Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig myndast föll í tungumálum?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Hvernig myndast föll í tungumálum? Er einhver sem býr þau hreinlega til og aðrir herma eftir, eða gerist þetta einhvern veginn öðruvísi?

Spurningin er áhugaverð en afar erfitt er að svara henni. Tungumálaættir eru margar og ólíkar og tungumál misjafnlega upp byggð. Öldum saman hafa menn rætt um uppruna tungumála án þess að hafa komist að einhverri ásættanlegri niðurstöðu. Það sem gerir mönnum erfitt fyrir er skortur á heimildum. Mennirnir hófu samskipti sín á milli löngu, löngu áður en nokkuð var meitlað í stein, rist á trjábörk eða skrifað á pappír. Ólíkar aðstæður hafa kallað á ólíka þróun tungumála. Ef við lítum til dæmis á kínversku og mál henni skyld þá hafa flest orð aðeins eitt form sem er óbreytanlegt. Ekkert er til sem heitir kyn, tala, fall. Svipað er að segja um japönsku. Þar hafa nafnorð ekkert sem gefur til kynna hvort um eintölu eða fleirtölu er að ræða, engar fallendingar og ekkert málfræðilegt kyn.

Nafnorð í japönsku hafa ekkert sem gefur til kynna hvort um eintölu eða fleirtölu er að ræða, engar fallendingar og ekkert málfræðilegt kyn.

Ef við lítum nú til indóevrópsku málaættarinnar, en til hennar teljast ellefu málaflokkar, þá er talið að tungumál af þeirri ætt hafi breiðst út um alla Evrópu og suðurhluta Asíu um fjögur þúsund árum fyrir Krist sennilega frá Kákasus. Með aðferðum samanburðarmálfræðinnar hafa menn reynt að finna hvað öllum málaflokkunum er sameiginlegt, og margar hugmyndir hafa komið fram um hvað sé upprunalegt og hvað síðar til komið. Þau tungumál sem talin eru elst af indóevrópsku málaættinni eru sanskrít á Indlandi, forngríska og hettitíska.

Hettitíska var töluð í Litlu-Asíu en leið undir lok um 1200 f.Kr. Hún hefur færri föll en sanskrít og aðeins tvö kyn, samkyn og hvorugkyn

Hvað föll varðar þá eru þau mismörg í þessum málum. Í klassískri grísku voru föllin fimm, í latínu sex, í fornkirkjuslavnesku (móður slavneskra mála) sjö og í sanskrít (fornindversku) átta. Fræðimenn deila um hversu mörg föllin voru í indóevrópska frummálinu. Hettitíska, sem talin er eitt elsta þessara mála og töluð var í Litlu-Asíu en leið undir lok um 1200 f.Kr., hefur færri föll en sanskrít og aðeins tvö kyn, samkyn og hvorugkyn, en sanskrít þrjú, karlkyn, kvenkyn og hvorugkyn. Deilan snýst um hvort hettitíska sé upprunalegri eða hvort hún hefur tapað niður því sem þegar var og einfaldast. Tími mun líða áður en menn verða á eitt sáttir en með aðferðum samanburðarmálfræðinnar hafa náðst áfangar, til dæmis um uppruna fallakerfisins.

Myndir:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

11.11.2015

Spyrjandi

Bjarki

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig myndast föll í tungumálum?“ Vísindavefurinn, 11. nóvember 2015, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70288.

Guðrún Kvaran. (2015, 11. nóvember). Hvernig myndast föll í tungumálum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70288

Guðrún Kvaran. „Hvernig myndast föll í tungumálum?“ Vísindavefurinn. 11. nóv. 2015. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70288>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig myndast föll í tungumálum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hvernig myndast föll í tungumálum? Er einhver sem býr þau hreinlega til og aðrir herma eftir, eða gerist þetta einhvern veginn öðruvísi?

Spurningin er áhugaverð en afar erfitt er að svara henni. Tungumálaættir eru margar og ólíkar og tungumál misjafnlega upp byggð. Öldum saman hafa menn rætt um uppruna tungumála án þess að hafa komist að einhverri ásættanlegri niðurstöðu. Það sem gerir mönnum erfitt fyrir er skortur á heimildum. Mennirnir hófu samskipti sín á milli löngu, löngu áður en nokkuð var meitlað í stein, rist á trjábörk eða skrifað á pappír. Ólíkar aðstæður hafa kallað á ólíka þróun tungumála. Ef við lítum til dæmis á kínversku og mál henni skyld þá hafa flest orð aðeins eitt form sem er óbreytanlegt. Ekkert er til sem heitir kyn, tala, fall. Svipað er að segja um japönsku. Þar hafa nafnorð ekkert sem gefur til kynna hvort um eintölu eða fleirtölu er að ræða, engar fallendingar og ekkert málfræðilegt kyn.

Nafnorð í japönsku hafa ekkert sem gefur til kynna hvort um eintölu eða fleirtölu er að ræða, engar fallendingar og ekkert málfræðilegt kyn.

Ef við lítum nú til indóevrópsku málaættarinnar, en til hennar teljast ellefu málaflokkar, þá er talið að tungumál af þeirri ætt hafi breiðst út um alla Evrópu og suðurhluta Asíu um fjögur þúsund árum fyrir Krist sennilega frá Kákasus. Með aðferðum samanburðarmálfræðinnar hafa menn reynt að finna hvað öllum málaflokkunum er sameiginlegt, og margar hugmyndir hafa komið fram um hvað sé upprunalegt og hvað síðar til komið. Þau tungumál sem talin eru elst af indóevrópsku málaættinni eru sanskrít á Indlandi, forngríska og hettitíska.

Hettitíska var töluð í Litlu-Asíu en leið undir lok um 1200 f.Kr. Hún hefur færri föll en sanskrít og aðeins tvö kyn, samkyn og hvorugkyn

Hvað föll varðar þá eru þau mismörg í þessum málum. Í klassískri grísku voru föllin fimm, í latínu sex, í fornkirkjuslavnesku (móður slavneskra mála) sjö og í sanskrít (fornindversku) átta. Fræðimenn deila um hversu mörg föllin voru í indóevrópska frummálinu. Hettitíska, sem talin er eitt elsta þessara mála og töluð var í Litlu-Asíu en leið undir lok um 1200 f.Kr., hefur færri föll en sanskrít og aðeins tvö kyn, samkyn og hvorugkyn, en sanskrít þrjú, karlkyn, kvenkyn og hvorugkyn. Deilan snýst um hvort hettitíska sé upprunalegri eða hvort hún hefur tapað niður því sem þegar var og einfaldast. Tími mun líða áður en menn verða á eitt sáttir en með aðferðum samanburðarmálfræðinnar hafa náðst áfangar, til dæmis um uppruna fallakerfisins.

Myndir:

...