Sólin Sólin Rís 09:50 • sest 16:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:20 • Sest 15:53 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:43 • Síðdegis: 13:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:49 • Síðdegis: 19:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:50 • sest 16:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:20 • Sest 15:53 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:43 • Síðdegis: 13:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:49 • Síðdegis: 19:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna var farið að nota ritháttinn „söngur“ í stað „saungur“?

Guðrún Kvaran

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvers vegna var farið að nota ritháttinn „söngur“ í stað „saungur“ eins og sést oft í blöðum frá byrjun 20. aldar? Sama á við „öngull“ sbr. „Aungulsstaðir“ eða „Aungulsstaðahreppur“ sem nú er ritað „Öngulsstaðir“.

Segja má að ritháttur sá sem við eigum að venjast hafi fest með bók Halldórs Kr. Friðrikssonar, kennara í Lærða skólanum í um hálfa öld (1848–1895). Hann gaf út nokkrar bækur er varða íslenskt mál, þeirra á meðal Íslenzkar rjettritunarreglur 1859, og hafði mikil áhrif á sínum tíma. Hann skrifaði í bókina eftirfarandi kafla um þann þátt réttritunar sem spurt er um, það er um -ng- (bls. 138):

Í öllum ósamsettum orðum skal rita granna stafi á undan nk og ng, það er: a (eigi á), ö (eigi au), e (eigi ei), i (eigi í), u (eigi ú), y (eigi ý), og er óþarfi, að telja hjer upp sannanir fyrir því, að fornmenn hafi svo að kveðið; það er nógsamlega og ljóslega gjört í Frump. 8–11; enda eru og enn leifar þessa framburðar fyrir vestan land.

Með Frump. á hann við rit Konráðs Gíslasonar Um Frum-parta íslenzkrar túngu í fornöld sem gefin var út í Kaupmannahöfn 1846. Halldór heldur áfram:

Þó skal þess getið, að hljóðbreyting hinna fláu stafanna, sú sem nú er höfð, á undan nk og ng er gagnstæð öllum þeim reglum er hljóðvörp fara eptir í íslenzku í öðrum orðmyndum, og því gagnstæð eðli málsins; og úr því þar að auki leifar hinna grönnu hljóðanna enn eru til, og þau hljóðin miklu fegri, virðist ekki áhorfsmál, að rita ank, önk, enk, ink, unk, yng, en eigi ánk, aunk, eink, ínk, únk, ýnk; ang, öng, eng, ing, ung, yng, en eigi áng, aung, eing, íng, úng, ýng […]. (Með fláu stöfunum á Halldór við breið sérhljóð.)

Halldór hafði mikil áhrif á sínum tíma. Sagt er að hann hafi á sínum kennaraferli kennt öllum menntamönnum landsins nema einum og sú stafsetning sem hann boðaði í bók sinni varð viðtekin.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

13.11.2025

Spyrjandi

Sunnefa

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna var farið að nota ritháttinn „söngur“ í stað „saungur“?“ Vísindavefurinn, 13. nóvember 2025, sótt 13. nóvember 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=82948.

Guðrún Kvaran. (2025, 13. nóvember). Hvers vegna var farið að nota ritháttinn „söngur“ í stað „saungur“? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82948

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna var farið að nota ritháttinn „söngur“ í stað „saungur“?“ Vísindavefurinn. 13. nóv. 2025. Vefsíða. 13. nóv. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82948>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna var farið að nota ritháttinn „söngur“ í stað „saungur“?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvers vegna var farið að nota ritháttinn „söngur“ í stað „saungur“ eins og sést oft í blöðum frá byrjun 20. aldar? Sama á við „öngull“ sbr. „Aungulsstaðir“ eða „Aungulsstaðahreppur“ sem nú er ritað „Öngulsstaðir“.

Segja má að ritháttur sá sem við eigum að venjast hafi fest með bók Halldórs Kr. Friðrikssonar, kennara í Lærða skólanum í um hálfa öld (1848–1895). Hann gaf út nokkrar bækur er varða íslenskt mál, þeirra á meðal Íslenzkar rjettritunarreglur 1859, og hafði mikil áhrif á sínum tíma. Hann skrifaði í bókina eftirfarandi kafla um þann þátt réttritunar sem spurt er um, það er um -ng- (bls. 138):

Í öllum ósamsettum orðum skal rita granna stafi á undan nk og ng, það er: a (eigi á), ö (eigi au), e (eigi ei), i (eigi í), u (eigi ú), y (eigi ý), og er óþarfi, að telja hjer upp sannanir fyrir því, að fornmenn hafi svo að kveðið; það er nógsamlega og ljóslega gjört í Frump. 8–11; enda eru og enn leifar þessa framburðar fyrir vestan land.

Með Frump. á hann við rit Konráðs Gíslasonar Um Frum-parta íslenzkrar túngu í fornöld sem gefin var út í Kaupmannahöfn 1846. Halldór heldur áfram:

Þó skal þess getið, að hljóðbreyting hinna fláu stafanna, sú sem nú er höfð, á undan nk og ng er gagnstæð öllum þeim reglum er hljóðvörp fara eptir í íslenzku í öðrum orðmyndum, og því gagnstæð eðli málsins; og úr því þar að auki leifar hinna grönnu hljóðanna enn eru til, og þau hljóðin miklu fegri, virðist ekki áhorfsmál, að rita ank, önk, enk, ink, unk, yng, en eigi ánk, aunk, eink, ínk, únk, ýnk; ang, öng, eng, ing, ung, yng, en eigi áng, aung, eing, íng, úng, ýng […]. (Með fláu stöfunum á Halldór við breið sérhljóð.)

Halldór hafði mikil áhrif á sínum tíma. Sagt er að hann hafi á sínum kennaraferli kennt öllum menntamönnum landsins nema einum og sú stafsetning sem hann boðaði í bók sinni varð viðtekin.

Heimildir og mynd:...