Sólin Sólin Rís 10:55 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:21 • Sest 14:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:08 • Síðdegis: 24:54 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:43 • Síðdegis: 18:36 í Reykjavík

Hvað heita öll tungl Satúrnusar?

Ögmundur Jónsson



Satúrnus hefur átján tungl sem vitað er um. Auk þeirra hafa greinst að minnsta kosti tólf önnur möguleg tungl en tilvist þeirra hefur ekki verið staðfest. Þessi átján þekktu tungl Satúrnusar heita: Pan, Atlas, Prómeþeifur, Pandóra, Epimeþeifur, Janus, Mímas, Enkeladeus, Teþis, Kalypsó, Telestó, Díóne, Helena, Rhea, Títan, Hýperíon, Japetus og Föbe.

Tunglum Satúrnusar er skipt í þrjá flokka eftir stærð:
  1. Títan er einn í fyrsta flokknum því að hann er langstærstur, reyndar á stærð við litla reikistjörnu, því að hann er stærri en bæði Plútó og Merkúríus en minni en Mars og Ganýmedes, sem er stærsta tungl Júpíters. Þvermál Títans er 5150 km. Hann er eitt af fáum tunglum í sólkerfinu sem hafa lofthjúp.

  2. Næst koma sex miðlungsstór tungl, 400-1500 km í þvermál, eða nokkru minni en tunglið okkar. Þau eru flokkuð í pör eftir þvermáli og eiginleikum: Rhea og Japetus (þvermál 1500 km), Teþis og Díóne (1000 km) og Mímas og Encleades (400-500 km). Mímas er reyndar þekktur fyrir gríðarlega stóran loftsteinsgíg og lítur hann því út eins og Helstirnið í gömlu Stjörnustríðs-myndunum, sjá myndina hér á eftir.



    Miðlungsstóru tunglin eiga nokkra mikilvæga eiginleika sameiginlega. Þau ferðast öll um Satúrnus við miðbaug auk þess sem þau snúa alltaf sömu hlið að honum, eins og reyndar öll tunglin nema Föbe. Þau eru að miklu leyti úr ís.

  3. Minnstu tunglin eru öll óregluleg í lögun nema tvö, Pan og Föbe. Föbe er sérstök fyrir það að hún fer öfugan hring um Satúrnus miðað við hin tunglin, en þau ferðast öll í snúningsstefnu plánetunnar.
Tungl Satúrnusar eru mörg mjög ólík hvert öðru og margt í fari þeirra er órannsakað. Megnið af þeim upplýsingum sem við höfum eru frá geimförunum Voyager 1 og Voyager 2 sem fóru framhjá plánetunni 1980 og 1981. Árið 2004 mun enn eitt geimfar, Cassini, nálgast Satúrnus og gera rannsóknir á honum og tunglum hans í fjögur ár. Meðal annars sendir það frá sér kannann Huygens sem fellur þá gegnum lofthjúp Títans í tvær og hálfa klukkustund og sendir frá sér upplýsingar áður en hann lendir á yfirborðinu. Ef Huygens skaðast ekki í fallinu mun hann halda áfram að senda upplýsingar eftir lendingu.

Heimild: Kaufmann III, William J., og Freeman, Roger A. 1998. Universe, bls. 358-362.

Mynd af Satúrnus: solarviews.com

Höfundur

heimspekinemi við HÍ

Útgáfudagur

19.10.2000

Spyrjandi

Arnmundur Björnsson, f. 1989

Efnisorð

Tilvísun

Ögmundur Jónsson. „Hvað heita öll tungl Satúrnusar?“ Vísindavefurinn, 19. október 2000. Sótt 5. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=1011.

Ögmundur Jónsson. (2000, 19. október). Hvað heita öll tungl Satúrnusar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1011

Ögmundur Jónsson. „Hvað heita öll tungl Satúrnusar?“ Vísindavefurinn. 19. okt. 2000. Vefsíða. 5. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1011>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað heita öll tungl Satúrnusar?


Satúrnus hefur átján tungl sem vitað er um. Auk þeirra hafa greinst að minnsta kosti tólf önnur möguleg tungl en tilvist þeirra hefur ekki verið staðfest. Þessi átján þekktu tungl Satúrnusar heita: Pan, Atlas, Prómeþeifur, Pandóra, Epimeþeifur, Janus, Mímas, Enkeladeus, Teþis, Kalypsó, Telestó, Díóne, Helena, Rhea, Títan, Hýperíon, Japetus og Föbe.

Tunglum Satúrnusar er skipt í þrjá flokka eftir stærð:
  1. Títan er einn í fyrsta flokknum því að hann er langstærstur, reyndar á stærð við litla reikistjörnu, því að hann er stærri en bæði Plútó og Merkúríus en minni en Mars og Ganýmedes, sem er stærsta tungl Júpíters. Þvermál Títans er 5150 km. Hann er eitt af fáum tunglum í sólkerfinu sem hafa lofthjúp.

  2. Næst koma sex miðlungsstór tungl, 400-1500 km í þvermál, eða nokkru minni en tunglið okkar. Þau eru flokkuð í pör eftir þvermáli og eiginleikum: Rhea og Japetus (þvermál 1500 km), Teþis og Díóne (1000 km) og Mímas og Encleades (400-500 km). Mímas er reyndar þekktur fyrir gríðarlega stóran loftsteinsgíg og lítur hann því út eins og Helstirnið í gömlu Stjörnustríðs-myndunum, sjá myndina hér á eftir.



    Miðlungsstóru tunglin eiga nokkra mikilvæga eiginleika sameiginlega. Þau ferðast öll um Satúrnus við miðbaug auk þess sem þau snúa alltaf sömu hlið að honum, eins og reyndar öll tunglin nema Föbe. Þau eru að miklu leyti úr ís.

  3. Minnstu tunglin eru öll óregluleg í lögun nema tvö, Pan og Föbe. Föbe er sérstök fyrir það að hún fer öfugan hring um Satúrnus miðað við hin tunglin, en þau ferðast öll í snúningsstefnu plánetunnar.
Tungl Satúrnusar eru mörg mjög ólík hvert öðru og margt í fari þeirra er órannsakað. Megnið af þeim upplýsingum sem við höfum eru frá geimförunum Voyager 1 og Voyager 2 sem fóru framhjá plánetunni 1980 og 1981. Árið 2004 mun enn eitt geimfar, Cassini, nálgast Satúrnus og gera rannsóknir á honum og tunglum hans í fjögur ár. Meðal annars sendir það frá sér kannann Huygens sem fellur þá gegnum lofthjúp Títans í tvær og hálfa klukkustund og sendir frá sér upplýsingar áður en hann lendir á yfirborðinu. Ef Huygens skaðast ekki í fallinu mun hann halda áfram að senda upplýsingar eftir lendingu.

Heimild: Kaufmann III, William J., og Freeman, Roger A. 1998. Universe, bls. 358-362.

Mynd af Satúrnus: solarviews.com...