Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan koma orðin amma og afi?

Guðrún Kvaran

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvaðan koma orðin AMMA og AFI? Hafa þau einhverja þýðingu aðra en þá, sem almennt er þekkt?

Orðin amma 'föður- eða móðurmóðir' og afi 'föður- eða móðurmóðir' eru afar gömul og þekkjast í mörgum indóevrópskum málum þótt merkingin sé ekki alltaf hin sama. Í fornháþýsku merkti amma 'móðir, brjóstmóðir', og í nýháþýsku er Amme 'brjóstmóðir'. Nýnorska orðið amma og danska orðið amme merkja einnig 'brjóstmóðir'. Í grísku merkir ammas 'móðir' og í sanskrít merkir amba 'móðir'.

Sama er að segja um orðið afi. Það á tengsl víða. Í latínu merkir avos 'afi' og avia 'amma' og í gotnesku merkir awo 'amma'.

Afi og amma.

Til merkis um háan aldur orðanna má geta þess að þau koma meðal annars fyrir í Rígsþulu, einu af þeim kvæðum sem teljast til Eddukvæða. Rígur (Heimdallur) var á ferð og gisti fyrst hjá hjónum sem hétu Ái 'langafi' og Edda 'langamma' og fékk hjá þeim heldur slæman kost. Hann svaf milli þeirra og níu mánuðum síðar eignaðist Edda son sem nefndur var Þræll. Hann gekk að eiga konu sem hét Þír 'ambátt'. Þau eignuðust mörg börn og urðu forfaðir og formóðir þrælakyns.

Rígur hélt ferð sinni áfram og kom til hjóna sem hétu Afi og Amma. Hjá þeim fékk hann mun betri kost, svaf milli þeirra og eignuðust þau soninn Karl 'maður af lægstu stétt frjálsra manna'. Hann gekk að eiga konu sem hét Snör 'tengdadóttir' og áttu þau mörg börn og urðu forfaðir og formóðir búandliðs.

Enn hélt Rígur áfram og kom nú til hjóna sem hétu Faðir og Móðir. Hjá þeim fékk hann veislukost og svaf milli þeirra um nóttina. Móðir eignaðist eftir níu mánuði son sem fékk nafnið Jarl. Hann gekk að eiga konu sem hér Erna 'hin hrausta, röska', dóttur Hersis 'höfðingi' og eignuðust þau tólf syni. Þau urðu forfaðir og formóðir jarla og konunga.

Heimildir og mynd:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík: Orðabók Háskólans.
  • Pokorny, Julius. 1959. Indogermanisches etymologisches Wörterbuch. Bern/München: Francke Verlag.
  • Mynd: Grandparents and Pupa | Flickr - Photo Sharing!. Höfundur myndar: Juhan Sonin. (Sótt 9. 3. 2016).

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

31.3.2016

Spyrjandi

Hildur Jörundsdóttir

Efnisorð

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan koma orðin amma og afi?“ Vísindavefurinn, 31. mars 2016, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71625.

Guðrún Kvaran. (2016, 31. mars). Hvaðan koma orðin amma og afi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71625

Guðrún Kvaran. „Hvaðan koma orðin amma og afi?“ Vísindavefurinn. 31. mar. 2016. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71625>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan koma orðin amma og afi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvaðan koma orðin AMMA og AFI? Hafa þau einhverja þýðingu aðra en þá, sem almennt er þekkt?

Orðin amma 'föður- eða móðurmóðir' og afi 'föður- eða móðurmóðir' eru afar gömul og þekkjast í mörgum indóevrópskum málum þótt merkingin sé ekki alltaf hin sama. Í fornháþýsku merkti amma 'móðir, brjóstmóðir', og í nýháþýsku er Amme 'brjóstmóðir'. Nýnorska orðið amma og danska orðið amme merkja einnig 'brjóstmóðir'. Í grísku merkir ammas 'móðir' og í sanskrít merkir amba 'móðir'.

Sama er að segja um orðið afi. Það á tengsl víða. Í latínu merkir avos 'afi' og avia 'amma' og í gotnesku merkir awo 'amma'.

Afi og amma.

Til merkis um háan aldur orðanna má geta þess að þau koma meðal annars fyrir í Rígsþulu, einu af þeim kvæðum sem teljast til Eddukvæða. Rígur (Heimdallur) var á ferð og gisti fyrst hjá hjónum sem hétu Ái 'langafi' og Edda 'langamma' og fékk hjá þeim heldur slæman kost. Hann svaf milli þeirra og níu mánuðum síðar eignaðist Edda son sem nefndur var Þræll. Hann gekk að eiga konu sem hét Þír 'ambátt'. Þau eignuðust mörg börn og urðu forfaðir og formóðir þrælakyns.

Rígur hélt ferð sinni áfram og kom til hjóna sem hétu Afi og Amma. Hjá þeim fékk hann mun betri kost, svaf milli þeirra og eignuðust þau soninn Karl 'maður af lægstu stétt frjálsra manna'. Hann gekk að eiga konu sem hét Snör 'tengdadóttir' og áttu þau mörg börn og urðu forfaðir og formóðir búandliðs.

Enn hélt Rígur áfram og kom nú til hjóna sem hétu Faðir og Móðir. Hjá þeim fékk hann veislukost og svaf milli þeirra um nóttina. Móðir eignaðist eftir níu mánuði son sem fékk nafnið Jarl. Hann gekk að eiga konu sem hér Erna 'hin hrausta, röska', dóttur Hersis 'höfðingi' og eignuðust þau tólf syni. Þau urðu forfaðir og formóðir jarla og konunga.

Heimildir og mynd:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík: Orðabók Háskólans.
  • Pokorny, Julius. 1959. Indogermanisches etymologisches Wörterbuch. Bern/München: Francke Verlag.
  • Mynd: Grandparents and Pupa | Flickr - Photo Sharing!. Höfundur myndar: Juhan Sonin. (Sótt 9. 3. 2016).
...