Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvað ganga mörg tungl í kringum reikistjörnuna Satúrnus og hvað heita þau?

Sævar Helgi Bragason

Umhverfis Satúrnus ganga að minnsta kosti 146 þekkt fylgitungl. Erfitt er að komast að nákvæmri tölu því strangt til tekið eru allir stórir íshnettir í kringum reikistjörnuna fylgitungl, en erfitt getur reynst að skilja á milli stórra hringagna og lítilla fylgitungla. Af þessum tunglum eru aðeins sjö nógu stór og massamikil til að ná kúlulögun fyrir tilstuðlan eigin þyngdarkrafts: Mímas, Enkeladus, Teþýs, Díóna, Japetus, Rhea og Títan. Langflest eru minni en 50 km í þvermál.

Upphaflega voru tungl Satúrnusar nefnd eftir Títönunum, systkinum Krónosar í grískri goðafræði, en Krónos er grísk hliðstæða Satúrnusar. Síðar var farið að nota nöfn úr goðafræði annarra menningarheima, svo sem úr norrænni goðafræði. Tungl sem hafa fundist um og eftir 2005 hafa hins vegar ekki fengið heiti heldur eru auðkennd með ártali og númeri. Auðkenni og eftir atvikum heiti allra þekktra tungla Satúrnusar má finna á þessari slóð: Saturn Moons.

Vitneskjan um tungl Satúrnusar hefur komið í nokkrum stökkum. Forfeður okkar þekktu vel til Satúrnusar enda er hann áberandi á næturhimninum. Árið 1610 varð Galíleó Galílei (1564-1642) fyrstur manna til að berja Satúrnus augum í gegnum stjörnusjónauka. Árið 1655 hóf Hollendingurinn Christiaan Huygens (1629-1695) að rannsaka Satúrnus með betri sjónauka en forverar hans. Huygens uppgötvaði fljótt að Satúrnus hafði að minnsta kosti eitt fylgitungl sem síðar var nefnt Títan. Tæpum tveimur áratugum seinna fann ítalski stjörnufræðingurinn Giovanni Domenico Cassini (1625-1712) fjögur tungl til viðbótar við tunglið sem Huygens hafði fundið, þau Japetus, Rheu, Teþýs og Díónu.

Stærstu tungl Satúrnusar í réttum skala. Myndirnar eru frá Cassini geimfari NASA. Mynd: NASA / JPL-Caltech / Myndaröð: Emily Lakdawalla / Myndvinnsla Ted Stryk, Gordan Ugarkovic, Emily Lakdawalla, og Jason Perry. Ísl. útgáfa: Sævar Helgi Bragason.

Fátt markvert gerðist í rannsóknum á Satúrnusi í meira en öld eða þar til William Herschel (1738-1822) fann tunglin Mímas og Enkeladus árið 1789. Árið 1848 fundu aðrir breskir stjörnufræðingar svo tunglið Hýperíon. Árið 1899 uppgötvaði William Henry Pickering (1858-1938) tunglið Föbe. Í ljós kom að tunglið gengur öfugan hring í kringum Satúrnus sem gefur vísbendingar um að það hafi ekki myndast við reikistjörnuna upphaflega.

Aftur bættist lítið við þekkingu á tunglum Satúrnusar um langa hríð en með heimsóknum fjögurra geimfara síðustu áratugi, Pioneer 11, Voyager 1 og 2 og Cassini-Huygens hefur þekkingin aukist gífurlega.

Pioneer 11 var fyrsta geimfarið sem heimsótti Satúrnus í september árið 1979. Geimfarið flaug í innan við 20.000 km fjarlægð frá reikistjörnunni og ljósmyndaði hana, hringana og tunglin. Myndavélar geimfarsins voru nokkuð frumstæðar og upplausnin ekki nægilega góð til þess að unnt væri að greina smáatriði á yfirborðum tunglanna.

Í nóvember árið 1980 heimsótti Voyager 1 Satúrnus. Geimfarið sendi fyrstu almennilegu ljósmyndirnar af reikistjörnunni og í fyrsta sinn sáust smáatriði á yfirborðum tunglanna.

