Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Á að skrifa Sól og Tungl með stórum staf þegar rætt er um okkar sól og okkar tungl?

Jóhannes B. Sigtryggsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Á líka að skrifa Sól og Tungl með stórum staf þegar rætt er um okkar sól og okkar tungl? – samanber svar við spurningunni Á að skrifa Jörð eða jörð?

Orðið tungl er notað um fylgihnött jarðarinnar en einnig almennt um fylgihnetti reikistjarna, til dæmis Mars hefur tvö tungl. Orðið sól er einnig bæði notað um okkar sól og um aðrar sólstjörnur í alheiminum.

Teikning af tunglinu okkar úr bókinni Sidereus nuncius frá árinu 1610. Bókina skrifaði Galíleó Galíleí (1564-1642) en hann var fyrstur manna til að beina sjónauka til himins. Galíleó sá meðal annars bletti á sólinni og uppgötvaði fjögur tungl Júpíters.

Spurt er hvort réttlætanlegt sé að rita þessi orð með stórum staf þegar greinilega er átt við okkar sól og mána. Í ritreglum Íslenskrar málnefndar (2016) er kveðið skýrt á um að þessi orð og einnig orðin máni og sunna eigi að rita með litlum staf. Þar stendur í grein 1.2.2.3 c að nöfn á einstökum stjörnum, vetrarbrautum, geimþokum, samstirnum og stjörnumerkjum séu rituð með stórum staf (til dæmis Mars, Svelgþokan, Karlsvagninn) en síðan segir í athugasemd:

Athugið. Íslensk heiti himintungla í okkar sólkerfi eru rituð með litlum upphafsstaf: sól, sunna, jörð, tungl og máni. Jörðin er þó stundum rituð með stórum upphafsstaf í upptalningu á reikistjörnum: Merkúr, Venus, Jörð, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus, Neptúnus. Pólstjarnan er sérheiti en getur einnig verið samnafn í merkingunni ‘stjarnan sem sést yfir norðurpólnum’. [...]

Samkvæmt þessu á ætíð að rita orðin sól og tungl með litlum staf.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Jóhannes B. Sigtryggsson

rannsóknarlektor á málræktarsviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

31.10.2017

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Jóhannes B. Sigtryggsson. „Á að skrifa Sól og Tungl með stórum staf þegar rætt er um okkar sól og okkar tungl?“ Vísindavefurinn, 31. október 2017, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74617.

Jóhannes B. Sigtryggsson. (2017, 31. október). Á að skrifa Sól og Tungl með stórum staf þegar rætt er um okkar sól og okkar tungl? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74617

Jóhannes B. Sigtryggsson. „Á að skrifa Sól og Tungl með stórum staf þegar rætt er um okkar sól og okkar tungl?“ Vísindavefurinn. 31. okt. 2017. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74617>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Á að skrifa Sól og Tungl með stórum staf þegar rætt er um okkar sól og okkar tungl?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Á líka að skrifa Sól og Tungl með stórum staf þegar rætt er um okkar sól og okkar tungl? – samanber svar við spurningunni Á að skrifa Jörð eða jörð?

Orðið tungl er notað um fylgihnött jarðarinnar en einnig almennt um fylgihnetti reikistjarna, til dæmis Mars hefur tvö tungl. Orðið sól er einnig bæði notað um okkar sól og um aðrar sólstjörnur í alheiminum.

Teikning af tunglinu okkar úr bókinni Sidereus nuncius frá árinu 1610. Bókina skrifaði Galíleó Galíleí (1564-1642) en hann var fyrstur manna til að beina sjónauka til himins. Galíleó sá meðal annars bletti á sólinni og uppgötvaði fjögur tungl Júpíters.

Spurt er hvort réttlætanlegt sé að rita þessi orð með stórum staf þegar greinilega er átt við okkar sól og mána. Í ritreglum Íslenskrar málnefndar (2016) er kveðið skýrt á um að þessi orð og einnig orðin máni og sunna eigi að rita með litlum staf. Þar stendur í grein 1.2.2.3 c að nöfn á einstökum stjörnum, vetrarbrautum, geimþokum, samstirnum og stjörnumerkjum séu rituð með stórum staf (til dæmis Mars, Svelgþokan, Karlsvagninn) en síðan segir í athugasemd:

Athugið. Íslensk heiti himintungla í okkar sólkerfi eru rituð með litlum upphafsstaf: sól, sunna, jörð, tungl og máni. Jörðin er þó stundum rituð með stórum upphafsstaf í upptalningu á reikistjörnum: Merkúr, Venus, Jörð, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus, Neptúnus. Pólstjarnan er sérheiti en getur einnig verið samnafn í merkingunni ‘stjarnan sem sést yfir norðurpólnum’. [...]

Samkvæmt þessu á ætíð að rita orðin sól og tungl með litlum staf.

Heimildir:

Mynd:

...