Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 32 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvert er stærsta eldfjall í heimi?

Ekki er alveg ljóst hvort spyrjendur hafa hæð eða rúmmál í huga þegar þeir spyrja um stærsta eldfjall í heimi en hér er gengið út frá því að frekar sé átt við hæðina. Tíu hæstu eldfjöll í heimi eru öll í Andesfjallgarðinum í Suður-Ameríku. Andesfjöllin eru dæmi um fellingafjöll sem myndast hafa þar sem hafsbot...

category-iconFöstudagssvar

Er hægt að vera staddur fyrir austan sól og sunnan mána? Er hægt að segja eitthvað um aðstæður þar, til dæmis hvort þar er dagur eða nótt, vetur eða sumar?

Svarið er já; það er hægt að gefa þessum orðum merkingu á skynsamlegan hátt á grundvelli stjörnufræðinnar, og kannski má bæði hafa af því nokkurt gagn og gaman! Jörðin er kúla eins og kunnugt er og sólin er á hverjum tíma beint yfir einhverjum tilteknum stað á jörðinni. Gegnum þennan stað má draga "línu" í norð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir heiðlóa þessu nafni?

Spurningin í heild hljóðaði svona:Af hverju er nafn heiðlóu dregið? Hefur það með heiðar að gera (af hverju þá ekki heiðalóa)? Tengist það e.t.v. hreinleika sbr. heiður himinn? Heiðna-lóa með vísun í vor-ís? Annað? Kvenkynsnafnorðið ló (Pluvialis apricaria) er sama orð og í færeysku lógv, nýnorsku lo, heidlo, d...

category-iconVísindavefurinn

Háskólalestin á Djúpavogi 2019

Háskólalestin fór á Djúpavog 24. og 25. maí og seinni daginn var haldin vísindaveisla á Hótel Framtíð á Djúpavogi. Fjölmargir gestir gátu þar gert ýmsar tilraunir í efnafræði, skoðað undur eðlisfræðinnar og kynnt sér japanska menningu, svo nokkur dæmi séu nefnd. Vísindavefur HÍ lagði einnig allmargar þrautir og gá...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hétu vikudagarnir öðrum nöfnum til forna líkt og mánuðirnir?

Talið er að vikudagarnir hafi borið eftirfarandi nöfn á Íslandi fram á 12. öld.  sunnudagur  mánadagur  týsdagur  óðinsdagur  þórsdagur  frjádagur  þvottdagur/laugardagur Þessi nöfn eru í samræmi við daganöfn annars staðar í Norður-Evrópu. Uppruna þessara nafna er að finna hjá Rómverjum sem töldu að ...

category-iconHugvísindi

Hvað þýðir lævi í orðasambandinu 'lævi blandið', í ljóðlínunni 'Surtur fer sunnan með sviga lævi' og hvað er 'lævísi'?

Nafnorðið læ merkir ‛svik, mein; undirferli’. Það er af svonefndum hvorugkyns wa-stofni en orð í þeim flokki höfðu -v- í þgf. et. og ef. ft. Sem dæmi mætti taka orðið högg, í þgf. et. höggvi og ef. ft. höggva. Þetta -v- er nú fallið brott í beygingunni fyrir áhrif frá öðrum nafnorðum. Í orðinu læ varðveitist...

category-iconFöstudagssvar

Hvers vegna er Andrés Önd alltaf með handklæði vafið utan um sig þegar hann kemur úr sturtu?

Vissulega kemur þessi blygðunarkennd Andrésar undarlega fyrir sjónir, í ljósi þess að hann er alla jafna berrassaður. Sumir hafa haldið því fram að teiknarinn setji handklæðið þarna til að gera lesendum Andrésblaðsins það ljóst að Andrés sé að koma úr sturtu. Ef hann væri teiknaður nakinn gæti lesandinn haldið að ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvort er vorboðinn ljúfi lóa eða þröstur?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvor er eiginlega vorboðinn ljúfi: Lóa eða þröstur? Er nafngiftin ekki komin frá Jónasi Hallgrímssyni? Það leikur enginn vafi á því að 'vorboðinn ljúfi' í kvæðinu Ég bið að heilsa eftir Jónas Hallgrímsson er þröstur. Í kvæðinu ávarpar ljóðmælandinn fuglinn sem vorboðann ljú...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað verða lóur gamlar?

