Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða merkir orðið edda í eddukvæðum og hvað eru til mörg þannig kvæði?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Hugtakið eddukvæði er notað um fornnorrænan kveðskap sem yfirleitt er ortur undir fornyrðislagi og ekki eignaður höfundum. Það nær aðeins til um 50 kvæða sem flest eru varðveitt í íslenska handritinu Konungsbók eddukvæða (GKS 2365) frá því um 1270. Eddukvæði eru einnig í skáldskaparriti Snorra Sturlusonar (1179-1241) sem kallast Snorra-Edda, en hún er meðal annars varðveitt í handritinu Konungsbók Snorra-Eddu (GKS 2367), frá því snemma á 14. öld.[1] Enn fremur finnast eddukvæði í fornaldarsögum Norðurlanda.

Eddukvæði eru aðeins um 50 talsins. Flest þeirra eru varðveitt í Konungsbók eddukvæða (Codex regius) sem hér sést á mynd.

Upphaflega var edda heiti skáldskaparrits Snorra en síðar notað um kvæðin. Um uppruna orðsins er lítið vitað en því er stundum haldið fram að það sé sama og edda í merkingunni langamma. Þá væri merkingin forn eða gamall skáldskapur. Fátt virðist hins vegar benda til þess að orðið edda hafi í raun merkt langamma til forna og þeirri skýringu ber því að taka með varkárni. Um það má lesa meira í svari Ármanns Jakobssonar við spurningunni Merkir edda virkilega langamma?

Tilvísun:
  1. ^ Önnur aðalhandrit Snorra-Eddu eru Uppsalabók og Ormsbók, skinnbækur frá 14. öld, og Trektarbók sem er pappírsuppskrift frá því um 1600 af glötuðu 13. aldar handriti.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur þakkar Ármanni Jakobssyni, prófessor við íslensku- og menningardeild HÍ, fyrir yfirlestur og ábendingu við efni svarsins.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.7.2023

Spyrjandi

Birkir Reynisson, Rut Guðfinnsdóttir

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvaða merkir orðið edda í eddukvæðum og hvað eru til mörg þannig kvæði?“ Vísindavefurinn, 5. júlí 2023, sótt 10. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70425.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2023, 5. júlí). Hvaða merkir orðið edda í eddukvæðum og hvað eru til mörg þannig kvæði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70425

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvaða merkir orðið edda í eddukvæðum og hvað eru til mörg þannig kvæði?“ Vísindavefurinn. 5. júl. 2023. Vefsíða. 10. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70425>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða merkir orðið edda í eddukvæðum og hvað eru til mörg þannig kvæði?
Hugtakið eddukvæði er notað um fornnorrænan kveðskap sem yfirleitt er ortur undir fornyrðislagi og ekki eignaður höfundum. Það nær aðeins til um 50 kvæða sem flest eru varðveitt í íslenska handritinu Konungsbók eddukvæða (GKS 2365) frá því um 1270. Eddukvæði eru einnig í skáldskaparriti Snorra Sturlusonar (1179-1241) sem kallast Snorra-Edda, en hún er meðal annars varðveitt í handritinu Konungsbók Snorra-Eddu (GKS 2367), frá því snemma á 14. öld.[1] Enn fremur finnast eddukvæði í fornaldarsögum Norðurlanda.

Eddukvæði eru aðeins um 50 talsins. Flest þeirra eru varðveitt í Konungsbók eddukvæða (Codex regius) sem hér sést á mynd.

Upphaflega var edda heiti skáldskaparrits Snorra en síðar notað um kvæðin. Um uppruna orðsins er lítið vitað en því er stundum haldið fram að það sé sama og edda í merkingunni langamma. Þá væri merkingin forn eða gamall skáldskapur. Fátt virðist hins vegar benda til þess að orðið edda hafi í raun merkt langamma til forna og þeirri skýringu ber því að taka með varkárni. Um það má lesa meira í svari Ármanns Jakobssonar við spurningunni Merkir edda virkilega langamma?

Tilvísun:
  1. ^ Önnur aðalhandrit Snorra-Eddu eru Uppsalabók og Ormsbók, skinnbækur frá 14. öld, og Trektarbók sem er pappírsuppskrift frá því um 1600 af glötuðu 13. aldar handriti.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur þakkar Ármanni Jakobssyni, prófessor við íslensku- og menningardeild HÍ, fyrir yfirlestur og ábendingu við efni svarsins....