Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru mörg tungl í sólkerfinu okkar?

Sævar Helgi Bragason

Í sólkerfinu okkar ganga að minnsta kosti 129 tungl umhverfis sjö af hinum níu reikistjörnum. Merkúr og Venus hafa engin tungl á meðan jörðin hefur eitt, Mars tvö Júpíter 61, Satúrnus 31, Úranus 22, Neptúnus 11 og Plútó eitt. Það væri óneitanlega stórbrotin sjón að fá að líta upp í himininn á einhverri hinna tunglmörgu reikistjarna.

Tunglið okkar er fimmta stærsta tungl sólkerfisins á eftir Ganýmedesi, Títan, Kallistó og Íó. Bæði Ganýmedes og Títan eru stærri en reikistjarnan Merkúríus og eru einnig aðeins minni en Mars. Bæði fyrrnefndu tunglin, Íó, tunglið okkar, Evrópa og Tríton eru svo stærri en minnsta reikistjarnan Plútó.

Flest tunglanna eru þó alls ekki svona stór. Sem dæmi má nefna tungl Mars, Fóbos og Deimos, en þau eru bæði mjög lítil og útlit þeirra minnir ef til vill á kartöflu. Deimos er til að mynda eitt smæsta tungl sólkerfisins, aðeins 12,6 km að þvermáli, sem er svipað og fjarlægðin frá Hafnarfirði til Viðeyjar. Önnur tungl í sólkerfinu eru jafnvel enn minni, eins og til dæmis nokkur af nýjustu tunglum Júpíters, sem eru ekki nema 3 km að þvermáli.

Mörg tunglanna í sólkerfinu eru nefnd eftir persónum úr grískri og rómverskri goðafræði. Tunglið Prómeþeifur, sem gengur umhverfis Satúrnus, er til að mynda nefnt eftir þeirri persónu grísku goðafræðinnar sem stal eldi handa mannkyninu og Seifur (Júpíter) refsaði á harkalegan hátt fyrir það.

Ekki heita þó öll tunglin eftir goðafræðilegum persónum. Tungl Úranusar hafa þá sérstöðu að heita eftir persónum úr leikritum Williams Shakespeares (1564-1616) eða skáldverkum Alexanders Pope (1688-1744). Til að mynda er tunglið Júlía, sem gengur umhverfis Úranus, auðvitað nefnt eftir hinni einu sönnu Júlíu úr leikritinu Rómeó og Júlía, og tunglið Úmbríel er nefnt eftir persónu úr einu ljóða Alexanders Pope.

Sum tungl hafa ekki enn fengið opinbert heiti og bera þess í stað númeraheiti til bráðabirgða. Alþjóðasamband Stjarnfræðinga (IAU) sker síðan úr um opinbert heiti hvers fyrirbæris.

Á vef Almanaks Háskóla Íslands er að finna töflu yfir öll tungl sólkerfisins. Á Vísindavefnum hefur einnig verið talsvert ritað um tunglin, reikistjörnurnar sem og sólkerfið sjálft. Finna má mörg svör um þessi efni með því að slá viðkomandi orð inn í leitarvélina okkar.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

25.6.2002

Spyrjandi

Þórgunnur Þórsdóttir

Efnisorð

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvað eru mörg tungl í sólkerfinu okkar?“ Vísindavefurinn, 25. júní 2002, sótt 15. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2524.

Sævar Helgi Bragason. (2002, 25. júní). Hvað eru mörg tungl í sólkerfinu okkar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2524

Sævar Helgi Bragason. „Hvað eru mörg tungl í sólkerfinu okkar?“ Vísindavefurinn. 25. jún. 2002. Vefsíða. 15. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2524>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru mörg tungl í sólkerfinu okkar?
Í sólkerfinu okkar ganga að minnsta kosti 129 tungl umhverfis sjö af hinum níu reikistjörnum. Merkúr og Venus hafa engin tungl á meðan jörðin hefur eitt, Mars tvö Júpíter 61, Satúrnus 31, Úranus 22, Neptúnus 11 og Plútó eitt. Það væri óneitanlega stórbrotin sjón að fá að líta upp í himininn á einhverri hinna tunglmörgu reikistjarna.

Tunglið okkar er fimmta stærsta tungl sólkerfisins á eftir Ganýmedesi, Títan, Kallistó og Íó. Bæði Ganýmedes og Títan eru stærri en reikistjarnan Merkúríus og eru einnig aðeins minni en Mars. Bæði fyrrnefndu tunglin, Íó, tunglið okkar, Evrópa og Tríton eru svo stærri en minnsta reikistjarnan Plútó.

Flest tunglanna eru þó alls ekki svona stór. Sem dæmi má nefna tungl Mars, Fóbos og Deimos, en þau eru bæði mjög lítil og útlit þeirra minnir ef til vill á kartöflu. Deimos er til að mynda eitt smæsta tungl sólkerfisins, aðeins 12,6 km að þvermáli, sem er svipað og fjarlægðin frá Hafnarfirði til Viðeyjar. Önnur tungl í sólkerfinu eru jafnvel enn minni, eins og til dæmis nokkur af nýjustu tunglum Júpíters, sem eru ekki nema 3 km að þvermáli.

Mörg tunglanna í sólkerfinu eru nefnd eftir persónum úr grískri og rómverskri goðafræði. Tunglið Prómeþeifur, sem gengur umhverfis Satúrnus, er til að mynda nefnt eftir þeirri persónu grísku goðafræðinnar sem stal eldi handa mannkyninu og Seifur (Júpíter) refsaði á harkalegan hátt fyrir það.

Ekki heita þó öll tunglin eftir goðafræðilegum persónum. Tungl Úranusar hafa þá sérstöðu að heita eftir persónum úr leikritum Williams Shakespeares (1564-1616) eða skáldverkum Alexanders Pope (1688-1744). Til að mynda er tunglið Júlía, sem gengur umhverfis Úranus, auðvitað nefnt eftir hinni einu sönnu Júlíu úr leikritinu Rómeó og Júlía, og tunglið Úmbríel er nefnt eftir persónu úr einu ljóða Alexanders Pope.

Sum tungl hafa ekki enn fengið opinbert heiti og bera þess í stað númeraheiti til bráðabirgða. Alþjóðasamband Stjarnfræðinga (IAU) sker síðan úr um opinbert heiti hvers fyrirbæris.

Á vef Almanaks Háskóla Íslands er að finna töflu yfir öll tungl sólkerfisins. Á Vísindavefnum hefur einnig verið talsvert ritað um tunglin, reikistjörnurnar sem og sólkerfið sjálft. Finna má mörg svör um þessi efni með því að slá viðkomandi orð inn í leitarvélina okkar....