Næstum ári síðar eða í ágúst 1981 hélt Voyager 2 áfram rannsóknum á Satúrnusi. Fleiri smáatriði komu í ljós á tunglunum en geimfarið gat aftur á móti ekki flogið fram hjá Títan því förinni var heitið til Úranusar og Neptúnusar eftir heimsóknina til Satúrnusar. Bæði Voyager-geimförin fundu nokkur ný fylgitungl á braut um reikistjörnuna innan hringakerfisins, svokölluð smalatungl og undir lok 20. aldar voru þekkt tungl Satúrnusar alls 18 talsins.

Samsett mynd af viðfangsefnunum sem Voyager 1 ljósmyndaði í heimsókn sinni í nóvember árið 1981. Tunglið Díóna er í forgrunni, Satúrnus fyrir aftan, Teþýs og Mímas undir hringunum til hægri, Enkeladus og Rhea til vinstri og Títan efst í hægra horninu. Mynd: NASA/JPL.

Áhugi stjörnufræðinga á Satúrnusi og fylgitunglum hans dvínaði sannarlega ekki eftir heimsóknir Voyagerflauganna. Fljótlega eftir heimsóknir Voyagers var hafist handa við að skipuleggja stóran leiðangur til að rannsaka Satúrnus ítarlega. Leiðangurinn varð að veruleika árið 1997 þegar Cassini-Huygens geimfarinu var skotið á loft. Í júní 2004, eftir sjö ára ferðalag um geiminn, komst geimfarið loks á braut um Satúrnus eftir að hafa flogið fram hjá tunglinu Föbe.

Cassini-Huygens tók mörg þúsund stórfenglegar myndir af reikistjörnunni þau ár sem gervitunglið sveimaði í kringum Satúrnus. Á Cassini var öflugt ratstjártæki sem gerði vísindamönnum kleift að svipta hulunni af Títan. Ratstjármyndir geimfarsins af tunglinu sýndu stór stöðuvötn úr fljótandi metani, fjallgarða og hugsanlega virk íseldfjöll.

Meginleiðangri Cassini lauk í júní 2008 eftir fjögur ár umhverfis Satúrnus. Geimfarið var þá við hestaheilsu og ákvað NASA því að framlengja leiðangurinn. Í apríl 2017 hófust leiðangurslok Cassini og var seinasta flugið fram hjá Títan þann 22. apríl 2017.

Á fyrsta áratug 20. aldarinnar voru alls greind tæplega 100 ný tungl umhverfis Satúrnus. Síðasta verulega viðbótin við þekkt tungl Satúrnusar var í maí 2023 þegar stjörnufræðingar tilkynntu um uppgötvun á 62 áður óþekktum tunglum umhverfis Satúrnus. Tunglin fundust á myndum sem teknar voru með Canada-France-Hawaii-sjónaukanum milli 2019 og 2021. Öll eru þau afar smá, aðeins örfáir kílómetrar að stærð og langt í burtu frá Satúrnusi.

Smæðin, fjöldinn og sporbrautirnar benda til þess að sum þeirra hafi orðið til eftir árekstur tveggja hnatta á braut um Satúrnus fyrir um það bil 100 milljónum ára. Önnur gætu verið smástirni sem festust á sporbraut um Satúrnus. Áætlað er að enn eigi um það bil þrjátíu álíka stór tungl eftir að koma í leitirnar til viðbótar. Enn minni fylgihnettir, innan við 1 km að stærð og enn ófundnir, skipta sennilega hundruðum ef ekki þúsundum.

Myndir:
  • Sævar Helgi Bragason (2023). Satúrnus. Stjörnufræðivefurinn (Sótt 20.12.2023).


Þetta svar er hluti af umfjöllun um Satúrnus á Stjörnufærðivefnum. Það hefur hefur verið lítillega aðlagað Vísindavefnum. Niðurlag textans er úr frétt á Stjörnufræðivefnum um að 62 áður óþekkt tungl finnast um Satúrnus. Svarið er birt með góðfúslegu leyfi höfundar.

Svar við sambærilegri spurningu var fyrst birt á Vísindavefnum 19.10.2000 en vegna nýrrar þekkingar er nú birt nýtt svar.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

10.1.2024

Spyrjandi

Arnmundur Björnsson, Páll Hersteinsson

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvað ganga mörg tungl í kringum reikistjörnuna Satúrnus og hvað heita þau?“ Vísindavefurinn, 10. janúar 2024. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1011.

