Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um grísku gyðjuna Selenu?

Vignir Már Lýðsson

Selena var mánagyðja Grikkja til forna og nafnið þýðir einfaldlega tungl á grísku. Samkvæmt goðsögum Grikkja átti hún tvö systkini, bróðurinn Helíos sem var sólguðinn og systurina Eos, gyðju morgunroðans. Foreldrar þeirra voru Þeia og Hýpeiron en Selena hefur þó einnig verið eignuð öðrum, til að mynda hinum ástleitna Seifi og Pallasi, syni Kríosar, sem var einn svonefndra títana.

Í myndlist síðmiðalda birtist hún oft sem fögur og andlitsföl kona, á þeysireið í vagni sem hvítir fákar draga. Stundum er hún í forláta skikkju með hálfmána á höfðinu, sitjandi á baki hests eða nauts og með kyndil í hönd.

Málverk hins breska Edwards Poynter af Selenu og hinum fagra Endymíon frá því um 1900.


Hlutverk hennar er alveg skýrt. Á kvöldin þegar rökkva tekur og nóttin færist yfir stígur hún endurnærð upp úr hinum mikla útsæ (Ókeanos) sem umflýtur jörðina og tekur við af bróður sínum Helíosi og heldur áfram hringferðinni um himininn. Á ferð sinni yfir næturhimininn lýsist öll jörðin upp af geislum á höfði hennar og er þar komin skýringin á mánaskini nætur.

Selena hefur yndi af fögrum sveinum. Hún kemur til þeirra um nætur og kyssir þá í svefni og dáist af fegurð þeirra. Einn sá frægasti nefnist Endymíon, konungssonur frá Elís í Litlu-Asíu. Hann elskaði Selenu afar heitt. Til að Selena gæti ávallt komið og hrifist af æskuþokka Endymíons bað hún Seif um að láta hann sofa að eilífu. Æ síðan hefur Endymíon sofið undir Latmos-fjalli í Litlu-Asíu, nálægt Míletos. Selena heimsækir hann stundum til að dást að fegurð hans en hún á með honum 50 dætur og heitir sú frægasta Naxos. Endymíon er þekkt táknmynd fullkominnar líkamsfegurðar.

Selena er einnig sögð hafa átt í ástarsambandi við Seif sem gat við henni dóttur, hina albjörtu Pandíu, en fegurð hennar var rómuð meðal goðanna. Samkvæmt sumum frásögnum er Nemeu-ljónið einnig afkvæmi Selenu og Seifs. Skógarpúkinn Pan átti líka í leynilegu ástarsambandi við Selenu en hann tældi hana með því að dulbúast sem kind.

Rómversk hliðstæða Selenu nefnist Luna en gervitungl Luna-geimferðaáætlunar Sovétmanna báru nafn hennar, til dæmis Luna 1 sem skotið var á loft 1959. Luna 1 var fyrsta geimfarið sem komst í námunda við tunglið.



Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

28.7.2007

Spyrjandi

Sunna Garðarsdóttir

Tilvísun

Vignir Már Lýðsson. „Hvað getið þið sagt mér um grísku gyðjuna Selenu?“ Vísindavefurinn, 28. júlí 2007. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6730.

Vignir Már Lýðsson. (2007, 28. júlí). Hvað getið þið sagt mér um grísku gyðjuna Selenu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6730

Vignir Már Lýðsson. „Hvað getið þið sagt mér um grísku gyðjuna Selenu?“ Vísindavefurinn. 28. júl. 2007. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6730>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um grísku gyðjuna Selenu?
Selena var mánagyðja Grikkja til forna og nafnið þýðir einfaldlega tungl á grísku. Samkvæmt goðsögum Grikkja átti hún tvö systkini, bróðurinn Helíos sem var sólguðinn og systurina Eos, gyðju morgunroðans. Foreldrar þeirra voru Þeia og Hýpeiron en Selena hefur þó einnig verið eignuð öðrum, til að mynda hinum ástleitna Seifi og Pallasi, syni Kríosar, sem var einn svonefndra títana.

Í myndlist síðmiðalda birtist hún oft sem fögur og andlitsföl kona, á þeysireið í vagni sem hvítir fákar draga. Stundum er hún í forláta skikkju með hálfmána á höfðinu, sitjandi á baki hests eða nauts og með kyndil í hönd.

Málverk hins breska Edwards Poynter af Selenu og hinum fagra Endymíon frá því um 1900.


Hlutverk hennar er alveg skýrt. Á kvöldin þegar rökkva tekur og nóttin færist yfir stígur hún endurnærð upp úr hinum mikla útsæ (Ókeanos) sem umflýtur jörðina og tekur við af bróður sínum Helíosi og heldur áfram hringferðinni um himininn. Á ferð sinni yfir næturhimininn lýsist öll jörðin upp af geislum á höfði hennar og er þar komin skýringin á mánaskini nætur.

Selena hefur yndi af fögrum sveinum. Hún kemur til þeirra um nætur og kyssir þá í svefni og dáist af fegurð þeirra. Einn sá frægasti nefnist Endymíon, konungssonur frá Elís í Litlu-Asíu. Hann elskaði Selenu afar heitt. Til að Selena gæti ávallt komið og hrifist af æskuþokka Endymíons bað hún Seif um að láta hann sofa að eilífu. Æ síðan hefur Endymíon sofið undir Latmos-fjalli í Litlu-Asíu, nálægt Míletos. Selena heimsækir hann stundum til að dást að fegurð hans en hún á með honum 50 dætur og heitir sú frægasta Naxos. Endymíon er þekkt táknmynd fullkominnar líkamsfegurðar.

Selena er einnig sögð hafa átt í ástarsambandi við Seif sem gat við henni dóttur, hina albjörtu Pandíu, en fegurð hennar var rómuð meðal goðanna. Samkvæmt sumum frásögnum er Nemeu-ljónið einnig afkvæmi Selenu og Seifs. Skógarpúkinn Pan átti líka í leynilegu ástarsambandi við Selenu en hann tældi hana með því að dulbúast sem kind.

Rómversk hliðstæða Selenu nefnist Luna en gervitungl Luna-geimferðaáætlunar Sovétmanna báru nafn hennar, til dæmis Luna 1 sem skotið var á loft 1959. Luna 1 var fyrsta geimfarið sem komst í námunda við tunglið.



Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

...