Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hefur einhver maður farið til Satúrnusar?

Birgir Þór Bjartmarsson og Einar Hrafn Árnason

Menn hafa skoðað Satúrnus ýtarlega gegnum sjónauka, auk þess sem fjögur geimför hafa skoðað reikistjörnuna. Pioneer 11 heimsótti Satúrnus árið 1979. Árið 1980 kom Voyager 1 að Satúrnusi og ári síðar var komið að Voyager 2. Geimfarið Cassini-Huygens komst á braut um Satúrnus árið 2004. Það er enn að og nú hefur verkefnið verið framlengt til ársins 2017.

Enginn maður hefur stigið fæti á Satúrnus en reikistjarnan hefur ekkert fast yfirborð.

Satúrnus er gasrisi líkt og hinar ytri reikistjörnur sólkerfisins, Júpíter, Úranus og Neptúnus. Að Satúrnus sé gasrisi þýðir að þar er ekkert fast yfirborð. Ekki eru uppi nein áform að senda mannað geimfar til Satúrnusar. Menn hafa lengst farið til tunglsins en hafa í hyggju að lenda á Mars í náinni framtíð.

Lofthjúpur Satúrnusar er aðallega úr vetni og helíni, ásamt metani. Hitastigið á Satúrnusi er um -125°C enda er hann mjög langt frá sólinni. Vindhraði á reikistjörnunni er gífurlegur en hann er að meðaltali um 120 metrar á sekúndu og við miðbaug reikistjörnunnar nær hann upp í 500 metra á sekúndu. Aðstæður á Satúrnus eru þannig ekki mjög heppilegar til mannaðra geimferða, auk þess sem ekki verður hægt að lenda á reikistjörnunni þar sem ekkert fast yfirborð er, eins og áður segir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2011.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

9.6.2011

Spyrjandi

Maren Ýr Tryggvadóttir, f. 1999

Tilvísun

Birgir Þór Bjartmarsson og Einar Hrafn Árnason. „Hefur einhver maður farið til Satúrnusar?“ Vísindavefurinn, 9. júní 2011, sótt 24. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56040.

Birgir Þór Bjartmarsson og Einar Hrafn Árnason. (2011, 9. júní). Hefur einhver maður farið til Satúrnusar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56040

Birgir Þór Bjartmarsson og Einar Hrafn Árnason. „Hefur einhver maður farið til Satúrnusar?“ Vísindavefurinn. 9. jún. 2011. Vefsíða. 24. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56040>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hefur einhver maður farið til Satúrnusar?
Menn hafa skoðað Satúrnus ýtarlega gegnum sjónauka, auk þess sem fjögur geimför hafa skoðað reikistjörnuna. Pioneer 11 heimsótti Satúrnus árið 1979. Árið 1980 kom Voyager 1 að Satúrnusi og ári síðar var komið að Voyager 2. Geimfarið Cassini-Huygens komst á braut um Satúrnus árið 2004. Það er enn að og nú hefur verkefnið verið framlengt til ársins 2017.

Enginn maður hefur stigið fæti á Satúrnus en reikistjarnan hefur ekkert fast yfirborð.

Satúrnus er gasrisi líkt og hinar ytri reikistjörnur sólkerfisins, Júpíter, Úranus og Neptúnus. Að Satúrnus sé gasrisi þýðir að þar er ekkert fast yfirborð. Ekki eru uppi nein áform að senda mannað geimfar til Satúrnusar. Menn hafa lengst farið til tunglsins en hafa í hyggju að lenda á Mars í náinni framtíð.

Lofthjúpur Satúrnusar er aðallega úr vetni og helíni, ásamt metani. Hitastigið á Satúrnusi er um -125°C enda er hann mjög langt frá sólinni. Vindhraði á reikistjörnunni er gífurlegur en hann er að meðaltali um 120 metrar á sekúndu og við miðbaug reikistjörnunnar nær hann upp í 500 metra á sekúndu. Aðstæður á Satúrnus eru þannig ekki mjög heppilegar til mannaðra geimferða, auk þess sem ekki verður hægt að lenda á reikistjörnunni þar sem ekkert fast yfirborð er, eins og áður segir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2011....