Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru margar sólir í Vetrarbrautinni?

Í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvað eru til margar stjörnur í alheiminum? kemur fram að talið er að sólstjörnurnar í Vetrarbrautinni séu á bilinu 100-400 milljarðar.

Hægt er að lesa meira um Vetrarbrautina í svari Sævars Helga við spurningunni Hvað er vetrarbrautin okkar stór? Það kemur meðal annars fram að stjörnufræðingar hafa reiknað út að Vetrarbrautarskífan sé um 100.000 ljósár að þvermáli og um 2.000 ljósár að þykkt. Miðjan er umvafin mjög dreifðum stjörnum sem eru um 6.500 ljósár í þvermál og kallast miðbungan.Skýringamynd af Vetrarbrautinnni séð á rönd. W.H. Freeman

Yfirleitt telja menn að sólkerfið sé staðsett í um 26.000 ljósára fjarlægð frá Vetrarbrautarmiðjunni en óvissan er um 3.300 ljósár.

Á Vísindavefnum eru mörg önnur svör um Vetrarbrautina sem hægt er að finna með því að nota leitarvél vefsins.

Mynd: Stjörnufræðivefurinn


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Útgáfudagur

3.10.2008

Spyrjandi

Arnar Birkir Hálfdánsson, f. 1993

Höfundur

Tilvísun

EDS. „Hvað eru margar sólir í Vetrarbrautinni?“ Vísindavefurinn, 3. október 2008. Sótt 17. desember 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=49418.

EDS. (2008, 3. október). Hvað eru margar sólir í Vetrarbrautinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=49418

EDS. „Hvað eru margar sólir í Vetrarbrautinni?“ Vísindavefurinn. 3. okt. 2008. Vefsíða. 17. des. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=49418>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Guðmundur G. Haraldsson

1953

Guðmundur G. Haraldsson er prófessor í lífrænni efnafræði á Verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ. Í upphafi beindust rannsóknir hans að því að útbúa þríasylglýseról (ÞAG) með sem hæstu hlutfalli ómega-3 fjölómettaðra fitusýra.