Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Er þörf á staðlaðri stafsetningu í íslensku ritmáli?

Jóhannes B. Sigtryggsson

Með hugtakinu staðlaðri stafsetningu er átt við sameiginlegar og yfirleitt opinberar reglur um hana.

Fyrstu opinberu stafsetningarreglurnar hér á landi eru ekki eldri en frá 1918 (sjá Jón Aðalstein Jónsson 1959:110–111) og saga opinberra reglna um stafsetningu nær því aðeins aftur um liðlega eina öld. Aðrar opinberar auglýsingar um stafsetningu eru frá 1929, 1973–1977 og því næst núverandi ritreglur Íslenskrar málnefndar (2016 og 2018). Þær eru ekki lög heldur auglýsingar sem eru ein tegund almennra stjórnvaldsfyrirmæla. Samkvæmt 6. gr. laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls (nr. 61/2011) á Íslensk málnefnd að semja íslenskar ritreglur og ráðherra að gefa þær út (sjá hér og hér). Ekki er skylt að fylgja þeim nema í skólum og í útgefnu efni á vegum hins opinbera.

Elstu tillögur um stafsetningu eru hins vegar miklu eldri hér á landi eða frá miðri tólftu öld (Fyrsta málfræðiritgerðin). Lengi þar á eftir var lítið skrifað skipulega um stafsetningu en heildstæðar stafsetningarreglur komu fyrst fram á síðari hluta 18. aldar, til að mynda í Réttritabók Eggerts Ólafssonar (1726–1768). Á 19. öld sömdu ýmsir stafsetningarreglur, til að mynda Rasmus Christian Rask á fyrri hluta aldarinnar og Halldór Kr. Friðriksson (skólastafsetningin) á seinni hluta hennar (Jón Aðalsteinn Jónsson 1959:86–87). Líflegar umræður voru um stafsetningu á 19. öld og var deilt um hversu mikið mið ætti að taka af framburði og hversu mikið uppruna. Sumir, til að mynda Fjölnismenn, vildu að hún byggðist á nútímaframburði (sjá Gunnlaug Ingólfsson 2017) en aðrir vildu frekar miða við uppruna og stofn. Varð það viðmið ofan á og er enn grundvöllur okkar stafsetningar (upprunasjónarmiðið). Lesa má um breytingar á stafsetningu á fyrri öldum hjá Stefáni Karlssyni (1989) og um breytingar á henni á síðustu öldum hjá Jóni Aðalsteini Jónssyni (1959).

Grundvöllur okkar stafsetningar er svonefnt upprunasjónarmið. Það dregur úr mun á fornu ritmáli og nýju og styður við samhengi í sögu íslenskrar tungu. Ef stafsetning fjarlægist of mikið framburð er þó hætta á að það myndist rof á milli ritaðs máls og talaðs.

Öllum er í raun frjálst að nota þá stafsetningu sem þeir vilja þegar þeir skrifa í eigin nafni. Það hefur hins vegar ýmsa kosti að fylgja ritreglunum og þar með opinberri og staðlaðri stafsetningu. Stofnanir, forlög og blöð o.s.frv. setja sér einnig oft ítarlegri reglur um frágang texta og ákveðin atriði í stafsetningu sem ekki er kveðið skýrt á um í ritreglum.
 1. Megintilgangur staðlaðra stafsetningarreglna er að auðvelda miðlun ritaðs máls á milli fólks. Meiri líkur eru á því að það takist ef fólk kemur sér saman um þær. Staðlaðar stafsetningarreglur eru sameiginlegar reglur, svipað og umferðarreglur þótt þær séu ekki eins strangar.
 2. Það auðveldar samræmingu og stöðlun texta að hafa eitthvað að miða við og frelsar þann sem skrifar frá því að eyða of miklum tíma í frágang og vangaveltur um stafsetningu.
 3. Stöðluð stafsetning er á vissan hátt einnig hlutlaus samnefnari í samfélaginu. Þótt íslenska sé að mörgu leyti einsleit og samstæð þá þjónar samræmd stafsetning einnig þar þessu sameiningarhlutverki (sjá Ara Pál Kristinsson 2017:64).
 4. Stöðluð stafsetning styður einnig við íslenskan ritmálsstaðal sem hún er hluti af. Upprunasjónarmiðið í íslenskri stafsetningu dregur úr mun á fornu ritmáli og nýju og styður við samhengi í sögu íslenskrar tungu (sjá Ara Pál Kristinsson 2017:65–68). Ef stafsetning fjarlægist of mikið framburð er þó hætta á að það myndist rof á milli ritaðs máls og talaðs.
 5. Stöðluð eða samræmd stafsetning auðveldar einnig máltækni og rafræna leit og eykur líkur á að það finnist sem leitað er að.
 6. Með því að fylgja staðlaðri eða opinberri stafsetningu eru minni líkur á að ásýnd texta trufli aðra og merking komist ekki til skila. Hætta er á að sá sem notar stafsetningu sem er mjög frábrugðin hefðbundinni stafsetningu dragi athygli lesenda meir að útliti en efni.

Heimildir

Mynd:
 • © Kristinn Ingvarsson.

Höfundur

Jóhannes B. Sigtryggsson

rannsóknarlektor á málræktarsviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

4.1.2022

Spyrjandi

Auður Einarsdóttir

Tilvísun

Jóhannes B. Sigtryggsson. „Er þörf á staðlaðri stafsetningu í íslensku ritmáli?“ Vísindavefurinn, 4. janúar 2022. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=78163.

