Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er höfuðborgarsvæðið orðið að sérnafni og ritað með stórum staf?

Jóhannes B. Sigtryggsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Er höfuðborgarsvæðið sérnafn líkt og Vesturland, sem ber að rita með stórum staf? Mér þætti það verra! Ég er sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu en heiti stofnunarinnar rita ég Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu. Er ég úti á túni í þessu?

Höfuðborgarsvæði er landsvæði sem nær til höfuðborgar og næsta nágrennis hennar en er ekki endilega skýrt afmarkað. Á Íslandi eiga sjö sveitarfélög aðild að Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Hefð er fyrir því í íslensku að líta á höfuðborgarsvæðið sem samnafn en ekki sérnafn eða heiti og samnöfn eru að jafnaði rituð með litlum upphafsstaf eins og segir í ritreglum Íslenskrar málnefndar frá 2016 (sjá grein 1.3.2).

Á Íslandi eiga sjö sveitarfélög aðild að Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Á kortinu sjást sveitarfélögin sjö.

Í grein 1.3.6.3 í sömu ritreglum er fjallað um að örnefni eigi sér oft samhljóða heiti, t.d. Eyri/eyri, Hóll/hóll. Þar segir síðan:

Lýsandi heiti sem eiga við aðeins einn stað má stundum túlka sem sérnafn. Því er valfrelsi í rithætti eftirtalinna orða:

• norðurpóll/Norðurpóll, suðurpóll/Suðurpóll, norðurheimskaut/Norðurheimskaut, suðurheimskaut/Suðurheimskaut

Athugið. Á sama hátt má hugsa sér að miðhálendi geti verið sérheiti (Miðhálendi) en mælt er með litlum staf.

Þetta ákvæði í ritreglunum opnar hugsanlega á valkvæði í ritun orðsins höfuðborgarsvæði/Höfuðborgarsvæði sem er að ýmsu leyti svipað og orðið miðhálendi. Rétt er þó að benda á að mælt er í ritreglunum með ritun þess með litlum staf (miðhálendi).

Mynd af litlum hluta höfuðborgarsvæðisins.

Einnig er skýr hefð um ritun orðsins höfuðborgarsvæði með lágstaf, meðal annars í viðurkenndum heimildum um stafsetningu. Í Málfarsbankanum stendur: „Orðið höfuðborgarsvæðið er ritað með litlum staf.“ Og í Stafsetningarorðabókinni (2006:276 undir uppflettiorðinu höfuðborg) er einnig tilgreind ritun með litlum staf: „höfuðborg -in -borgar; -borgir höfuðborgar|svæðið“.

Heimildir:
  • Íslensk málnefnd. 2016. Ritreglur. Ritreglur ÍM. (Sótt 29.09.2017).
  • Málfarsbankinn (ritstj. Jóhannes B. Sigtryggsson). Sjá Málið. (Sótt 29.09.2017).
  • Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Sjá SSH. (Sótt 29.09.2017).
  • Stafsetningarorðabókin (ritstj. Dóra Hafsteinsdóttir). 2006. Reykjavík: Íslensk málnefnd / JPV.

Myndir:

Höfundur

Jóhannes B. Sigtryggsson

rannsóknarlektor á málræktarsviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

2.10.2017

Spyrjandi

Þórólfur Halldórsson

Tilvísun

Jóhannes B. Sigtryggsson. „Er höfuðborgarsvæðið orðið að sérnafni og ritað með stórum staf?“ Vísindavefurinn, 2. október 2017, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74526.

Jóhannes B. Sigtryggsson. (2017, 2. október). Er höfuðborgarsvæðið orðið að sérnafni og ritað með stórum staf? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74526

Jóhannes B. Sigtryggsson. „Er höfuðborgarsvæðið orðið að sérnafni og ritað með stórum staf?“ Vísindavefurinn. 2. okt. 2017. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74526>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er höfuðborgarsvæðið orðið að sérnafni og ritað með stórum staf?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Er höfuðborgarsvæðið sérnafn líkt og Vesturland, sem ber að rita með stórum staf? Mér þætti það verra! Ég er sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu en heiti stofnunarinnar rita ég Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu. Er ég úti á túni í þessu?

Höfuðborgarsvæði er landsvæði sem nær til höfuðborgar og næsta nágrennis hennar en er ekki endilega skýrt afmarkað. Á Íslandi eiga sjö sveitarfélög aðild að Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Hefð er fyrir því í íslensku að líta á höfuðborgarsvæðið sem samnafn en ekki sérnafn eða heiti og samnöfn eru að jafnaði rituð með litlum upphafsstaf eins og segir í ritreglum Íslenskrar málnefndar frá 2016 (sjá grein 1.3.2).

Á Íslandi eiga sjö sveitarfélög aðild að Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Á kortinu sjást sveitarfélögin sjö.

Í grein 1.3.6.3 í sömu ritreglum er fjallað um að örnefni eigi sér oft samhljóða heiti, t.d. Eyri/eyri, Hóll/hóll. Þar segir síðan:

Lýsandi heiti sem eiga við aðeins einn stað má stundum túlka sem sérnafn. Því er valfrelsi í rithætti eftirtalinna orða:

• norðurpóll/Norðurpóll, suðurpóll/Suðurpóll, norðurheimskaut/Norðurheimskaut, suðurheimskaut/Suðurheimskaut

Athugið. Á sama hátt má hugsa sér að miðhálendi geti verið sérheiti (Miðhálendi) en mælt er með litlum staf.

Þetta ákvæði í ritreglunum opnar hugsanlega á valkvæði í ritun orðsins höfuðborgarsvæði/Höfuðborgarsvæði sem er að ýmsu leyti svipað og orðið miðhálendi. Rétt er þó að benda á að mælt er í ritreglunum með ritun þess með litlum staf (miðhálendi).

Mynd af litlum hluta höfuðborgarsvæðisins.

Einnig er skýr hefð um ritun orðsins höfuðborgarsvæði með lágstaf, meðal annars í viðurkenndum heimildum um stafsetningu. Í Málfarsbankanum stendur: „Orðið höfuðborgarsvæðið er ritað með litlum staf.“ Og í Stafsetningarorðabókinni (2006:276 undir uppflettiorðinu höfuðborg) er einnig tilgreind ritun með litlum staf: „höfuðborg -in -borgar; -borgir höfuðborgar|svæðið“.

Heimildir:
  • Íslensk málnefnd. 2016. Ritreglur. Ritreglur ÍM. (Sótt 29.09.2017).
  • Málfarsbankinn (ritstj. Jóhannes B. Sigtryggsson). Sjá Málið. (Sótt 29.09.2017).
  • Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Sjá SSH. (Sótt 29.09.2017).
  • Stafsetningarorðabókin (ritstj. Dóra Hafsteinsdóttir). 2006. Reykjavík: Íslensk málnefnd / JPV.

Myndir:

...