Á að skrifa Jörð eða jörð? Aukaupplýsingar: Hér stendur að Mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi fengið svar frá Íslenskri málnefnd um að rita ætti stóran staf þegar um sérnafnið væri að ræða. Hinsvegar er orðið Jörð með stórum staf hvorki til á Snöru né hjá Beygingarlýsingu íslensks nútímamálsÍ ritreglum Íslenskrar málnefndar (2016) er eftirfarandi grein (1.2.2.3 C):
1.2.2.3 Nöfn á einstökum stöðum eru sérnöfn, til dæmis:Þessi grein úr hinum opinberu ritreglum málnefndarinnar, frá 2016, veitir í raun svarið við spurningunni, það er að heimilt sé að rita Jörð með stórum upphafsstaf í upptalningu á reikistjörnum en að í öllu öðru samhengi skuli rita jörð.
[...]
C. Nöfn á einstökum stjörnum, vetrarbrautum, geimþokum, samstirnum og stjörnumerkjum • Mars, Merkúr, Venus, Svelgþokan, Kolapokinn, Karlsvagninn, Stóra Magellanskýið, Vatnsberinn Athugið. Íslensk heiti himintungla í okkar sólkerfi eru rituð með litlum upphafsstaf: sól, sunna, jörð, tungl og máni. Jörðin er þó stundum rituð með stórum upphafsstaf í upptalningu á reikistjörnum: Merkúr, Venus, Jörð, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus, Neptúnus. Pólstjarnan er sérheiti en getur einnig verið samnafn í merkingunni ‘stjarnan sem sést yfir norðurpólnum’. Heiti stjörnumerkja í stjörnuspeki eru með litlum staf: hrútsmerkið.

Heimilt er að rita Jörð með stórum upphafsstaf í upptalningu á reikistjörnum en í öllu öðru samhengi á að rita jörð.
- Earth - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 14.05.2014).
Svar við þessari spurningu birtist fyrst 19. maí 2014 en var endurskoðað 18. október 2017.