Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað tilheyrir þeim kvæðum sem kölluð eru eddukvæði?

JGÞ

Hugtakið eddukvæði er notað um fornan norrænan kveðskap sem flestur er ortur undir fornyrðislagi og er ekki eignaður höfundum.

Hefð er fyrir því að skipta eddukvæðum í tvennt:
  • goðakvæði
  • hetjukvæði
Goðakvæðin segja frá atburðum úr heimi goðanna en hetjukvæðin frá hetjum sem ekki eru af af goðakyni. Hetjurnar eru sumar raunverulegar persónur eins og Atli Húnakonungur en aðrar eru ekki til nema í heimi bókmenntanna, eins og Sigurður Fáfnisbani.

Aðgreining eddukvæða á rætur að rekja til meginhandrits kvæðanna, Konungsbókar eddukvæða, sem er talin vera skrifuð á árunum 1265-1280. Þar koma goðakvæði á undan hetjukvæðum, með einni undantekningu þó, Völundarkviða sem telst til hetjukvæða er á undan Alvíssmálum sem er goðakvæði.

Goðakvæðin eru þessi:
  • Völuspá
  • Hávamál
  • Vafþrúðnismál
  • Grímnismál
  • Skírnismál
  • Hárbarðsljóð
  • Hymniskviða
  • Lokasenna
  • Þrymskviða
  • Alvíssmál
  • Baldurs draumar
  • Rígsþula
  • Hyndluljóð
Öll kvæðin nema hin þrjú síðastnefndu eru varðveitt í Konungsbók eddukvæða .

Helstu hetjukvæðin eru þessi:
  • Völundarkviða
  • Helgakviða Hundingsbana I og II
  • Grípisspá
  • Sigurdrífumál
  • Helgakviða Hjörvarðssonar
  • Reginsmál
  • Fáfnismál
  • Brot af Sigurðarkviðu, einnig nefnd Sigurðarkviða hin forna
  • Sigurðarkviða hin skamma
  • Helreið Brynhildar
  • Guðrúnarkviða I, II og III
  • Oddrúnargrátur
  • Guðrúnarhvöt
  • Atlakviða
  • Atlamál
  • Hamðismál
  • Hlöðskviða, í Heiðreks sögu
  • Dánaróður Hildibrands, í Ásmundar sögu kappabana
  • Dánaróður Hjálmars, í Heiðreks sögu og Hervarar og í Örvar-Odds sögu
  • Víkarsbálkur í Gautreks sögu

Heimild:
  • Vésteinn Ólason, "Eddukvæði", í Íslensk bókmenntasaga I, Mál og menning, Reykjavík 1992, bls. 75-187.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.9.2004

Spyrjandi

Eva Þórdís Ebenezersdóttir, Helga Rún Garðarsdóttir, f. 1991

Tilvísun

JGÞ. „Hvað tilheyrir þeim kvæðum sem kölluð eru eddukvæði?“ Vísindavefurinn, 29. september 2004, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4535.

JGÞ. (2004, 29. september). Hvað tilheyrir þeim kvæðum sem kölluð eru eddukvæði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4535

JGÞ. „Hvað tilheyrir þeim kvæðum sem kölluð eru eddukvæði?“ Vísindavefurinn. 29. sep. 2004. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4535>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað tilheyrir þeim kvæðum sem kölluð eru eddukvæði?
Hugtakið eddukvæði er notað um fornan norrænan kveðskap sem flestur er ortur undir fornyrðislagi og er ekki eignaður höfundum.

Hefð er fyrir því að skipta eddukvæðum í tvennt:
  • goðakvæði
  • hetjukvæði
Goðakvæðin segja frá atburðum úr heimi goðanna en hetjukvæðin frá hetjum sem ekki eru af af goðakyni. Hetjurnar eru sumar raunverulegar persónur eins og Atli Húnakonungur en aðrar eru ekki til nema í heimi bókmenntanna, eins og Sigurður Fáfnisbani.

Aðgreining eddukvæða á rætur að rekja til meginhandrits kvæðanna, Konungsbókar eddukvæða, sem er talin vera skrifuð á árunum 1265-1280. Þar koma goðakvæði á undan hetjukvæðum, með einni undantekningu þó, Völundarkviða sem telst til hetjukvæða er á undan Alvíssmálum sem er goðakvæði.

Goðakvæðin eru þessi:
  • Völuspá
  • Hávamál
  • Vafþrúðnismál
  • Grímnismál
  • Skírnismál
  • Hárbarðsljóð
  • Hymniskviða
  • Lokasenna
  • Þrymskviða
  • Alvíssmál
  • Baldurs draumar
  • Rígsþula
  • Hyndluljóð
Öll kvæðin nema hin þrjú síðastnefndu eru varðveitt í Konungsbók eddukvæða .

Helstu hetjukvæðin eru þessi:
  • Völundarkviða
  • Helgakviða Hundingsbana I og II
  • Grípisspá
  • Sigurdrífumál
  • Helgakviða Hjörvarðssonar
  • Reginsmál
  • Fáfnismál
  • Brot af Sigurðarkviðu, einnig nefnd Sigurðarkviða hin forna
  • Sigurðarkviða hin skamma
  • Helreið Brynhildar
  • Guðrúnarkviða I, II og III
  • Oddrúnargrátur
  • Guðrúnarhvöt
  • Atlakviða
  • Atlamál
  • Hamðismál
  • Hlöðskviða, í Heiðreks sögu
  • Dánaróður Hildibrands, í Ásmundar sögu kappabana
  • Dánaróður Hjálmars, í Heiðreks sögu og Hervarar og í Örvar-Odds sögu
  • Víkarsbálkur í Gautreks sögu

Heimild:
  • Vésteinn Ólason, "Eddukvæði", í Íslensk bókmenntasaga I, Mál og menning, Reykjavík 1992, bls. 75-187.

...