Sævar Helgi Bragason. (2024, 10. janúar). Hvað ganga mörg tungl í kringum reikistjörnuna Satúrnus og hvað heita þau? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1011

Sævar Helgi Bragason. „Hvað ganga mörg tungl í kringum reikistjörnuna Satúrnus og hvað heita þau?“ Vísindavefurinn. 10. jan. 2024. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1011>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað ganga mörg tungl í kringum reikistjörnuna Satúrnus og hvað heita þau?
Umhverfis Satúrnus ganga að minnsta kosti 146 þekkt fylgitungl. Erfitt er að komast að nákvæmri tölu því strangt til tekið eru allir stórir íshnettir í kringum reikistjörnuna fylgitungl, en erfitt getur reynst að skilja á milli stórra hringagna og lítilla fylgitungla. Af þessum tunglum eru aðeins sjö nógu stór og massamikil til að ná kúlulögun fyrir tilstuðlan eigin þyngdarkrafts: Mímas, Enkeladus, Teþýs, Díóna, Japetus, Rhea og Títan. Langflest eru minni en 50 km í þvermál.

Upphaflega voru tungl Satúrnusar nefnd eftir Títönunum, systkinum Krónosar í grískri goðafræði, en Krónos er grísk hliðstæða Satúrnusar. Síðar var farið að nota nöfn úr goðafræði annarra menningarheima, svo sem úr norrænni goðafræði. Tungl sem hafa fundist um og eftir 2005 hafa hins vegar ekki fengið heiti heldur eru auðkennd með ártali og númeri. Auðkenni og eftir atvikum heiti allra þekktra tungla Satúrnusar má finna á þessari slóð: Saturn Moons.

Vitneskjan um tungl Satúrnusar hefur komið í nokkrum stökkum. Forfeður okkar þekktu vel til Satúrnusar enda er hann áberandi á næturhimninum. Árið 1610 varð Galíleó Galílei (1564-1642) fyrstur manna til að berja Satúrnus augum í gegnum stjörnusjónauka. Árið 1655 hóf Hollendingurinn Christiaan Huygens (1629-1695) að rannsaka Satúrnus með betri sjónauka en forverar hans. Huygens uppgötvaði fljótt að Satúrnus hafði að minnsta kosti eitt fylgitungl sem síðar var nefnt Títan. Tæpum tveimur áratugum seinna fann ítalski stjörnufræðingurinn Giovanni Domenico Cassini (1625-1712) fjögur tungl til viðbótar við tunglið sem Huygens hafði fundið, þau Japetus, Rheu, Teþýs og Díónu.

Stærstu tungl Satúrnusar í réttum skala. Myndirnar eru frá Cassini geimfari NASA. Mynd: NASA / JPL-Caltech / Myndaröð: Emily Lakdawalla / Myndvinnsla Ted Stryk, Gordan Ugarkovic, Emily Lakdawalla, og Jason Perry. Ísl. útgáfa: Sævar Helgi Bragason.

Fátt markvert gerðist í rannsóknum á Satúrnusi í meira en öld eða þar til William Herschel (1738-1822) fann tunglin Mímas og Enkeladus árið 1789. Árið 1848 fundu aðrir breskir stjörnufræðingar svo tunglið Hýperíon. Árið 1899 uppgötvaði William Henry Pickering (1858-1938) tunglið Föbe. Í ljós kom að tunglið gengur öfugan hring í kringum Satúrnus sem gefur vísbendingar um að það hafi ekki myndast við reikistjörnuna upphaflega.

Aftur bættist lítið við þekkingu á tunglum Satúrnusar um langa hríð en með heimsóknum fjögurra geimfara síðustu áratugi, Pioneer 11, Voyager 1 og 2 og Cassini-Huygens hefur þekkingin aukist gífurlega.

Pioneer 11 var fyrsta geimfarið sem heimsótti Satúrnus í september árið 1979. Geimfarið flaug í innan við 20.000 km fjarlægð frá reikistjörnunni og ljósmyndaði hana, hringana og tunglin. Myndavélar geimfarsins voru nokkuð frumstæðar og upplausnin ekki nægilega góð til þess að unnt væri að greina smáatriði á yfirborðum tunglanna.

Í nóvember árið 1980 heimsótti Voyager 1 Satúrnus. Geimfarið sendi fyrstu almennilegu ljósmyndirnar af reikistjörnunni og í fyrsta sinn sáust smáatriði á yfirborðum tunglanna.

