Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Hvernig fara fræðimenn að því að flokka eddukvæði?

Ármann Jakobsson

Í ljósi þess að hugtakið eddukvæði er aðallega notað um kvæðin í handritinu Konungsbók hefur handritið iðulega mótað hvernig fræðimenn hugsa um flokkinn eða bókmenntagreinina ef eddukvæði eru skilin sem bókmenntagrein. Þannig er sú siðvenja að flokka kvæðin eftir umfjöllunarefni í goða- og hetjukvæði mjög undir áhrifum frá Konungsbók þar sem kvæði um hin heiðnu goð eru fremst en síðan koma kvæði um hetjur þjóðflutningatímans, einkum Völsunga. Velta má fyrir sér hvort rétt sé að 13. aldar handrit stjórni svo mjög matinu á þessum fornu kvæðum. Þessi flokkun er ekki einu sinni alveg einhlít í handritinu því að í Völundarkviðu birtist ekkert goð og hún er því flokkuð með hetjukvæðum en stendur þó á undan Alvíssmálum sem fjalla um viðureign guðsins Þórs við vísan dverg og eru flokkuð til goðakvæða.

Slík efnisleg flokkun hefur löngum sett svip sinn á allar norrænar miðaldabókmenntir og á rætur að rekja til 17. og 18. aldar þegar menn litu einkum á miðaldaefnið sem mikilvægar heimildir um fjarlæga sögu fortíðarinnar. Það er varla fyrr en á 20. öld að menn taka að líta á hin fornu kvæði sem skáldskap fyrst og fremst og meta þau þá út frá skáldskapargildi fremur en heimildargildi. En vitaskuld eru aðrar leiðir færar til að flokka eddukvæðin í undirflokka. Þannig er drjúgur hluti þeirra undir fornyrðislagi en önnur undir ljóðahætti.

Það er varla fyrr en á 20. öld að menn taka að líta á hin fornu kvæði sem skáldskap fyrst og fremst og meta þau þá út frá skáldskapargildi fremur en heimildargildi. Í norrænni goðafræði gætir jötuninn Suttungur skáldamjaðarins. Hann sést hér á teikningu frá síðari hluta 19. aldar.

Um fornyrðislag er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvað er fornyrðislag? Almennt er talið að ljóðahátturinn sé ívið yngri og hann virðist bundinn við vestur-norrænt málsvæði enda hafa ekki fundist jafn forn dæmi um hann þó að raunar séu einnig ljóðaháttarerindi á Rök-steininum. Í ljóðahætti eru sex línur og eru 3. og 6. lína lengri og með tveimur stuðlum en hin fjögur minna á fornyrðislag. Það hefur vakið athygli fræðimanna að ýmis fróðleiks- og spekikvæði eru undir ljóðahætti en fornyrðislagið er meira áberandi í frásagnarkvæðum, til að mynda Völuspá. Þannig virðist fornyrðislag henta betur fyrir sögu en ljóðaháttur fyrir spakmæli.

Á þessum háttum er þannig talsverður munur og hann er líka efnislegur. Mörg kvæða undir fornyrðislagi eru frásögn sögumanns sem virðist vera að lýsa löngu liðinni tíð en kvæði undir ljóðahætti eru frekar samtöl. Þannig mætti segja að hluti eddukvæða sé epískur eins og erlend söguljóð en annar hluti dramatískur eða leikrænn. Almennt eru goðakvæðin oftar undir ljóðahætti og oftar í samtalsformi. Fræðimenn hafa hneigst til að líta svo á að þau séu heldur yngri enda sé fornyrðislagið arftaki hins samgermanska bragarháttar sem smám saman hafi tekið að skiptast með æ strangari reglu í átta vísuorða erindi. Ekki er það þó þannig að öll kvæði undir ljóðahætti séu endilega yngri en kvæði undir fornyrðislagi og sum þeirra kunna að vera samin á 9. og 10. öld.

Það mætti því ekki aðeins flokka eddukvæði eftir því hvort goð koma við sögu eða heiðnar hetjur heldur einnig eftir bragarháttum og raunar má líta til frekari formlegra þátta. Þannig eru sum kvæði frásögn en önnur eintal eða samtöl þar sem allt bundið mál er í orðastað tiltekinna persóna. Þess vegna hefur þeirri skoðun vaxið mjög fiskur um hrygg seinustu áratugi að kvæðin kunni að hafa verið leikin, ef til vill sem hluti af helgiathöfn.

Það gildir til að mynda um kvæðið Lokasennu þar sem allmargar goðverur fá orðið, flestar til að munnhöggvast við Loka í veislu. Hið sama á við um sum hetjukvæði og mörg þeirra eru sambland af lausamáli og ljóðum þar sem orð persónanna eru í ljóðformi en umlukin frásögn þar sem kringumstæðum er lýst í lausamáli. Velta má fyrir sér hvort mikill munur sé á slíku formi og því algenga miðaldaformi að í löngum lausamálssögum séu fjölmargar vísur. Það form má einmitt sjá í flestum tegundum norrænna miðaldasagna.

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Höfundur

Ármann Jakobsson

prófessor við íslensku- og menningardeild HÍ

Útgáfudagur

8.12.2022

Spyrjandi

Elísa Rós

Tilvísun

Ármann Jakobsson. „Hvernig fara fræðimenn að því að flokka eddukvæði?“ Vísindavefurinn, 8. desember 2022. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=84295.

