Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að titla sig greifa eða barón á löglegan hátt á Íslandi?

Árni Helgason

Starfsheiti kunna að vera lögvernduð þannig að aðeins þeir sem uppfylla ákveðnar kröfur, til dæmis um menntun eða ákveðin leyfi, megi starfa undir þessu heiti. Þar að baki eru að jafnaði sjónarmið um öryggi og fagmennsku, til dæmis á þetta við um lækna og heilbrigðisstarfsmenn, lögmenn, sálfræðinga, kennara og ýmsar fleiri stéttir þar sem eðlilegt þykir að setja skorður við því hverjir geti sinnt störfunum. Það er þá lögbrot að starfa undir slíkum titli ef viðkomandi hefur ekki tilskilin réttindi.

Ýmis dæmi eru um þetta í lögum, til dæmis í 1. og 2. gr. laga um sálfræðinga þar sem segir að aðeins þeir sem hafi hlotið leyfi landlæknis megi kalla sig sálfræðinga en slíkt leyfi er aðeins veitt þeim sem hafa lokið kandídatsprófi í sálfræði eða öðru hliðstæðu prófi. Sambærileg skilyrði eru í læknalögum, það er tilskilið er leyfi landlæknis og próf frá læknadeild Háskóla Íslands auk viðbótarnáms. Í lögum um lögmenn eru sett ýmis skilyrði um hverjir megi kalla sig lögmenn en þau eru að vera lögráða og svo á sig kominn andlega að hann sé fær um að gegna störfum lögmanns, hafa aldrei orðið að sæta því að bú hans sé tekið til gjaldþrotaskipta, hafa óflekkað mannorð, svo sem áskilið er til kjörgengis við kosningar til Alþingis, hafa lokið fullnaðarnámi í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi við lagadeild háskóla sem viðurkenndur er hér á landi samkvæmt lögum um háskóla og standa próf sem Lögmannafélag Íslands leggur fyrir.

Þetta á aftur á móti ekki við um allar starfstéttir eða titla. Ef starfsheiti eru ekki lögvernduð er ekki óheimilt að starfa undir því, þótt það kunni að fara gegn góðum viðskiptaháttum og gætu lög um óréttmæta viðskiptahætti komið til skoðunar en þar segir til dæmis. í 3. mgr. 6. gr. að fyrirtæki verði að geta fært sönnur á þær fullyrðingar sem þau setja fram.

Lítið hefur reynt á það hér á landi hvaða heimildir menn hafi til að skreyta sig með titlum og öðrum nafnbótum. Ekki verður séð að það gangi beinlínis gegn ákvæðum laga eða reglna að taka sér nafnbótina greifi eða barón og nota þessa titla í bréfum eða símaskrá. Það gæti þó orðið þrautin þyngri að sýna fram að menn séu verðugir titlanna. Barónstitillinn er upphaflega kominn frá Bretlandi þar sem konungur veitti þeim sem höfðu svarið sér trúnaðareið barónstitil og nafnbótin varð síðan hluti af aðalstitlum. Uppruni greifatitilsins er hins vegar sá að upphaflega kölluðust háttsettir embættismenn konungs á miðöldum greifar en titillinn varð síðan hluti af aðalstitlum.

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Er hægt að fá sér nafnbót eða titil á Íslandi? Er til dæmis hægt á löglegan hátt að titla sig sem greifa eða barón?

Mynd:
  • Myndin er málverk eftir Parmigianino og sýnir Gian Galeazzo Sanvitale, greifa af Fontanellato. Hún er fengin af Lib-Art.com. Sótt 16.12.2009.

Höfundur

Árni Helgason

lögfræðingur og fyrrverandi laganemi við HÍ

Útgáfudagur

16.12.2009

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Árni Helgason. „Er hægt að titla sig greifa eða barón á löglegan hátt á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 16. desember 2009, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54305.

Árni Helgason. (2009, 16. desember). Er hægt að titla sig greifa eða barón á löglegan hátt á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54305

Árni Helgason. „Er hægt að titla sig greifa eða barón á löglegan hátt á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 16. des. 2009. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54305>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að titla sig greifa eða barón á löglegan hátt á Íslandi?
Starfsheiti kunna að vera lögvernduð þannig að aðeins þeir sem uppfylla ákveðnar kröfur, til dæmis um menntun eða ákveðin leyfi, megi starfa undir þessu heiti. Þar að baki eru að jafnaði sjónarmið um öryggi og fagmennsku, til dæmis á þetta við um lækna og heilbrigðisstarfsmenn, lögmenn, sálfræðinga, kennara og ýmsar fleiri stéttir þar sem eðlilegt þykir að setja skorður við því hverjir geti sinnt störfunum. Það er þá lögbrot að starfa undir slíkum titli ef viðkomandi hefur ekki tilskilin réttindi.

Ýmis dæmi eru um þetta í lögum, til dæmis í 1. og 2. gr. laga um sálfræðinga þar sem segir að aðeins þeir sem hafi hlotið leyfi landlæknis megi kalla sig sálfræðinga en slíkt leyfi er aðeins veitt þeim sem hafa lokið kandídatsprófi í sálfræði eða öðru hliðstæðu prófi. Sambærileg skilyrði eru í læknalögum, það er tilskilið er leyfi landlæknis og próf frá læknadeild Háskóla Íslands auk viðbótarnáms. Í lögum um lögmenn eru sett ýmis skilyrði um hverjir megi kalla sig lögmenn en þau eru að vera lögráða og svo á sig kominn andlega að hann sé fær um að gegna störfum lögmanns, hafa aldrei orðið að sæta því að bú hans sé tekið til gjaldþrotaskipta, hafa óflekkað mannorð, svo sem áskilið er til kjörgengis við kosningar til Alþingis, hafa lokið fullnaðarnámi í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi við lagadeild háskóla sem viðurkenndur er hér á landi samkvæmt lögum um háskóla og standa próf sem Lögmannafélag Íslands leggur fyrir.

Þetta á aftur á móti ekki við um allar starfstéttir eða titla. Ef starfsheiti eru ekki lögvernduð er ekki óheimilt að starfa undir því, þótt það kunni að fara gegn góðum viðskiptaháttum og gætu lög um óréttmæta viðskiptahætti komið til skoðunar en þar segir til dæmis. í 3. mgr. 6. gr. að fyrirtæki verði að geta fært sönnur á þær fullyrðingar sem þau setja fram.

Lítið hefur reynt á það hér á landi hvaða heimildir menn hafi til að skreyta sig með titlum og öðrum nafnbótum. Ekki verður séð að það gangi beinlínis gegn ákvæðum laga eða reglna að taka sér nafnbótina greifi eða barón og nota þessa titla í bréfum eða símaskrá. Það gæti þó orðið þrautin þyngri að sýna fram að menn séu verðugir titlanna. Barónstitillinn er upphaflega kominn frá Bretlandi þar sem konungur veitti þeim sem höfðu svarið sér trúnaðareið barónstitil og nafnbótin varð síðan hluti af aðalstitlum. Uppruni greifatitilsins er hins vegar sá að upphaflega kölluðust háttsettir embættismenn konungs á miðöldum greifar en titillinn varð síðan hluti af aðalstitlum.

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Er hægt að fá sér nafnbót eða titil á Íslandi? Er til dæmis hægt á löglegan hátt að titla sig sem greifa eða barón?

Mynd:
  • Myndin er málverk eftir Parmigianino og sýnir Gian Galeazzo Sanvitale, greifa af Fontanellato. Hún er fengin af Lib-Art.com. Sótt 16.12.2009.
...