Sólin Sólin Rís 08:52 • sest 17:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:18 • Síðdegis: 21:40 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:03 • Síðdegis: 15:36 í Reykjavík

Eru Marsbúar til?

JGÞ

Árið 1976 fóru tvö könnunarför til reikistjörnunnar Mars. Þau leituðu meðal annars að ummerkjum um frumstætt líf. Í fyrstu héldu menn að örverur væru í jarðvegssýnum frá Mars en að lokum kom í ljós að svo var ekki. Í svari Þorsteins Þorsteinssonar við spurningunni Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars? segir þetta um rannsóknir á jarðvegssýnunum:
Flestir vísindamannanna, sem að rannsóknum þessum komu, drógu því að lokum þá ályktun að lífverur gætu ekki þrifist í jarðvegi á Mars um þessar mundir.
Eftir að könnunarförin fóru til Mars hafa fundist nokkrir loftsteinar á jörðinni sem eru upprunnir á Mars. Í einum þeirra telja sumir vísindamenn að séu að finna ummerki örvera sem lifðu í grjótinu fyrir um 2-3,5 milljörðum ára. Hægt er að lesa meira um þessa loftsteina í svari Þorsteins Þorsteinssonar við spurningunni Hvað er nú vitað um loftsteininn frá Suðurskautslandinu sem talinn var bera merki um líf á Mars?

Ef spyrjandi hugsar sér Marsbúa sem örverur þá má segja að vel sé hugsanlegt að Marsbúar hafi verið til, þó að ljóst sé að "þeir" séu þar ekki lengur.

Um Mars og Marsbúa er hægt að lesa meira í svörum við spurningunum:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.4.2008

Spyrjandi

Sigríður Guðbrandsdóttir, f. 1997

Tilvísun

JGÞ. „Eru Marsbúar til?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2008. Sótt 26. október 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=7318.

JGÞ. (2008, 4. apríl). Eru Marsbúar til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7318

JGÞ. „Eru Marsbúar til?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2008. Vefsíða. 26. okt. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7318>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru Marsbúar til?
Árið 1976 fóru tvö könnunarför til reikistjörnunnar Mars. Þau leituðu meðal annars að ummerkjum um frumstætt líf. Í fyrstu héldu menn að örverur væru í jarðvegssýnum frá Mars en að lokum kom í ljós að svo var ekki. Í svari Þorsteins Þorsteinssonar við spurningunni Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars? segir þetta um rannsóknir á jarðvegssýnunum:

Flestir vísindamannanna, sem að rannsóknum þessum komu, drógu því að lokum þá ályktun að lífverur gætu ekki þrifist í jarðvegi á Mars um þessar mundir.
Eftir að könnunarförin fóru til Mars hafa fundist nokkrir loftsteinar á jörðinni sem eru upprunnir á Mars. Í einum þeirra telja sumir vísindamenn að séu að finna ummerki örvera sem lifðu í grjótinu fyrir um 2-3,5 milljörðum ára. Hægt er að lesa meira um þessa loftsteina í svari Þorsteins Þorsteinssonar við spurningunni Hvað er nú vitað um loftsteininn frá Suðurskautslandinu sem talinn var bera merki um líf á Mars?

Ef spyrjandi hugsar sér Marsbúa sem örverur þá má segja að vel sé hugsanlegt að Marsbúar hafi verið til, þó að ljóst sé að "þeir" séu þar ekki lengur.

Um Mars og Marsbúa er hægt að lesa meira í svörum við spurningunum:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....