Sólin Sólin Rís 03:51 • sest 23:15 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:50 • Síðdegis: 16:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:03 • Síðdegis: 22:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:51 • sest 23:15 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:50 • Síðdegis: 16:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:03 • Síðdegis: 22:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er uppruni orðsins tungl? Viðlíka orð virðist ekki vera notað í skyldum málum.

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðin tungl og máni þekkjast þegar í fornu máli í ýmsum fornritum. Í Njáls sögu segir til dæmis: „Þeim sýndisk haugrinn opinn, ok hafði Gunnarr snúizk í hauginum ok sá í móti tunglinu“ (ÍF XII, bls. 193). Í kaflanum „Himins heiti, sólar ok tungls“ í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu notar Snorri Sturluson máni sem eitt af þeim heitum sem nota má þegar nefna skal tunglið (1954:208).

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:1069) kemur fram að orðið var til í fornsænsku sem tungel, í fornensku sem tungol, í fornsaxnesku tungal, í fornháþýsku –zungal í himin-zungal og í gotnesku (nú útdauðu austurgermönsku máli) tuggl (ggl=ngl). Fornsænska heimildin sýnir að orðið var þekkt á norðurgermanska svæðinu en hugsanlega hefur það borist hingað úr einhverju af vesturgermönsku málunum.

Aðeins í íslensku eru bæði orðin tungl og máni notuð jöfnum höndum. Orðið tungl var til í fornsænsku, fornensku, fornsaxnesku, fornháþýsku og í gotnesku.

Orðið máni merkti til forna bæði ‛tungl’ og ‛mánuður’. Það var einnig notað í öllum germönsku málunum til forna og hefur orðið ofan á sem orð yfir mánann, til dæmis í skandinavísku málunum måne, ensku moon, þýsku Mond. Aðeins í íslensku eru bæði orðin tungl og máni notuð jöfnum höndum en tungl þekkist einnig í færeysku skáldskaparmáli og er sagt sjaldgæft (Føroysk orðabók 1998:1275). Annars er í færeysku notað máni.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík, Orðabók Háskólans.
  • Edda Snorra Sturlusonar. Nafnaþulur og skáldatal. 1954. Guðni Jónsson bjó til prentunar. Reykjavík, Íslendingasagnaútgáfan.
  • Føroysk orðabók. 1998. Tórshavn: Føroya Fróðskaparfelag.
  • ÍF = Íslensk fornrit.
  • ÍF XII = Brennu-Njáls saga. 1954. Íslenzk fornrit XII. Einar Ólafur Sveinsson gaf út. Reykjavík, Hið íslenzka fornritafélag.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

29.10.2013

Spyrjandi

Jón Guðmundur Guðmundsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins tungl? Viðlíka orð virðist ekki vera notað í skyldum málum..“ Vísindavefurinn, 29. október 2013, sótt 18. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65637.

Guðrún Kvaran. (2013, 29. október). Hver er uppruni orðsins tungl? Viðlíka orð virðist ekki vera notað í skyldum málum.. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65637

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins tungl? Viðlíka orð virðist ekki vera notað í skyldum málum..“ Vísindavefurinn. 29. okt. 2013. Vefsíða. 18. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65637>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni orðsins tungl? Viðlíka orð virðist ekki vera notað í skyldum málum.
Orðin tungl og máni þekkjast þegar í fornu máli í ýmsum fornritum. Í Njáls sögu segir til dæmis: „Þeim sýndisk haugrinn opinn, ok hafði Gunnarr snúizk í hauginum ok sá í móti tunglinu“ (ÍF XII, bls. 193). Í kaflanum „Himins heiti, sólar ok tungls“ í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu notar Snorri Sturluson máni sem eitt af þeim heitum sem nota má þegar nefna skal tunglið (1954:208).

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:1069) kemur fram að orðið var til í fornsænsku sem tungel, í fornensku sem tungol, í fornsaxnesku tungal, í fornháþýsku –zungal í himin-zungal og í gotnesku (nú útdauðu austurgermönsku máli) tuggl (ggl=ngl). Fornsænska heimildin sýnir að orðið var þekkt á norðurgermanska svæðinu en hugsanlega hefur það borist hingað úr einhverju af vesturgermönsku málunum.

Aðeins í íslensku eru bæði orðin tungl og máni notuð jöfnum höndum. Orðið tungl var til í fornsænsku, fornensku, fornsaxnesku, fornháþýsku og í gotnesku.

Orðið máni merkti til forna bæði ‛tungl’ og ‛mánuður’. Það var einnig notað í öllum germönsku málunum til forna og hefur orðið ofan á sem orð yfir mánann, til dæmis í skandinavísku málunum måne, ensku moon, þýsku Mond. Aðeins í íslensku eru bæði orðin tungl og máni notuð jöfnum höndum en tungl þekkist einnig í færeysku skáldskaparmáli og er sagt sjaldgæft (Føroysk orðabók 1998:1275). Annars er í færeysku notað máni.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík, Orðabók Háskólans.
  • Edda Snorra Sturlusonar. Nafnaþulur og skáldatal. 1954. Guðni Jónsson bjó til prentunar. Reykjavík, Íslendingasagnaútgáfan.
  • Føroysk orðabók. 1998. Tórshavn: Føroya Fróðskaparfelag.
  • ÍF = Íslensk fornrit.
  • ÍF XII = Brennu-Njáls saga. 1954. Íslenzk fornrit XII. Einar Ólafur Sveinsson gaf út. Reykjavík, Hið íslenzka fornritafélag.

Mynd:

...