Hæsti staðfesti aldur heiðlóu (Pluvialis apricaria) er að minnsta kosti 12 ár og 9 mánuðir samkvæmt fóthring sem settur var á lóuunga. Þessi heiðlóa var skotin í Hollandi fyrir nokkrum árum. Vitað að er heiðlóur geta að minnsta kosti orðið tæplega 13 ára gamlar. Heiðlóan er einn kunnasti fugl íslensks mólendis o...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heita allir puttarnir fingur nema einn sem heitir TÖNG, langatöng?

Miðfingur handarinnar er oftast nefndur langatöng en í eldra máli einnig langastöng. Hugsanlega er sú mynd upprunalegri og vísar til þess að þessi fingur stendur fram úr hinum eins og löng stöng. Til gamans má nefna að fingurnir hafa flestir fleiri en eitt nafn. Talið frá þumli eru þau: þumall, þumalfingu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvenær fer lóan á haustin?

Aðalfartími heiðlóunnar (Pluvialis apricaria) er frá septemberlokum til byrjun nóvember. Því er ekki óeðlilegt að sjá lóur á Íslandi fram í nóvember. Það er einnig vel þekkt að heiðlóur hafi hér vetrardvöl. Til dæmis voru nokkrar lóur sem dvöldu á Seltjarnarnesi veturinn 2008 til 2009. Það er ekki ólíklegt sökum h...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er einhver þjóðtrú tengd skógarþrestinum?

Íslensk þjóðtrú er fáorð um skógarþröstinn. Þó vilja sumir meina að af atferli hans megi lesa veðurspár. Guðmundur Friðjónsson (1869-1944) nefnir til dæmis í grein sinni, "Hættir fugla", í tímaritinu Dýravinurinn árið 1907, að komi skógarþrestir heim að bæjum í sól og blíðu, hvort sem er að hausti eða vori, þyki s...

category-iconÞjóðfræði

Er karlinn í tunglinu til?

Í evrópskri þjóðtrú er oft minnst á karlinn í tunglinu. Hér á landi er til þjóðsaga um karlinn og hann sagður hafa verið bóndi nokkur sem hafi bundið hey sitt á sunnudegi. Guð ákvað að refsa honum fyrir að vinna á hvíldardaginn með því að setja hann upp í tunglið. Í Noregi ber samsvarandi karl hrís í körfu á bakin...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver er Lúsífer? Er hann fallinn engill eða kölski?

Orðið Lúsífer er upphaflega komið úr latínu og þýðir bókstaflega ljósberi. Orðið Kristófer er af sama tagi og vísar tll þess sem ber krossinn, en fer-endingin í nöfnunum er sótt til latnesku sagnarinnar fero sem merkir meðal annars að bera. Í rómverskri goðafræði var Lúsífer persónugervingur morgunstjörnunnar ...

category-iconFöstudagssvar

Hver er þessi Vakthafandi Læknir sem alltaf er talað við og vitnað í þegar fjölmiðlamenn segja fréttir af slösuðu eða veiku fólki?

Það sem við teljum okkur vita vita um Vakthafandi Lækni (VL) er að hann á heima á Stökustað sem oft er minnst á í veðurfréttum. Nánar tiltekið eru hnit hans sem hér segir:Vakthafandi Læknir Séstvallagötu 13 999 Stökustað Sími 7913000, t-póstur rinkeal@idnafahtkav.orgEins og ráða má af tölvupóstfanginu kemur það...

Fleiri niðurstöður