Næstum ári síðar eða í ágúst 1981 hélt Voyager 2 áfram rannsóknum á Satúrnusi. Fleiri smáatriði komu í ljós á tunglunum en geimfarið gat aftur á móti ekki flogið fram hjá Títan því förinni var heitið til Úranusar og Neptúnusar eftir heimsóknina til Satúrnusar. Bæði Voyager-geimförin fundu nokkur ný fylgitungl á braut um reikistjörnuna innan hringakerfisins, svokölluð smalatungl og undir lok 20. aldar voru þekkt tungl Satúrnusar alls 18 talsins.

Samsett mynd af viðfangsefnunum sem Voyager 1 ljósmyndaði í heimsókn sinni í nóvember árið 1981. Tunglið Díóna er í forgrunni, Satúrnus fyrir aftan, Teþýs og Mímas undir hringunum til hægri, Enkeladus og Rhea til vinstri og Títan efst í hægra horninu. Mynd: NASA/JPL.

Áhugi stjörnufræðinga á Satúrnusi og fylgitunglum hans dvínaði sannarlega ekki eftir heimsóknir Voyagerflauganna. Fljótlega eftir heimsóknir Voyagers var hafist handa við að skipuleggja stóran leiðangur til að rannsaka Satúrnus ítarlega. Leiðangurinn varð að veruleika árið 1997 þegar Cassini-Huygens geimfarinu var skotið á loft. Í júní 2004, eftir sjö ára ferðalag um geiminn, komst geimfarið loks á braut um Satúrnus eftir að hafa flogið fram hjá tunglinu Föbe.

Cassini-Huygens tók mörg þúsund stórfenglegar myndir af reikistjörnunni þau ár sem gervitunglið sveimaði í kringum Satúrnus. Á Cassini var öflugt ratstjártæki sem gerði vísindamönnum kleift að svipta hulunni af Títan. Ratstjármyndir geimfarsins af tunglinu sýndu stór stöðuvötn úr fljótandi metani, fjallgarða og hugsanlega virk íseldfjöll.

Meginleiðangri Cassini lauk í júní 2008 eftir fjögur ár umhverfis Satúrnus. Geimfarið var þá við hestaheilsu og ákvað NASA því að framlengja leiðangurinn. Í apríl 2017 hófust leiðangurslok Cassini og var seinasta flugið fram hjá Títan þann 22. apríl 2017.

Á fyrsta áratug 20. aldarinnar voru alls greind tæplega 100 ný tungl umhverfis Satúrnus. Síðasta verulega viðbótin við þekkt tungl Satúrnusar var í maí 2023 þegar stjörnufræðingar tilkynntu um uppgötvun á 62 áður óþekktum tunglum umhverfis Satúrnus. Tunglin fundust á myndum sem teknar voru með Canada-France-Hawaii-sjónaukanum milli 2019 og 2021. Öll eru þau afar smá, aðeins örfáir kílómetrar að stærð og langt í burtu frá Satúrnusi.

Smæðin, fjöldinn og sporbrautirnar benda til þess að sum þeirra hafi orðið til eftir árekstur tveggja hnatta á braut um Satúrnus fyrir um það bil 100 milljónum ára. Önnur gætu verið smástirni sem festust á sporbraut um Satúrnus. Áætlað er að enn eigi um það bil þrjátíu álíka stór tungl eftir að koma í leitirnar til viðbótar. Enn minni fylgihnettir, innan við 1 km að stærð og enn ófundnir, skipta sennilega hundruðum ef ekki þúsundum.

Myndir:
  • Sævar Helgi Bragason (2023). Satúrnus. Stjörnufræðivefurinn (Sótt 20.12.2023).


Þetta svar er hluti af umfjöllun um Satúrnus á Stjörnufærðivefnum. Það hefur hefur verið lítillega aðlagað Vísindavefnum. Niðurlag textans er úr frétt á Stjörnufræðivefnum um að 62 áður óþekkt tungl finnast um Satúrnus. Svarið er birt með góðfúslegu leyfi höfundar.

Svar við sambærilegri spurningu var fyrst birt á Vísindavefnum 19.10.2000 en vegna nýrrar þekkingar er nú birt nýtt svar....