Sólin Sólin Rís 07:36 • sest 18:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:31 • Síðdegis: 21:58 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:17 • Síðdegis: 15:54 í Reykjavík

Munum við geta lifað á Mars? Hvernig munum við komast þangað?

EDS

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Getum við lifað á Mars? og í öðrum svörum sem þar er vísað á, er fátt sem bendir til þess að menn geti lifað á Mars í fyrirsjáanlegri framtíð.

Menn hafa aldrei stigið fæti á Mars. Þótt vísindamenn viti ýmislegt um Mars þá þarf að afla mikillar viðbótarþekkingar um aðstæður þar áður en mannað geimfar verður hugsanlega sent þangað. Og þó svo að bæði þekking á aðstæðum og tækni geri það kleift að geimfarar geti heimsótt Mars í skamma stund í þágu vísindanna þá þýðir það ekki að við getum lifað þar. Ekki frekar en við getum lifað á tunglinu þó menn hafi stigið þar fæti.Menn hafa enn ekki stígið fæti á Mars en gaman er að gera sér í hugalund hvernig það verður.

Það fer eftir afstöðu sólar og Mars hversu langan tíma það tekur að komast þangað. Við bestu aðstæður tekur það um sex til sjö mánuði að komast til Mars með þeirri tækni sem notuð er í dag. Síðan þyrfti að bíða í um eitt á hálft ár eftir hagstæðum aðstæðum til að komast til baka á sex mánuðum. Líklegt er þó að með betri tækni verði í framtíðinni hægt að stytta þennan ferðatíma umtalsvert. Nákvæmlega hvernig fyrsta mannaða Marsfarið mun líta út eða hvernig það virkar liggur ekki fyrir.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg önnur svör þar sem fjallað er um Mars eða líf í geimnum, til dæmis:

Heimildir og mynd:


Hér er einnig að finna svar við spurningunum:

  • Hefur maður lent á Mars?
  • Hvað væri geimfari lengi á leiðinni til Mars?

Aðrir spyrjendur eru:
Lovísa Karítas Magnúsdóttir, Júlía Bríet Baldursdóttir, Hlynur Sigmundsson, Natalía Rós Gray og Edda Sigrún Guðmundsdóttir


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

3.10.2008

Spyrjandi

Daníel Bergmann, f. 1993
Lovísa Karítas Magnúsdóttir
Júlía Bríet Baldursdóttir
Hlynur Sigmundsson
Natalía Rós Gray
Edda Sigrún Guðmundsdóttir

Tilvísun

EDS. „Munum við geta lifað á Mars? Hvernig munum við komast þangað?“ Vísindavefurinn, 3. október 2008. Sótt 1. október 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=49414.

EDS. (2008, 3. október). Munum við geta lifað á Mars? Hvernig munum við komast þangað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=49414

EDS. „Munum við geta lifað á Mars? Hvernig munum við komast þangað?“ Vísindavefurinn. 3. okt. 2008. Vefsíða. 1. okt. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=49414>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Munum við geta lifað á Mars? Hvernig munum við komast þangað?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Getum við lifað á Mars? og í öðrum svörum sem þar er vísað á, er fátt sem bendir til þess að menn geti lifað á Mars í fyrirsjáanlegri framtíð.

Menn hafa aldrei stigið fæti á Mars. Þótt vísindamenn viti ýmislegt um Mars þá þarf að afla mikillar viðbótarþekkingar um aðstæður þar áður en mannað geimfar verður hugsanlega sent þangað. Og þó svo að bæði þekking á aðstæðum og tækni geri það kleift að geimfarar geti heimsótt Mars í skamma stund í þágu vísindanna þá þýðir það ekki að við getum lifað þar. Ekki frekar en við getum lifað á tunglinu þó menn hafi stigið þar fæti.Menn hafa enn ekki stígið fæti á Mars en gaman er að gera sér í hugalund hvernig það verður.

Það fer eftir afstöðu sólar og Mars hversu langan tíma það tekur að komast þangað. Við bestu aðstæður tekur það um sex til sjö mánuði að komast til Mars með þeirri tækni sem notuð er í dag. Síðan þyrfti að bíða í um eitt á hálft ár eftir hagstæðum aðstæðum til að komast til baka á sex mánuðum. Líklegt er þó að með betri tækni verði í framtíðinni hægt að stytta þennan ferðatíma umtalsvert. Nákvæmlega hvernig fyrsta mannaða Marsfarið mun líta út eða hvernig það virkar liggur ekki fyrir.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg önnur svör þar sem fjallað er um Mars eða líf í geimnum, til dæmis:

Heimildir og mynd:


Hér er einnig að finna svar við spurningunum:

  • Hefur maður lent á Mars?
  • Hvað væri geimfari lengi á leiðinni til Mars?

Aðrir spyrjendur eru:
Lovísa Karítas Magnúsdóttir, Júlía Bríet Baldursdóttir, Hlynur Sigmundsson, Natalía Rós Gray og Edda Sigrún Guðmundsdóttir


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....