Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Merkir edda virkilega langamma?

Ármann Jakobsson

Í mörgum orðabókum stendur að orðið edda merki ‘langamma’. En hvað segja gögnin í raun og veru? Orðið edda er alls ekki algengt í fornritum. Það kemur aðeins fyrir á einum stað sem almennt orð (fremur en sem heiti á eddunum tveimur).

Eina gagnið um orðið edda á miðöldum er Snorra-Edda. Þar segir ekki að edda merki ‘langamma’. Rökréttara er að segja að edda sé skáldlegt heiti um konu til notkunar í kvenkenningum.

Eina gagnið um orðið á miðöldum (Snorra-Edda, útg. Finnur Jónsson, Khöfn 1931) er Snorra-Edda. Eins og sést á textanum hér fyrir ofan stendur þar ekki að edda merki ‘langamma’. Orðið er talið upp ásamt kvenheitum eins og móður, ömmu, eiðu, dóttur og jóð, og þar fram eftir götunum. Rökréttara er þess vegna að segja að edda sé skáldlegt heiti um konu til notkunar í kvenkenningum og engin dæmi finnast um aðra notkun orðsins á miðöldum fyrir utan sem titill verka um skáldskap og skáldskaparfræði. Raunar finnast engin dæmi um að orðið hafi beinlínis verið notað í kenningu.

Í helgikvæðinu Lilju er orðið edda notað („eigi glögg þótt eddu regla“) og merkir augljóslega ekki langömmu eða konu. Auk heldur finnst orðið í drápunni Leiðarvísan frá síðari hluta 12. aldar, en er oftast leiðrétt í dróttkvæðaútgáfum og merkir að minnsta kosti ekki langömmu. Edda kemur aftur á móti fyrir í eddukvæðinu Rígsþulu sem nafn á persónu sem er gift Áa — en það orð merkir ekki ‘langafi’ og stuðlunin kallar raunar á orð sem hefst á sérhljóða og helst e (samanber Ask og Emblu, Adam og Evu).

Rígsþula er aðeins varðveitt í Snorra-Eddu (Wormsbók) og þar af leiðandi eru dæmin tvö um að edda merki hugsanlega formóður ekki óháð heldur úr sama riti. Hvorugt dæmið tekur þó af allan vafa að edda merki þar beinlínis ‘langamma’. Dæmi 1 segir okkur aðeins að orðið sé skáldlegt heiti, merki þá ‘kona’ en hugsanlega ‘formóðir’ þó að það sé engan veginn öruggt, og dæmi 2 er sérnafn, vissulega á konu sem er formóðir og gift karli sem er forfaðir. Þessi dæmi eru þannig úr sömu átt og gögn sem sýna að orðið edda hafi verið í almennri notkun á miðöldum í merkingunni ‘langamma’ eru þá engin.

Mynd:

Þetta svar birtist fyrst á síðunni Bókmenntir og listir. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Höfundur

Ármann Jakobsson

prófessor við íslensku- og menningardeild HÍ

Útgáfudagur

3.5.2023

Spyrjandi

Þór Jósepsson

Tilvísun

Ármann Jakobsson. „Merkir edda virkilega langamma?“ Vísindavefurinn, 3. maí 2023, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59822.

Ármann Jakobsson. (2023, 3. maí). Merkir edda virkilega langamma? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59822

Ármann Jakobsson. „Merkir edda virkilega langamma?“ Vísindavefurinn. 3. maí. 2023. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59822>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Merkir edda virkilega langamma?
Í mörgum orðabókum stendur að orðið edda merki ‘langamma’. En hvað segja gögnin í raun og veru? Orðið edda er alls ekki algengt í fornritum. Það kemur aðeins fyrir á einum stað sem almennt orð (fremur en sem heiti á eddunum tveimur).

Eina gagnið um orðið edda á miðöldum er Snorra-Edda. Þar segir ekki að edda merki ‘langamma’. Rökréttara er að segja að edda sé skáldlegt heiti um konu til notkunar í kvenkenningum.

Eina gagnið um orðið á miðöldum (Snorra-Edda, útg. Finnur Jónsson, Khöfn 1931) er Snorra-Edda. Eins og sést á textanum hér fyrir ofan stendur þar ekki að edda merki ‘langamma’. Orðið er talið upp ásamt kvenheitum eins og móður, ömmu, eiðu, dóttur og jóð, og þar fram eftir götunum. Rökréttara er þess vegna að segja að edda sé skáldlegt heiti um konu til notkunar í kvenkenningum og engin dæmi finnast um aðra notkun orðsins á miðöldum fyrir utan sem titill verka um skáldskap og skáldskaparfræði. Raunar finnast engin dæmi um að orðið hafi beinlínis verið notað í kenningu.

Í helgikvæðinu Lilju er orðið edda notað („eigi glögg þótt eddu regla“) og merkir augljóslega ekki langömmu eða konu. Auk heldur finnst orðið í drápunni Leiðarvísan frá síðari hluta 12. aldar, en er oftast leiðrétt í dróttkvæðaútgáfum og merkir að minnsta kosti ekki langömmu. Edda kemur aftur á móti fyrir í eddukvæðinu Rígsþulu sem nafn á persónu sem er gift Áa — en það orð merkir ekki ‘langafi’ og stuðlunin kallar raunar á orð sem hefst á sérhljóða og helst e (samanber Ask og Emblu, Adam og Evu).

Rígsþula er aðeins varðveitt í Snorra-Eddu (Wormsbók) og þar af leiðandi eru dæmin tvö um að edda merki hugsanlega formóður ekki óháð heldur úr sama riti. Hvorugt dæmið tekur þó af allan vafa að edda merki þar beinlínis ‘langamma’. Dæmi 1 segir okkur aðeins að orðið sé skáldlegt heiti, merki þá ‘kona’ en hugsanlega ‘formóðir’ þó að það sé engan veginn öruggt, og dæmi 2 er sérnafn, vissulega á konu sem er formóðir og gift karli sem er forfaðir. Þessi dæmi eru þannig úr sömu átt og gögn sem sýna að orðið edda hafi verið í almennri notkun á miðöldum í merkingunni ‘langamma’ eru þá engin.

Mynd:

Þetta svar birtist fyrst á síðunni Bókmenntir og listir. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

...