Jóhannes B. Sigtryggsson. (2022, 4. janúar). Er þörf á staðlaðri stafsetningu í íslensku ritmáli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78163

Jóhannes B. Sigtryggsson. „Er þörf á staðlaðri stafsetningu í íslensku ritmáli?“ Vísindavefurinn. 4. jan. 2022. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78163>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er þörf á staðlaðri stafsetningu í íslensku ritmáli?
Með hugtakinu staðlaðri stafsetningu er átt við sameiginlegar og yfirleitt opinberar reglur um hana.

Fyrstu opinberu stafsetningarreglurnar hér á landi eru ekki eldri en frá 1918 (sjá Jón Aðalstein Jónsson 1959:110–111) og saga opinberra reglna um stafsetningu nær því aðeins aftur um liðlega eina öld. Aðrar opinberar auglýsingar um stafsetningu eru frá 1929, 1973–1977 og því næst núverandi ritreglur Íslenskrar málnefndar (2016 og 2018). Þær eru ekki lög heldur auglýsingar sem eru ein tegund almennra stjórnvaldsfyrirmæla. Samkvæmt 6. gr. laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls (nr. 61/2011) á Íslensk málnefnd að semja íslenskar ritreglur og ráðherra að gefa þær út (sjá hér og hér). Ekki er skylt að fylgja þeim nema í skólum og í útgefnu efni á vegum hins opinbera.

Elstu tillögur um stafsetningu eru hins vegar miklu eldri hér á landi eða frá miðri tólftu öld (Fyrsta málfræðiritgerðin). Lengi þar á eftir var lítið skrifað skipulega um stafsetningu en heildstæðar stafsetningarreglur komu fyrst fram á síðari hluta 18. aldar, til að mynda í Réttritabók Eggerts Ólafssonar (1726–1768). Á 19. öld sömdu ýmsir stafsetningarreglur, til að mynda Rasmus Christian Rask á fyrri hluta aldarinnar og Halldór Kr. Friðriksson (skólastafsetningin) á seinni hluta hennar (Jón Aðalsteinn Jónsson 1959:86–87). Líflegar umræður voru um stafsetningu á 19. öld og var deilt um hversu mikið mið ætti að taka af framburði og hversu mikið uppruna. Sumir, til að mynda Fjölnismenn, vildu að hún byggðist á nútímaframburði (sjá Gunnlaug Ingólfsson 2017) en aðrir vildu frekar miða við uppruna og stofn. Varð það viðmið ofan á og er enn grundvöllur okkar stafsetningar (upprunasjónarmiðið). Lesa má um breytingar á stafsetningu á fyrri öldum hjá Stefáni Karlssyni (1989) og um breytingar á henni á síðustu öldum hjá Jóni Aðalsteini Jónssyni (1959).

Grundvöllur okkar stafsetningar er svonefnt upprunasjónarmið. Það dregur úr mun á fornu ritmáli og nýju og styður við samhengi í sögu íslenskrar tungu. Ef stafsetning fjarlægist of mikið framburð er þó hætta á að það myndist rof á milli ritaðs máls og talaðs.

Öllum er í raun frjálst að nota þá stafsetningu sem þeir vilja þegar þeir skrifa í eigin nafni. Það hefur hins vegar ýmsa kosti að fylgja ritreglunum og þar með opinberri og staðlaðri stafsetningu. Stofnanir, forlög og blöð o.s.frv. setja sér einnig oft ítarlegri reglur um frágang texta og ákveðin atriði í stafsetningu sem ekki er kveðið skýrt á um í ritreglum.
 1. Megintilgangur staðlaðra stafsetningarreglna er að auðvelda miðlun ritaðs máls á milli fólks. Meiri líkur eru á því að það takist ef fólk kemur sér saman um þær. Staðlaðar stafsetningarreglur eru sameiginlegar reglur, svipað og umferðarreglur þótt þær séu ekki eins strangar.
 2. Það auðveldar samræmingu og stöðlun texta að hafa eitthvað að miða við og frelsar þann sem skrifar frá því að eyða of miklum tíma í frágang og vangaveltur um stafsetningu.
 3. Stöðluð stafsetning er á vissan hátt einnig hlutlaus samnefnari í samfélaginu. Þótt íslenska sé að mörgu leyti einsleit og samstæð þá þjónar samræmd stafsetning einnig þar þessu sameiningarhlutverki (sjá Ara Pál Kristinsson 2017:64).
 4. Stöðluð stafsetning styður einnig við íslenskan ritmálsstaðal sem hún er hluti af. Upprunasjónarmiðið í íslenskri stafsetningu dregur úr mun á fornu ritmáli og nýju og styður við samhengi í sögu íslenskrar tungu (sjá Ara Pál Kristinsson 2017:65–68). Ef stafsetning fjarlægist of mikið framburð er þó hætta á að það myndist rof á milli ritaðs máls og talaðs.
 5. Stöðluð eða samræmd stafsetning auðveldar einnig máltækni og rafræna leit og eykur líkur á að það finnist sem leitað er að.
 6. Með því að fylgja staðlaðri eða opinberri stafsetningu eru minni líkur á að ásýnd texta trufli aðra og merking komist ekki til skila. Hætta er á að sá sem notar stafsetningu sem er mjög frábrugðin hefðbundinni stafsetningu dragi athygli lesenda meir að útliti en efni.

Heimildir

Mynd:
 • © Kristinn Ingvarsson.
...