Argentína | 6739 |
| Tipas | Argentína | 6660 |
| Nevado de Incahuasi | Chile/Argentína | 6621 |
| Coropuna | Perú | 6377 |
| El Cóndor | Argentína | 6373 |
| Parinacota | Chile/Bólivía | 6336 |
| Chimborazo | Ekvador | 6310 |
| Púlar | Chile | 6233 |
| El Solo | Chile | 6205 |

Nevados Ojos del Salado.

Mána Kea.
- Global Volcanism Program
- Þorleifur Einarsson, 1991. Myndun og mótun lands. Reykjavík: Mál og menning.
- Ojos del Salado looming big on the horizon.jpg - Wikimedia Commons. Höfundur myndar: sergejf. Birt undir Creative Commons Attribution-Share Alike 2.0 Generic leyfi. (Sótt 5.2.2021).
- Mauna Kea from Mauna Loa Observatory, Hawaii - 20100913.jpg - Wikimedia Commons. Höfundur myndar: Nula666. Birt undir Creative Commons Attribution-Share Alike 3.0 Unported leyfi. (Sótt 5.2.2021).