Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Eru eddukvæði áreiðanlegri heimild um heiðinn sið en Snorra-Edda?

Ármann Jakobsson

Eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hvaðan kemur vitneskja okkar um norræna goðafræði? eru íslensk rit frá 13. og 14. öld, aðallega eddukvæðin og Edda Snorra Sturlusonar, helstu ritheimildir um norræna goðafræði.

Löngum hefur verið litið til eddukvæðanna sem nær hinum heiðna uppruna en Snorra-Edda og jafnvel raunverulegrar heiðinnar leifar en það skapar margháttaðan vanda að einnig þau eru ekki varðveitt fyrr en á 13. öld. Hið sama gildir um dróttkvæði þar sem minnst er á heiðin goð og heiðna trú. Heiðnu goðin sem birtast í goðakvæðum Konungsbókar eru hin sömu og fjallað er um í Snorra-Eddu og varla er hægt að líta á þessar heimildir sem ótengdar í ljósi þess að allmargar vísur úr eddukvæðum sjást í Snorra-Eddu og sum eddukvæði eru raunar aðeins þar. Þannig er virðingarröð goðanna svipuð í Konungsbók og Snorra-Eddu. Í fremstu kvæðunum er Óðinn aðalpersóna en síðan Þór og Freyr og í sumum kvæðunum er lýst atburðum sem einnig er lýst í Snorra-Eddu. Sumra goða er þó hvergi getið utan Snorra-Eddu og ekki er hægt að ganga út frá því sem vísu að þau hafi verið tignuð í heiðni.

Konungsbók eddukvæða (Codex regius) er líklega frægasta íslenska handritið og varðveitir meninngararf sem er sameiginlegur öllum germönskum þjóðum.

Í ljósi þessara nánu tengsla er varasamt að greina eddukvæði og Snorra-Eddu rækilega í sundur sem heimildir um heiðinn sið. Hitt er þó ljóst að elstu eddukvæði munu vera eldri en Snorra-Edda og það er forvitnilegt að sjá með samanburði hvaða fróðleikur Snorra-Eddu fær stuðning úr eddukvæðum. Eins virðist sennilegt að eldri gerðir ýmissa eddukvæða hafi endurspeglað heiðið hugarfar með skýrari hætti en sjálf Snorra-Edda sem er enda samin á 13. öld af kristnum höfðingja sem virðist fyrst og fremst nálgast heiðinn sið sem menningararf sem skipti máli fyrir skilning á fornum dróttkvæðum.

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Höfundur

Ármann Jakobsson

prófessor við íslensku- og menningardeild HÍ

Útgáfudagur

21.11.2022

Spyrjandi

Benjamín, ritstjórn

Tilvísun

Ármann Jakobsson. „Eru eddukvæði áreiðanlegri heimild um heiðinn sið en Snorra-Edda?“ Vísindavefurinn, 21. nóvember 2022. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=84294.

Ármann Jakobsson. (2022, 21. nóvember). Eru eddukvæði áreiðanlegri heimild um heiðinn sið en Snorra-Edda? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=84294

Ármann Jakobsson. „Eru eddukvæði áreiðanlegri heimild um heiðinn sið en Snorra-Edda?“ Vísindavefurinn. 21. nóv. 2022. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=84294>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru eddukvæði áreiðanlegri heimild um heiðinn sið en Snorra-Edda?
Eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hvaðan kemur vitneskja okkar um norræna goðafræði? eru íslensk rit frá 13. og 14. öld, aðallega eddukvæðin og Edda Snorra Sturlusonar, helstu ritheimildir um norræna goðafræði.

Löngum hefur verið litið til eddukvæðanna sem nær hinum heiðna uppruna en Snorra-Edda og jafnvel raunverulegrar heiðinnar leifar en það skapar margháttaðan vanda að einnig þau eru ekki varðveitt fyrr en á 13. öld. Hið sama gildir um dróttkvæði þar sem minnst er á heiðin goð og heiðna trú. Heiðnu goðin sem birtast í goðakvæðum Konungsbókar eru hin sömu og fjallað er um í Snorra-Eddu og varla er hægt að líta á þessar heimildir sem ótengdar í ljósi þess að allmargar vísur úr eddukvæðum sjást í Snorra-Eddu og sum eddukvæði eru raunar aðeins þar. Þannig er virðingarröð goðanna svipuð í Konungsbók og Snorra-Eddu. Í fremstu kvæðunum er Óðinn aðalpersóna en síðan Þór og Freyr og í sumum kvæðunum er lýst atburðum sem einnig er lýst í Snorra-Eddu. Sumra goða er þó hvergi getið utan Snorra-Eddu og ekki er hægt að ganga út frá því sem vísu að þau hafi verið tignuð í heiðni.

Konungsbók eddukvæða (Codex regius) er líklega frægasta íslenska handritið og varðveitir meninngararf sem er sameiginlegur öllum germönskum þjóðum.

Í ljósi þessara nánu tengsla er varasamt að greina eddukvæði og Snorra-Eddu rækilega í sundur sem heimildir um heiðinn sið. Hitt er þó ljóst að elstu eddukvæði munu vera eldri en Snorra-Edda og það er forvitnilegt að sjá með samanburði hvaða fróðleikur Snorra-Eddu fær stuðning úr eddukvæðum. Eins virðist sennilegt að eldri gerðir ýmissa eddukvæða hafi endurspeglað heiðið hugarfar með skýrari hætti en sjálf Snorra-Edda sem er enda samin á 13. öld af kristnum höfðingja sem virðist fyrst og fremst nálgast heiðinn sið sem menningararf sem skipti máli fyrir skilning á fornum dróttkvæðum.

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum....