Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju þarf stafsetningarreglur, af hverju má ekki bara skrifa eftir framburði?

Guðrún Kvaran

Stafsetningarreglur eru til margs nytsamlegar. Þetta vissi sá maður sem skrifaði ,,fyrstu málfræðiritgerðina“ á 12. öld. Honum þótti mikilvægt að gera Íslendingum nýtt stafróf þar sem fleiri hljóð og önnur voru í íslenska hljóðkerfinu en hinu latneska. Þannig gerði hann Íslendingum kleift að setja tungumál sitt á blað þannig að stafir væru til fyrir þau hljóð sem umfram voru latneska stafrófið.

Þegar prentöld hófst á Íslandi var þegar komin á hefð í ritun handrita og var því tekið mið af henni þegar ákveða þurfti stafsetningu fyrstu prentaðra bóka. Þegar kom fram á 18. öld fóru menn að ræða stafsetningu að nýju. Þekktastur þeirra var Eggert Ólafsson skáld og varalögmaður sem samdi rit um stafsetningu upp úr 1760. Það var aldrei gefið út en var til í uppskriftum og hafði talsverð áhrif, meðal annars á stafsetningu rita Lærdómslistafélagsins.

Rasmus Kristján Rask var danskur málfræðingur sem fór fyrir umræðu um stafsetningu.

Á 19. öld hefst aftur umræða um stafsetningu og fór þar fremstur danski málfræðingurinn Rasmus Kristján Rask en aðrir þekktir menn eins og Sveinbjörn Egilsson, kennari í Lærða skólanum, og Konráð Gíslason málfræðingur tóku þátt í þeirri umræðu og lögðu til nýjar stafsetningarreglur. Jón Aðalsteinn Jónsson gerði mjög góða grein fyrir sögu íslenskrar stafsetningar í ritinu Íslensk tunga árið 1959.

Umræða um stafsetningu hefur haldið áfram með hléum og eru gildandi reglur frá 1974 með breytingum gerðum 1977. Sameiginlegt er allri umræðu um stafsetningu að verið er að setja fram reglur sem gera mönnum kleift að koma frá sér góðum texta sem er öðrum skýr og skiljanlegur. Ef hver maður skrifaði eins og honum sýndist kæmu upp afar mörg vafaatriði sem gætu valdið misskilningi hjá þeim sem les. Ef hver maður skrifaði eftir framburði sínum yrðu vafaatriðin svo mörg að til vandræða gæti orðið. Framburður manna er misjafn milli landshluta og einnig milli kynslóða og því er best að setja skýrar og auðskiljanlegar reglur um rithátt þannig að allir geti notið þess sem þeir lesa.

Meira lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

6.1.2009

Spyrjandi

Gunnhildur Þórðardóttir, f. 1992

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju þarf stafsetningarreglur, af hverju má ekki bara skrifa eftir framburði?“ Vísindavefurinn, 6. janúar 2009. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=10486.

Guðrún Kvaran. (2009, 6. janúar). Af hverju þarf stafsetningarreglur, af hverju má ekki bara skrifa eftir framburði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=10486

Guðrún Kvaran. „Af hverju þarf stafsetningarreglur, af hverju má ekki bara skrifa eftir framburði?“ Vísindavefurinn. 6. jan. 2009. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=10486>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju þarf stafsetningarreglur, af hverju má ekki bara skrifa eftir framburði?
Stafsetningarreglur eru til margs nytsamlegar. Þetta vissi sá maður sem skrifaði ,,fyrstu málfræðiritgerðina“ á 12. öld. Honum þótti mikilvægt að gera Íslendingum nýtt stafróf þar sem fleiri hljóð og önnur voru í íslenska hljóðkerfinu en hinu latneska. Þannig gerði hann Íslendingum kleift að setja tungumál sitt á blað þannig að stafir væru til fyrir þau hljóð sem umfram voru latneska stafrófið.

Þegar prentöld hófst á Íslandi var þegar komin á hefð í ritun handrita og var því tekið mið af henni þegar ákveða þurfti stafsetningu fyrstu prentaðra bóka. Þegar kom fram á 18. öld fóru menn að ræða stafsetningu að nýju. Þekktastur þeirra var Eggert Ólafsson skáld og varalögmaður sem samdi rit um stafsetningu upp úr 1760. Það var aldrei gefið út en var til í uppskriftum og hafði talsverð áhrif, meðal annars á stafsetningu rita Lærdómslistafélagsins.

Rasmus Kristján Rask var danskur málfræðingur sem fór fyrir umræðu um stafsetningu.

Á 19. öld hefst aftur umræða um stafsetningu og fór þar fremstur danski málfræðingurinn Rasmus Kristján Rask en aðrir þekktir menn eins og Sveinbjörn Egilsson, kennari í Lærða skólanum, og Konráð Gíslason málfræðingur tóku þátt í þeirri umræðu og lögðu til nýjar stafsetningarreglur. Jón Aðalsteinn Jónsson gerði mjög góða grein fyrir sögu íslenskrar stafsetningar í ritinu Íslensk tunga árið 1959.

Umræða um stafsetningu hefur haldið áfram með hléum og eru gildandi reglur frá 1974 með breytingum gerðum 1977. Sameiginlegt er allri umræðu um stafsetningu að verið er að setja fram reglur sem gera mönnum kleift að koma frá sér góðum texta sem er öðrum skýr og skiljanlegur. Ef hver maður skrifaði eins og honum sýndist kæmu upp afar mörg vafaatriði sem gætu valdið misskilningi hjá þeim sem les. Ef hver maður skrifaði eftir framburði sínum yrðu vafaatriðin svo mörg að til vandræða gæti orðið. Framburður manna er misjafn milli landshluta og einnig milli kynslóða og því er best að setja skýrar og auðskiljanlegar reglur um rithátt þannig að allir geti notið þess sem þeir lesa.

Meira lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...