Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er rétt málfræði?

Guðrún Kvaran

Svarið við þessari spurningu er ekki einfalt þar sem fræðimenn og aðrir eru ekki alltaf sammála um hvað sé rétt málfræði tungumáls. Það á oftast við um einstök atriði, svo sem beygingu einstakra orða, ef um beygingarmál er að ræða, en um meginatriðin eru menn yfirleitt sammála.

Þegar tungumál er rannsakað og málfræði þess krufin er oftast byrjað á að athuga hvort til séu rituð gögn um málið. Ef ekki, þá þarf að komast í samband við þá sem tala málið og reyna á þann hátt að mynda sér skoðun á því hvernig málið er upp byggt og lýsa því eins vel og unnt er. Tungumál heimsins eru mjög ólíkrar gerðar og hvert þeirra hefur sínar málfræðireglur. Íslenska er til dæmis beygingarmál en grænlenska fjöltengimál þar sem við ákveðinn kjarna bætast alls kyns viðhengi sem hvert um sig hefur ákveðið hlutverk.

Sum mál eru skyldari en önnur og hafa ýmsar reglur sameiginlegar. Indóevrópsk mál eru til dæmis öll skyld, sum fjarskyld, önnur náskyld, en þau byggja öll á sameiginlegum grunni. Utanaðkomandi áhrif hafa haft talsverð áhrif á orðaforða og málfræði einstakra mála, svo sem náin tengsl við aðrar þjóðir vegna þjóðflutninga fyrr á öldum eða hernám á síðari öldum. Þannig hafa indóevrópsk mál fjarlægst en mismikið.

Útbreiðsla Indóevrópskra tungumála nú til dags, þar sem skyld tungumál eru í sama lit. Rauði liturinn táknar germönsk mál.

Í sögulegum rannsóknum tungumáls er reynt að komast eins langt aftur í tímann og hægt er til að lýsa málinu. Er um beygingarmál að ræða? Hvernig var þá beygingin á elsta stigi og hvernig hefur hún þróast fram á þennan dag? Hvernig má best lýsa hljóðfræði þessa tungumáls? Hvaða breytingum hafa samhljóð og sérhljóð tekið í tímans rás? Hvernig var setningaskipan í elsta máli og hvaða breytingum hefur hún tekið?

Þegar komið er að samtíma er þekking á tungumáli hvers lands oftast góð. Ef málið er skoðað með íslensku í huga þá eru til góðar sögulegar lýsingar sem styðjast við málið á handritunum, og samtímaleg lýsing, sem byggir á því hvernig málið er nú og nær allir eru sammála um. Menn hafa góða þekkingu á hljóðvarpi, hljóðskiptum, klofningu og öðrum hljóðfræðilegum atriðum. Allir eru sammála um að fallorðin beygjast í átta föllum eintölu og fleirtölu (og kyni), sagnorðin tíðbeygjast, lýsingarorð og atviksorð stigbreytast. Sumir málfræðingar leggja megináherslu á það sem er sögulega réttast, aðrir telja að málið hafi alltaf verið í þróun og eigi að þróast. Þá geta komið upp ágreiningsatriði þar sem hver heldur sínu fram. Oftast snerta þau beygingu einstakra orða en ekki kerfið í heild. ,,Rétt“ málfræði er sú sem flestir eru sammála um. Sú málfræði er lögð til grundvallar í íslenskukennslu í skólum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

31.5.2010

Síðast uppfært

6.7.2018

Spyrjandi

Lea Jerman, f. 1995

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er rétt málfræði?“ Vísindavefurinn, 31. maí 2010, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54288.

Guðrún Kvaran. (2010, 31. maí). Hvað er rétt málfræði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54288

Guðrún Kvaran. „Hvað er rétt málfræði?“ Vísindavefurinn. 31. maí. 2010. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54288>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er rétt málfræði?
Svarið við þessari spurningu er ekki einfalt þar sem fræðimenn og aðrir eru ekki alltaf sammála um hvað sé rétt málfræði tungumáls. Það á oftast við um einstök atriði, svo sem beygingu einstakra orða, ef um beygingarmál er að ræða, en um meginatriðin eru menn yfirleitt sammála.

Þegar tungumál er rannsakað og málfræði þess krufin er oftast byrjað á að athuga hvort til séu rituð gögn um málið. Ef ekki, þá þarf að komast í samband við þá sem tala málið og reyna á þann hátt að mynda sér skoðun á því hvernig málið er upp byggt og lýsa því eins vel og unnt er. Tungumál heimsins eru mjög ólíkrar gerðar og hvert þeirra hefur sínar málfræðireglur. Íslenska er til dæmis beygingarmál en grænlenska fjöltengimál þar sem við ákveðinn kjarna bætast alls kyns viðhengi sem hvert um sig hefur ákveðið hlutverk.

Sum mál eru skyldari en önnur og hafa ýmsar reglur sameiginlegar. Indóevrópsk mál eru til dæmis öll skyld, sum fjarskyld, önnur náskyld, en þau byggja öll á sameiginlegum grunni. Utanaðkomandi áhrif hafa haft talsverð áhrif á orðaforða og málfræði einstakra mála, svo sem náin tengsl við aðrar þjóðir vegna þjóðflutninga fyrr á öldum eða hernám á síðari öldum. Þannig hafa indóevrópsk mál fjarlægst en mismikið.

Útbreiðsla Indóevrópskra tungumála nú til dags, þar sem skyld tungumál eru í sama lit. Rauði liturinn táknar germönsk mál.

Í sögulegum rannsóknum tungumáls er reynt að komast eins langt aftur í tímann og hægt er til að lýsa málinu. Er um beygingarmál að ræða? Hvernig var þá beygingin á elsta stigi og hvernig hefur hún þróast fram á þennan dag? Hvernig má best lýsa hljóðfræði þessa tungumáls? Hvaða breytingum hafa samhljóð og sérhljóð tekið í tímans rás? Hvernig var setningaskipan í elsta máli og hvaða breytingum hefur hún tekið?

Þegar komið er að samtíma er þekking á tungumáli hvers lands oftast góð. Ef málið er skoðað með íslensku í huga þá eru til góðar sögulegar lýsingar sem styðjast við málið á handritunum, og samtímaleg lýsing, sem byggir á því hvernig málið er nú og nær allir eru sammála um. Menn hafa góða þekkingu á hljóðvarpi, hljóðskiptum, klofningu og öðrum hljóðfræðilegum atriðum. Allir eru sammála um að fallorðin beygjast í átta föllum eintölu og fleirtölu (og kyni), sagnorðin tíðbeygjast, lýsingarorð og atviksorð stigbreytast. Sumir málfræðingar leggja megináherslu á það sem er sögulega réttast, aðrir telja að málið hafi alltaf verið í þróun og eigi að þróast. Þá geta komið upp ágreiningsatriði þar sem hver heldur sínu fram. Oftast snerta þau beygingu einstakra orða en ekki kerfið í heild. ,,Rétt“ málfræði er sú sem flestir eru sammála um. Sú málfræði er lögð til grundvallar í íslenskukennslu í skólum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...