Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er Andrés Önd alltaf með handklæði vafið utan um sig þegar hann kemur úr sturtu?

Ritstjórn Vísindavefsins

Vissulega kemur þessi blygðunarkennd Andrésar undarlega fyrir sjónir, í ljósi þess að hann er alla jafna berrassaður. Sumir hafa haldið því fram að teiknarinn setji handklæðið þarna til að gera lesendum Andrésblaðsins það ljóst að Andrés sé að koma úr sturtu. Ef hann væri teiknaður nakinn gæti lesandinn haldið að hann væri bara að skipta um peysu eða á leiðinni í sólbað. Þessi skýring virðist okkur í ritstjórninni einföld og góð og því í samræmi við Rakhníf Ockhams.

En þar sem ofangreind skýring hlýtur að teljast augljós og spyrjandinn hafði fyrir að senda okkur spurninguna gerum við ráð fyrir að hann hafi hafnað skýringunni og sjái kannski á henni einhverja galla sem við höfum ekki áttað okkur á. Við leituðum því á náðir Lóu Bjargar Arnardóttur fuglafræðings sem hefur sérhæft sig í atferlismynstri andfugla.



Lóa fletti gegnum nokkur Andrésblöð og blaðaði í þeim Júmbóbókum sem ritstjórnarmeðlimir höfðu til taks. Henni þótti erfitt að átta sig á af hvaða andategund Andrés væri en taldi líklegast að hann væri amerísk eldisönd. Hegðun Andrésar olli henni miklum áhyggjum:
Þessi hegðun er ekki í neinu samræmi við hegðun þeirra anda sem ég hef rannsakað. Andrés sést til dæmis aldrei kafa eftir æti og yfirleitt mjög sjaldan á sundi. Trúlega hefur hann orðið fyrir ruglandi áhrifum frá umhverfi sínu. Vissulega eru endurnar á Reykjavíkurtjörn líka í borgarumhverfi en þetta tilfelli er miklu alvarlegra en nokkuð sem ég hef séð þar. Það er nánast eins og öndin haldi að hún sé maður.
Eftir nokkra umhugsun komst Lóa að þeirri niðurstöðu að djúpar sálarflækjur lægju að baki notkun Andrésar á handklæðinu:
Í steypibaðinu líður Andrési vel, enda eru endur almennt mikið fyrir vatn. Þarna kemst hann næst sínu rétta eðli. Að baði loknu hverfur vellíðunartilfinningin og Andrés verður óöruggur. Handklæði reyrt fast um mittið veitir honum þá öryggiskennd.
Vinnufélagi Lóu sem heyrði á tal okkar, Gaukur K. Valsson spörfuglasálfræðingur, vildi hins vegar koma þessari kenningu sinni að:
Líklega finnst Andrési bara flott að vera með handklæði vafið um sig þegar hann kemur úr sturtu. Það eitt og sér hlýtur að teljast fullnægjandi skýring á þessum klæðnaði hans. Hann hefur séð kalda karla í kvikmyndum koma úr sturtu með handklæði um mittið og vill ekki vera minni maður (eða andmaður) sjálfur. Hann vildi líka gjarnan ganga í gallabuxum eða jafnvel leðurbuxum en hefur því miður átt í vandræðum með að finna sína stærð í verslunum.
Þetta svar er föstudagssvar og ber því ekki að taka það alltof alvarlega.

Litmyndin er fengin af vefsetrinu Imprint.

Teiknimyndasaga: Al Taliaferro's classic Donald Duck comics

Útgáfudagur

10.1.2003

Spyrjandi

Kristján Guðbjartsson

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvers vegna er Andrés Önd alltaf með handklæði vafið utan um sig þegar hann kemur úr sturtu?“ Vísindavefurinn, 10. janúar 2003, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2993.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2003, 10. janúar). Hvers vegna er Andrés Önd alltaf með handklæði vafið utan um sig þegar hann kemur úr sturtu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2993

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvers vegna er Andrés Önd alltaf með handklæði vafið utan um sig þegar hann kemur úr sturtu?“ Vísindavefurinn. 10. jan. 2003. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2993>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er Andrés Önd alltaf með handklæði vafið utan um sig þegar hann kemur úr sturtu?
Vissulega kemur þessi blygðunarkennd Andrésar undarlega fyrir sjónir, í ljósi þess að hann er alla jafna berrassaður. Sumir hafa haldið því fram að teiknarinn setji handklæðið þarna til að gera lesendum Andrésblaðsins það ljóst að Andrés sé að koma úr sturtu. Ef hann væri teiknaður nakinn gæti lesandinn haldið að hann væri bara að skipta um peysu eða á leiðinni í sólbað. Þessi skýring virðist okkur í ritstjórninni einföld og góð og því í samræmi við Rakhníf Ockhams.

En þar sem ofangreind skýring hlýtur að teljast augljós og spyrjandinn hafði fyrir að senda okkur spurninguna gerum við ráð fyrir að hann hafi hafnað skýringunni og sjái kannski á henni einhverja galla sem við höfum ekki áttað okkur á. Við leituðum því á náðir Lóu Bjargar Arnardóttur fuglafræðings sem hefur sérhæft sig í atferlismynstri andfugla.



Lóa fletti gegnum nokkur Andrésblöð og blaðaði í þeim Júmbóbókum sem ritstjórnarmeðlimir höfðu til taks. Henni þótti erfitt að átta sig á af hvaða andategund Andrés væri en taldi líklegast að hann væri amerísk eldisönd. Hegðun Andrésar olli henni miklum áhyggjum:
Þessi hegðun er ekki í neinu samræmi við hegðun þeirra anda sem ég hef rannsakað. Andrés sést til dæmis aldrei kafa eftir æti og yfirleitt mjög sjaldan á sundi. Trúlega hefur hann orðið fyrir ruglandi áhrifum frá umhverfi sínu. Vissulega eru endurnar á Reykjavíkurtjörn líka í borgarumhverfi en þetta tilfelli er miklu alvarlegra en nokkuð sem ég hef séð þar. Það er nánast eins og öndin haldi að hún sé maður.
Eftir nokkra umhugsun komst Lóa að þeirri niðurstöðu að djúpar sálarflækjur lægju að baki notkun Andrésar á handklæðinu:
Í steypibaðinu líður Andrési vel, enda eru endur almennt mikið fyrir vatn. Þarna kemst hann næst sínu rétta eðli. Að baði loknu hverfur vellíðunartilfinningin og Andrés verður óöruggur. Handklæði reyrt fast um mittið veitir honum þá öryggiskennd.
Vinnufélagi Lóu sem heyrði á tal okkar, Gaukur K. Valsson spörfuglasálfræðingur, vildi hins vegar koma þessari kenningu sinni að:
Líklega finnst Andrési bara flott að vera með handklæði vafið um sig þegar hann kemur úr sturtu. Það eitt og sér hlýtur að teljast fullnægjandi skýring á þessum klæðnaði hans. Hann hefur séð kalda karla í kvikmyndum koma úr sturtu með handklæði um mittið og vill ekki vera minni maður (eða andmaður) sjálfur. Hann vildi líka gjarnan ganga í gallabuxum eða jafnvel leðurbuxum en hefur því miður átt í vandræðum með að finna sína stærð í verslunum.
Þetta svar er föstudagssvar og ber því ekki að taka það alltof alvarlega.

Litmyndin er fengin af vefsetrinu Imprint.

Teiknimyndasaga: Al Taliaferro's classic Donald Duck comics...