Ármann Jakobsson. (2022, 8. desember). Hvernig fara fræðimenn að því að flokka eddukvæði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=84295

Ármann Jakobsson. „Hvernig fara fræðimenn að því að flokka eddukvæði?“ Vísindavefurinn. 8. des. 2022. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=84295>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig fara fræðimenn að því að flokka eddukvæði?
Í ljósi þess að hugtakið eddukvæði er aðallega notað um kvæðin í handritinu Konungsbók hefur handritið iðulega mótað hvernig fræðimenn hugsa um flokkinn eða bókmenntagreinina ef eddukvæði eru skilin sem bókmenntagrein. Þannig er sú siðvenja að flokka kvæðin eftir umfjöllunarefni í goða- og hetjukvæði mjög undir áhrifum frá Konungsbók þar sem kvæði um hin heiðnu goð eru fremst en síðan koma kvæði um hetjur þjóðflutningatímans, einkum Völsunga. Velta má fyrir sér hvort rétt sé að 13. aldar handrit stjórni svo mjög matinu á þessum fornu kvæðum. Þessi flokkun er ekki einu sinni alveg einhlít í handritinu því að í Völundarkviðu birtist ekkert goð og hún er því flokkuð með hetjukvæðum en stendur þó á undan Alvíssmálum sem fjalla um viðureign guðsins Þórs við vísan dverg og eru flokkuð til goðakvæða.

Slík efnisleg flokkun hefur löngum sett svip sinn á allar norrænar miðaldabókmenntir og á rætur að rekja til 17. og 18. aldar þegar menn litu einkum á miðaldaefnið sem mikilvægar heimildir um fjarlæga sögu fortíðarinnar. Það er varla fyrr en á 20. öld að menn taka að líta á hin fornu kvæði sem skáldskap fyrst og fremst og meta þau þá út frá skáldskapargildi fremur en heimildargildi. En vitaskuld eru aðrar leiðir færar til að flokka eddukvæðin í undirflokka. Þannig er drjúgur hluti þeirra undir fornyrðislagi en önnur undir ljóðahætti.

Það er varla fyrr en á 20. öld að menn taka að líta á hin fornu kvæði sem skáldskap fyrst og fremst og meta þau þá út frá skáldskapargildi fremur en heimildargildi. Í norrænni goðafræði gætir jötuninn Suttungur skáldamjaðarins. Hann sést hér á teikningu frá síðari hluta 19. aldar.

Um fornyrðislag er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvað er fornyrðislag? Almennt er talið að ljóðahátturinn sé ívið yngri og hann virðist bundinn við vestur-norrænt málsvæði enda hafa ekki fundist jafn forn dæmi um hann þó að raunar séu einnig ljóðaháttarerindi á Rök-steininum. Í ljóðahætti eru sex línur og eru 3. og 6. lína lengri og með tveimur stuðlum en hin fjögur minna á fornyrðislag. Það hefur vakið athygli fræðimanna að ýmis fróðleiks- og spekikvæði eru undir ljóðahætti en fornyrðislagið er meira áberandi í frásagnarkvæðum, til að mynda Völuspá. Þannig virðist fornyrðislag henta betur fyrir sögu en ljóðaháttur fyrir spakmæli.

Á þessum háttum er þannig talsverður munur og hann er líka efnislegur. Mörg kvæða undir fornyrðislagi eru frásögn sögumanns sem virðist vera að lýsa löngu liðinni tíð en kvæði undir ljóðahætti eru frekar samtöl. Þannig mætti segja að hluti eddukvæða sé epískur eins og erlend söguljóð en annar hluti dramatískur eða leikrænn. Almennt eru goðakvæðin oftar undir ljóðahætti og oftar í samtalsformi. Fræðimenn hafa hneigst til að líta svo á að þau séu heldur yngri enda sé fornyrðislagið arftaki hins samgermanska bragarháttar sem smám saman hafi tekið að skiptast með æ strangari reglu í átta vísuorða erindi. Ekki er það þó þannig að öll kvæði undir ljóðahætti séu endilega yngri en kvæði undir fornyrðislagi og sum þeirra kunna að vera samin á 9. og 10. öld.

Það mætti því ekki aðeins flokka eddukvæði eftir því hvort goð koma við sögu eða heiðnar hetjur heldur einnig eftir bragarháttum og raunar má líta til frekari formlegra þátta. Þannig eru sum kvæði frásögn en önnur eintal eða samtöl þar sem allt bundið mál er í orðastað tiltekinna persóna. Þess vegna hefur þeirri skoðun vaxið mjög fiskur um hrygg seinustu áratugi að kvæðin kunni að hafa verið leikin, ef til vill sem hluti af helgiathöfn.

Það gildir til að mynda um kvæðið Lokasennu þar sem allmargar goðverur fá orðið, flestar til að munnhöggvast við Loka í veislu. Hið sama á við um sum hetjukvæði og mörg þeirra eru sambland af lausamáli og ljóðum þar sem orð persónanna eru í ljóðformi en umlukin frásögn þar sem kringumstæðum er lýst í lausamáli. Velta má fyrir sér hvort mikill munur sé á slíku formi og því algenga miðaldaformi að í löngum lausamálssögum séu fjölmargar vísur. Það form má einmitt sjá í flestum tegundum norrænna miðaldasagna.

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum. ...