Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru tungl alltaf kölluð luna og er orðið lunatic eitthvað skylt því?

Geir Þ. Þórarinsson

Orðið luna merkir á latínu tungl. Rómverjar töldu að tunglið væri gyðja sem nefndist Luna (á íslensku Lúna). Hún samsvaraði grísku tunglgyðjunni Selenu en virðist þó hafa gegnt veigaminna hlutverki hjá Rómverjum en Selena hjá Grikkjum. Lúnu var tileinkað hof á Aventínusarhæð í Róm við hliðina á hofi Díönu, sem síðar meir tók yfir hlutverk Lúnu.

Höfundur þessa svars veit ekki til þess að tungl séu alltaf kölluð 'luna'. Sum tungl heita eftir öðrum persónum úr grískri og rómverskri goðafræði, til dæmis tunglið Ganýmedes sem er á braut um Júpíter en það heitir eftir ástsveini Seifs í grískri goðafræði. Meðal annarra tungla sem heita eftir persónum í grískri goðafræði má nefna Kallistó, Evrópu og Íó, sem eru öll á braut um Júpíter, Díónu, sem er á braut um Satúrnus og Tríton sem er á braut um Neptúnus.

Þegar talað er almennt um ótilgreind tungl annarra reikistjarna á ensku eru þau yfirleitt ekki kennd við Lúnu, heldur eru þau kölluð moons eða satellites en það orð er einnig notað í mörgum öðrum erlendum málum. Gervitungl eru ekki kölluð 'moons' á ensku heldur artificial satellites sem síðan er oft stytt í 'satellites' og hliðstæð orð eru notuð í öðrum málum auk rússneska orðsins spútnik sem þýðir upphaflega 'samferðamaður'.


Tunglið Kallistó er á braut um Júpíter.

Aftur á móti nefndist gervitunglaáætlun Sovétríkjanna á árunum 1959-1976 Luna-verkefnið og gervitunglin sjálf hlutu nöfnin Luna 1, Luna 2, Luna 17 og svo framvegis. Nafn áætlunarinnar er dregið af rússneska orðinu luna sem merkir tungl og er komið úr latínu.

Enska orðið lunatic tengist einnig tunglinu. Það merkti upphaflega manneskju sem haldin var tunglgeggjun sem var talin vera einhvers konar sturlun af völdum tunglsins og haldast í hendur við kvartilaskipti tunglsins. Enska orðið var notað í þessari merkingu þegar á 13. öld en er komið af latneska orðinu lunaticus sem hafði sömu merkingu. Í dag er orðið notað um hvers kyns brjálæði. -- Hér má einnig geta þess að erlenda orðið um tíðir kvenna, menstruation, er dregið af latínu 'menses, mánuður og komið til af því að tíðir voru taldar fylgja tunglmánuðinum.

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

19.6.2008

Spyrjandi

Lovísa Pálína

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Af hverju eru tungl alltaf kölluð luna og er orðið lunatic eitthvað skylt því?“ Vísindavefurinn, 19. júní 2008, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=24281.

Geir Þ. Þórarinsson. (2008, 19. júní). Af hverju eru tungl alltaf kölluð luna og er orðið lunatic eitthvað skylt því? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=24281

Geir Þ. Þórarinsson. „Af hverju eru tungl alltaf kölluð luna og er orðið lunatic eitthvað skylt því?“ Vísindavefurinn. 19. jún. 2008. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=24281>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru tungl alltaf kölluð luna og er orðið lunatic eitthvað skylt því?
Orðið luna merkir á latínu tungl. Rómverjar töldu að tunglið væri gyðja sem nefndist Luna (á íslensku Lúna). Hún samsvaraði grísku tunglgyðjunni Selenu en virðist þó hafa gegnt veigaminna hlutverki hjá Rómverjum en Selena hjá Grikkjum. Lúnu var tileinkað hof á Aventínusarhæð í Róm við hliðina á hofi Díönu, sem síðar meir tók yfir hlutverk Lúnu.

Höfundur þessa svars veit ekki til þess að tungl séu alltaf kölluð 'luna'. Sum tungl heita eftir öðrum persónum úr grískri og rómverskri goðafræði, til dæmis tunglið Ganýmedes sem er á braut um Júpíter en það heitir eftir ástsveini Seifs í grískri goðafræði. Meðal annarra tungla sem heita eftir persónum í grískri goðafræði má nefna Kallistó, Evrópu og Íó, sem eru öll á braut um Júpíter, Díónu, sem er á braut um Satúrnus og Tríton sem er á braut um Neptúnus.

Þegar talað er almennt um ótilgreind tungl annarra reikistjarna á ensku eru þau yfirleitt ekki kennd við Lúnu, heldur eru þau kölluð moons eða satellites en það orð er einnig notað í mörgum öðrum erlendum málum. Gervitungl eru ekki kölluð 'moons' á ensku heldur artificial satellites sem síðan er oft stytt í 'satellites' og hliðstæð orð eru notuð í öðrum málum auk rússneska orðsins spútnik sem þýðir upphaflega 'samferðamaður'.


Tunglið Kallistó er á braut um Júpíter.

Aftur á móti nefndist gervitunglaáætlun Sovétríkjanna á árunum 1959-1976 Luna-verkefnið og gervitunglin sjálf hlutu nöfnin Luna 1, Luna 2, Luna 17 og svo framvegis. Nafn áætlunarinnar er dregið af rússneska orðinu luna sem merkir tungl og er komið úr latínu.

Enska orðið lunatic tengist einnig tunglinu. Það merkti upphaflega manneskju sem haldin var tunglgeggjun sem var talin vera einhvers konar sturlun af völdum tunglsins og haldast í hendur við kvartilaskipti tunglsins. Enska orðið var notað í þessari merkingu þegar á 13. öld en er komið af latneska orðinu lunaticus sem hafði sömu merkingu. Í dag er orðið notað um hvers kyns brjálæði. -- Hér má einnig geta þess að erlenda orðið um tíðir kvenna, menstruation, er dregið af latínu 'menses, mánuður og komið til af því að tíðir voru taldar fylgja tunglmánuðinum.

Mynd:...