Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eiga starfsheiti sem hljóma eins og heiti stofnunar að vera með litlum eða stórum staf?

Jóhannes B. Sigtryggsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upprunalega spurningin var þessi:
Er höfuðborgarsvæðið sérnafn líkt og Vesturland, sem ber að rita með stórum staf? Mér þætti það verra! Ég er sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu en heiti stofnunarinnar rita ég Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu. Er ég úti á túni í þessu?

Svar við meginefni spurningarinnar er að finna hér: Er höfuðborgarsvæðið orðið að sérnafni og ritað með stórum staf?

Sumar stofnanir bera sama heiti og æðsti embættismaður þeirra. Þetta getur valdið ruglingi og óvissu um hvort nota eigi stóran eða lítinn staf. Þegar sagt er: Ég vinn hjá landlækni/Landlækni, getur það bæði vísað til landlæknis sjálfs og Embættis landlæknis. Í grein 1.2.2.5 í ritreglum Íslenskrar málnefndar er vikið að þessu. Þar segir:

Athugið. Nöfn stofnana/embætta sem bera heiti sem jafnframt er starfsheiti æðsta yfirmanns, til dæmis sýslumaðurinn í Reykjavík, umboðsmaður Alþingis, ríkislögreglustjóri, má ætíð rita með litlum upphafsstaf, en einnig er heimilt að rita stóran staf ef augljóslega er vísað til stofnunarinnar en ekki starfsmannsins sem veitir henni forstöðu.

Í grein 1.3.2 a í ritreglunum er einnig tilgreint að starfsheiti og titlar séu samnöfn og skuli rita með litlum staf, til dæmis landlæknir, sjómaður, nema þegar þegar þeim er skeytt aftan við heiti þjóðar, lands, stofnunar eða fyrirtækis, til dæmis Rússlandskeisari.

Starfsheiti og titlar eru samnöfn og þess vegna rituð með litlum staf, nema þegar þeim er skeytt aftan við heiti þjóðar, lands, stofnunar eða fyrirtækis, til dæmis Rússlandskeisari. Myndin er teikning úr tímaritinu Haukur frá 1911 og sýnir Jón Halifax ræða við Rússlandskeisara.

Samkvæmt þessu á alltaf að rita starfsheiti með litlum staf þótt þau hljómi eins og heiti þeirrar stofnunar sem viðkomandi stýrir, til dæmis sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hóf störf í fyrra (embættismaður), en velja má milli lítils og stórs stafs þegar augljóslega er vísað til stofnunarinnar en ekki starfsmannsins sem veitir henni forstöðu, til dæmis staða þinglýsinga hjá sýslumanninum/Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu (stofnun/embætti).

Heimildir:
  • Íslensk málnefnd. 2016. Ritreglur. (Sótt 2.10.2017).
  • Stafsetningarorðabókin (ritstj. Dóra Hafsteinsdóttir). 2006. Reykjavík: Íslensk málnefnd / JPV.

Mynd:

Höfundur

Jóhannes B. Sigtryggsson

rannsóknarlektor á málræktarsviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

5.10.2017

Spyrjandi

Þórólfur Halldórsson

Tilvísun

Jóhannes B. Sigtryggsson. „Eiga starfsheiti sem hljóma eins og heiti stofnunar að vera með litlum eða stórum staf?“ Vísindavefurinn, 5. október 2017, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74551.

Jóhannes B. Sigtryggsson. (2017, 5. október). Eiga starfsheiti sem hljóma eins og heiti stofnunar að vera með litlum eða stórum staf? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74551

Jóhannes B. Sigtryggsson. „Eiga starfsheiti sem hljóma eins og heiti stofnunar að vera með litlum eða stórum staf?“ Vísindavefurinn. 5. okt. 2017. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74551>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eiga starfsheiti sem hljóma eins og heiti stofnunar að vera með litlum eða stórum staf?
Upprunalega spurningin var þessi:

Er höfuðborgarsvæðið sérnafn líkt og Vesturland, sem ber að rita með stórum staf? Mér þætti það verra! Ég er sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu en heiti stofnunarinnar rita ég Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu. Er ég úti á túni í þessu?

Svar við meginefni spurningarinnar er að finna hér: Er höfuðborgarsvæðið orðið að sérnafni og ritað með stórum staf?

Sumar stofnanir bera sama heiti og æðsti embættismaður þeirra. Þetta getur valdið ruglingi og óvissu um hvort nota eigi stóran eða lítinn staf. Þegar sagt er: Ég vinn hjá landlækni/Landlækni, getur það bæði vísað til landlæknis sjálfs og Embættis landlæknis. Í grein 1.2.2.5 í ritreglum Íslenskrar málnefndar er vikið að þessu. Þar segir:

Athugið. Nöfn stofnana/embætta sem bera heiti sem jafnframt er starfsheiti æðsta yfirmanns, til dæmis sýslumaðurinn í Reykjavík, umboðsmaður Alþingis, ríkislögreglustjóri, má ætíð rita með litlum upphafsstaf, en einnig er heimilt að rita stóran staf ef augljóslega er vísað til stofnunarinnar en ekki starfsmannsins sem veitir henni forstöðu.

Í grein 1.3.2 a í ritreglunum er einnig tilgreint að starfsheiti og titlar séu samnöfn og skuli rita með litlum staf, til dæmis landlæknir, sjómaður, nema þegar þegar þeim er skeytt aftan við heiti þjóðar, lands, stofnunar eða fyrirtækis, til dæmis Rússlandskeisari.

Starfsheiti og titlar eru samnöfn og þess vegna rituð með litlum staf, nema þegar þeim er skeytt aftan við heiti þjóðar, lands, stofnunar eða fyrirtækis, til dæmis Rússlandskeisari. Myndin er teikning úr tímaritinu Haukur frá 1911 og sýnir Jón Halifax ræða við Rússlandskeisara.

Samkvæmt þessu á alltaf að rita starfsheiti með litlum staf þótt þau hljómi eins og heiti þeirrar stofnunar sem viðkomandi stýrir, til dæmis sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hóf störf í fyrra (embættismaður), en velja má milli lítils og stórs stafs þegar augljóslega er vísað til stofnunarinnar en ekki starfsmannsins sem veitir henni forstöðu, til dæmis staða þinglýsinga hjá sýslumanninum/Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu (stofnun/embætti).

Heimildir:
  • Íslensk málnefnd. 2016. Ritreglur. (Sótt 2.10.2017).
  • Stafsetningarorðabókin (ritstj. Dóra Hafsteinsdóttir). 2006. Reykjavík: Íslensk málnefnd / JPV.

Mynd:

...