Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:33 • Sest 01:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju þurfum við að kunna að greina öll orð í orðflokka?

Guðrún Kvaran

Hér er jafnframt svarað spurningu Aldísar Ernu Pálsdóttur Af hverju þurfum við að læra kennimyndir sagna fyrst við eigum aldrei eftir að nota það í framtíðinni nema sem kennarar?

Börn læra málið án þess að vita nokkuð um hvað fallorð eru og hvað smáorð. Þau vita ekkert um mun á nafnorði og lýsingarorði, þótt þau læri snemma að nota slík orð rétt, og þau vita ekki af hverju þau nota orðin í ákveðinni röð og hver munurinn á einstökum orðum er. Menn geta alla ævi talað málið og komið vel fyrir sig orði án þess að geta greint í orðflokka.

En meginástæða þess að kenna fólki að greina í orðflokka er að með því móti öðlast það betri skilning á málinu og byggingu þess. Við höfum þá svör við því af hverju við tölum og skrifum eins og við gerum. Ef menn vita hvað sögn er, nafnorð, lýsingarorð, fornafn og svo framvegis eiga þeir auðveldara með að mynda setningar rétt og um leið að taka málið réttum tökum. Með því að þekkja forsetningar og hvaða falli þær stýra er minni hætta á að nota röng föll í setningum. Með því að læra um fornöfn vitum við hvenær við getum notað persónufornafn, hvenær ábendingarfornafn og hvenær afturbeygt fornafn svo dæmi séu nefnd. Gagnið, sem við höfum af þessu, er aukin þekking. Við skiljum og vitum hvernig málið er notað.

Þessi þekking gagnast okkur einnig við að læra erlend tungumál, sérstaklega mál sem ekki eru náskyld íslensku. Við erum þá fljótari að átta okkur á hvernig þau eru byggð og hvað greinir þau frá íslensku.

Því er enn við að bæta að þeir sem kunna skil á hugtökum málfræðinnar nota þau oft í umræðum sín á milli um tungumál, málfar, orðalag og fleira. Hugtökin hjálpa okkur að tjá öðrum skilning okkar á þessum atriðum og skiptast á skoðunum um þau.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

5.7.2001

Spyrjandi

Bergey Sigurðardóttir, f. 1985

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju þurfum við að kunna að greina öll orð í orðflokka? “ Vísindavefurinn, 5. júlí 2001. Sótt 16. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1770.

Guðrún Kvaran. (2001, 5. júlí). Af hverju þurfum við að kunna að greina öll orð í orðflokka? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1770

Guðrún Kvaran. „Af hverju þurfum við að kunna að greina öll orð í orðflokka? “ Vísindavefurinn. 5. júl. 2001. Vefsíða. 16. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1770>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju þurfum við að kunna að greina öll orð í orðflokka?

Hér er jafnframt svarað spurningu Aldísar Ernu Pálsdóttur Af hverju þurfum við að læra kennimyndir sagna fyrst við eigum aldrei eftir að nota það í framtíðinni nema sem kennarar?

Börn læra málið án þess að vita nokkuð um hvað fallorð eru og hvað smáorð. Þau vita ekkert um mun á nafnorði og lýsingarorði, þótt þau læri snemma að nota slík orð rétt, og þau vita ekki af hverju þau nota orðin í ákveðinni röð og hver munurinn á einstökum orðum er. Menn geta alla ævi talað málið og komið vel fyrir sig orði án þess að geta greint í orðflokka.

En meginástæða þess að kenna fólki að greina í orðflokka er að með því móti öðlast það betri skilning á málinu og byggingu þess. Við höfum þá svör við því af hverju við tölum og skrifum eins og við gerum. Ef menn vita hvað sögn er, nafnorð, lýsingarorð, fornafn og svo framvegis eiga þeir auðveldara með að mynda setningar rétt og um leið að taka málið réttum tökum. Með því að þekkja forsetningar og hvaða falli þær stýra er minni hætta á að nota röng föll í setningum. Með því að læra um fornöfn vitum við hvenær við getum notað persónufornafn, hvenær ábendingarfornafn og hvenær afturbeygt fornafn svo dæmi séu nefnd. Gagnið, sem við höfum af þessu, er aukin þekking. Við skiljum og vitum hvernig málið er notað.

Þessi þekking gagnast okkur einnig við að læra erlend tungumál, sérstaklega mál sem ekki eru náskyld íslensku. Við erum þá fljótari að átta okkur á hvernig þau eru byggð og hvað greinir þau frá íslensku.

Því er enn við að bæta að þeir sem kunna skil á hugtökum málfræðinnar nota þau oft í umræðum sín á milli um tungumál, málfar, orðalag og fleira. Hugtökin hjálpa okkur að tjá öðrum skilning okkar á þessum atriðum og skiptast á skoðunum um þau.

...