Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Eru til opinberar reglur um hvernig eigi að fallbeygja nafnorð?

Ari Páll Kristinsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Eru til opinberar reglur um hvernig eigi að fallbeygja nafnorð, svipað og til dæmis um réttritun? Er til dæmis til einhver opinber regla um það hvernig orðið kýr fallbeygist og hvernig það skuli vera í nefnifalli (ekki kú)?

Til að svara spurningunni verður fyrst að gera stuttlega grein fyrir því hvað átt er við með hugtakinu „regla um beygingu“.

Hugtakið „málfræðiregla“ hefur í raun tvær merkingar eftir því hvort um er að ræða lýsandi málfræði (hlutlausa lýsingu á því hvernig fólk beitir málinu) eða vísandi málfræði (forskriftarmálfræði þar sem mælt er með einu fremur en öðru). Tökum tvö dæmi:

1. Í lýsingu á íslensku nútímamáli felst meðal annars að gera grein fyrir þeirri staðreynd að frumlag sagnarinnar langa í íslensku er ýmist í þolfalli (mig langar) eða þágufalli (mér langar). Í vísandi málfræði um íslenskt nútímamál er aftur á móti leiðbeint um að það sé talið vandað mál að hafa frumlagið í þolfalli (mig langar) en óvandað mál að hafa frumlagið í þágufalli (mér langar). Sú lýsandi málfræðiregla, sem segir að frumlag sagnarinnar langa í íslensku geti verið bæði í þolfalli og í þágufalli, er þannig annars eðlis en hin vísandi regla: „í vönduðu íslensku máli er frumlag sagnarinnar langa haft í þolfalli“.

Í Stafsetningarorðabókinni sést bæði sú ritregla að kýr er haft með ý en ekki í og sú beygingarregla að þolfalls- og þágufallsmyndin sé en kýr í nefnifalli og eignarfalli eintölu.

2. Lýsandi málfræði um íslenskt nútímamál getur haft að geyma þá reglu eða lýsingu að orðið vegfarandi hafi breytilega beygingu; stundum sé það í aukaföllum í eintölu vegfaranda og stundum vegfarenda: Lögreglan stöðvaði ölvaðan vegfaranda eða Lögreglan stöðvaði ölvaðan vegfarenda. Í vísandi málfræði væri hins vegar reglunni um beygingu orðsins vegfarandi lýst þannig að í öllum aukaföllum væri -and- í eintölu og að ekki væri mælt með því að nota nein önnur tilbrigði. Vísandi reglan felur í sér að það sé óvandað mál að segja að lögreglan hafi þurft að hafa afskipti „af ölvuðum vegfarenda“ en að vandað mál sé hins vegar „af ölvuðum vegfaranda“.

Ef við gefum okkur að í spurningunni um „opinberar reglur“ um beygingu sé átt við hinar vísandi reglur, samanber aðgreininguna sem rædd var hér á undan, má vissulega segja að þær séu til, til dæmis í kennslubókum í íslensku handa grunnskólanemum og handa þeim sem læra íslensku sem annað mál, einnig í vísandi orðabókum á borð við Stafsetningarorðabókina og í öðrum leiðbeiningum um vandaða málnotkun. Í Stafsetningarorðabókinni sést til dæmis bæði sú ritregla að kýr er haft með ý en ekki í og sú beygingarregla að þolfalls- og þágufallsmyndin sé en kýr í nefnifalli og eignarfalli eintölu.

Mynd:

Höfundur

Ari Páll Kristinsson

rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

7.3.2017

Spyrjandi

Sigurður Gísli Gíslason

Tilvísun

Ari Páll Kristinsson. „Eru til opinberar reglur um hvernig eigi að fallbeygja nafnorð?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2017. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=73381.

Ari Páll Kristinsson. (2017, 7. mars). Eru til opinberar reglur um hvernig eigi að fallbeygja nafnorð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=73381

Ari Páll Kristinsson. „Eru til opinberar reglur um hvernig eigi að fallbeygja nafnorð?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2017. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=73381>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru til opinberar reglur um hvernig eigi að fallbeygja nafnorð?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:

Eru til opinberar reglur um hvernig eigi að fallbeygja nafnorð, svipað og til dæmis um réttritun? Er til dæmis til einhver opinber regla um það hvernig orðið kýr fallbeygist og hvernig það skuli vera í nefnifalli (ekki kú)?

Til að svara spurningunni verður fyrst að gera stuttlega grein fyrir því hvað átt er við með hugtakinu „regla um beygingu“.

Hugtakið „málfræðiregla“ hefur í raun tvær merkingar eftir því hvort um er að ræða lýsandi málfræði (hlutlausa lýsingu á því hvernig fólk beitir málinu) eða vísandi málfræði (forskriftarmálfræði þar sem mælt er með einu fremur en öðru). Tökum tvö dæmi:

1. Í lýsingu á íslensku nútímamáli felst meðal annars að gera grein fyrir þeirri staðreynd að frumlag sagnarinnar langa í íslensku er ýmist í þolfalli (mig langar) eða þágufalli (mér langar). Í vísandi málfræði um íslenskt nútímamál er aftur á móti leiðbeint um að það sé talið vandað mál að hafa frumlagið í þolfalli (mig langar) en óvandað mál að hafa frumlagið í þágufalli (mér langar). Sú lýsandi málfræðiregla, sem segir að frumlag sagnarinnar langa í íslensku geti verið bæði í þolfalli og í þágufalli, er þannig annars eðlis en hin vísandi regla: „í vönduðu íslensku máli er frumlag sagnarinnar langa haft í þolfalli“.

Í Stafsetningarorðabókinni sést bæði sú ritregla að kýr er haft með ý en ekki í og sú beygingarregla að þolfalls- og þágufallsmyndin sé en kýr í nefnifalli og eignarfalli eintölu.

2. Lýsandi málfræði um íslenskt nútímamál getur haft að geyma þá reglu eða lýsingu að orðið vegfarandi hafi breytilega beygingu; stundum sé það í aukaföllum í eintölu vegfaranda og stundum vegfarenda: Lögreglan stöðvaði ölvaðan vegfaranda eða Lögreglan stöðvaði ölvaðan vegfarenda. Í vísandi málfræði væri hins vegar reglunni um beygingu orðsins vegfarandi lýst þannig að í öllum aukaföllum væri -and- í eintölu og að ekki væri mælt með því að nota nein önnur tilbrigði. Vísandi reglan felur í sér að það sé óvandað mál að segja að lögreglan hafi þurft að hafa afskipti „af ölvuðum vegfarenda“ en að vandað mál sé hins vegar „af ölvuðum vegfaranda“.

Ef við gefum okkur að í spurningunni um „opinberar reglur“ um beygingu sé átt við hinar vísandi reglur, samanber aðgreininguna sem rædd var hér á undan, má vissulega segja að þær séu til, til dæmis í kennslubókum í íslensku handa grunnskólanemum og handa þeim sem læra íslensku sem annað mál, einnig í vísandi orðabókum á borð við Stafsetningarorðabókina og í öðrum leiðbeiningum um vandaða málnotkun. Í Stafsetningarorðabókinni sést til dæmis bæði sú ritregla að kýr er haft með ý en ekki í og sú beygingarregla að þolfalls- og þágufallsmyndin sé en kýr í nefnifalli og eignarfalli eintölu.

Mynd:

...