Sólin Sólin Rís 06:19 • sest 20:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:00 • Sest 25:38 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:10 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:18 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:19 • sest 20:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:00 • Sest 25:38 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:10 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:18 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er til orð um það þegar sól og tungl sjást bæði á himni?

Guðrún Kvaran

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Þegar ég var í menntaskóla er ég alveg viss um að íslenskukennarinn sagði að það væri til orð um það þegar sól og tungl sæjust bæði á himni. Ég get ekki munað orðið og enginn kannast við það. Kannist þið við þetta orð?

Ég hef spurst víða fyrir um orðið sem spurt var um en ekki haft erindi sem erfiði. Enginn mundi eftir sérstöku orði haft um það þegar sól og tungl sjást samtímis á himni. Ég leitaði meðal annars til stjarneðlisfræðings sem mundi ekki eftir neinu sérstöku orði yfir atburðinn en sagði að ekki væri sjaldgæft að sól og tungl sæjust samtímis á himni. Það kæmi oftast fyrir þegar tungl er á fyrsta eða þriðja kvartili. Ef til vill les einhver þetta svar sem þekkir orðið og væri þá gott að frétta af því.

Minna má á söguna af Sól og Mána í Gylfaginningu Snorra-Eddu og hvernig þau komust á himininn. Maður var nefndur Mundilfari sem átti tvö börn. Þau voru svo fögur að hann nefndi son sinn Mána en dóttur sína Sól. Goðin reiddust ofdrambi hans og tóku systkinin og settu upp á himininn „og létu Sól keyra hesta, er drógu kerru sólarinnar, þeirrar er goðin höfðu skapað til að lýsa heimana af þeirri síu, er flaug úr Múspellsheimi. … Máni stýrir göngu tungls og ræður nýjum og niðum.“ (Edda Snorra Sturlusonar 1954:21–22 (stafsetningu lítillega breytt)).

Heimild og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

4.9.2025

Spyrjandi

Ásta Svavarsdóttir

Efnisorð

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er til orð um það þegar sól og tungl sjást bæði á himni?“ Vísindavefurinn, 4. september 2025, sótt 4. september 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87524.

Guðrún Kvaran. (2025, 4. september). Er til orð um það þegar sól og tungl sjást bæði á himni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87524

Guðrún Kvaran. „Er til orð um það þegar sól og tungl sjást bæði á himni?“ Vísindavefurinn. 4. sep. 2025. Vefsíða. 4. sep. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87524>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er til orð um það þegar sól og tungl sjást bæði á himni?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:

Þegar ég var í menntaskóla er ég alveg viss um að íslenskukennarinn sagði að það væri til orð um það þegar sól og tungl sæjust bæði á himni. Ég get ekki munað orðið og enginn kannast við það. Kannist þið við þetta orð?

Ég hef spurst víða fyrir um orðið sem spurt var um en ekki haft erindi sem erfiði. Enginn mundi eftir sérstöku orði haft um það þegar sól og tungl sjást samtímis á himni. Ég leitaði meðal annars til stjarneðlisfræðings sem mundi ekki eftir neinu sérstöku orði yfir atburðinn en sagði að ekki væri sjaldgæft að sól og tungl sæjust samtímis á himni. Það kæmi oftast fyrir þegar tungl er á fyrsta eða þriðja kvartili. Ef til vill les einhver þetta svar sem þekkir orðið og væri þá gott að frétta af því.

Minna má á söguna af Sól og Mána í Gylfaginningu Snorra-Eddu og hvernig þau komust á himininn. Maður var nefndur Mundilfari sem átti tvö börn. Þau voru svo fögur að hann nefndi son sinn Mána en dóttur sína Sól. Goðin reiddust ofdrambi hans og tóku systkinin og settu upp á himininn „og létu Sól keyra hesta, er drógu kerru sólarinnar, þeirrar er goðin höfðu skapað til að lýsa heimana af þeirri síu, er flaug úr Múspellsheimi. … Máni stýrir göngu tungls og ræður nýjum og niðum.“ (Edda Snorra Sturlusonar 1954:21–22 (stafsetningu lítillega breytt)).

Heimild og mynd:

...