Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Hvernig varð heimurinn til samkvæmt grískri goðafræði?

Geir Þ. Þórarinsson

Ein af helstu heimildum okkar fyrir grískri goðafræði eru kvæði skáldsins Hesíodosar frá því um 700 f.Kr. Í kvæðinu Goðakyn fjallar Hesíodos um ættfræði guðanna og annarra goðmagna sem eru persónugervingar hvers kyns fyrirbæra í náttúrunni. Ættarsaga guðanna er því um leið sköpunarsaga heimsins.

Hesíodos segir að fyrst hafi Jörðin, Gaja eða Ge, orðið til úr kaos, sem var mikið gap eða tóm; þá urðu til undirheimarnir Tartaros, myrkur staður og hræðilegur fyrir neðan Jörðina, og Eros eða ástin, sem var fallegastur guðanna. Úr gapinu urðu einnig til staðurinn Erebos sem seinna var talinn umráðasvæði Hadesar, og nóttin, Nyx. Þau Erebos gátu saman af sér daginn. Jörðin Gaja gat hins vegar af sér himininn, Úranos, og hafið, Ókeanos.


Krónos vissi að hans biði að verða steypt af stalli af einum sona sinna. Til að reyna að koma í veg fyrir þetta át hann börn sín. Myndin er eftir Francisco de Goya og nefnist Saturno devorando a su hijo eða Satúrnus étur son sinn. Satúrnus er latneskt nafn Krónosar.

Úranos og Gaja áttu tólf börn sem saman kölluðust Títanir. Yngstur þeirra var Krónos. Hann velti föður sínum, Úranosi, úr sessi og tók völdin. Þá gelti hann Úranos og fleygði hreðjum hans út í hafshauga en úr blóðdropum þeim sem lentu í hafinu varð til ástargyðjan Afródíta. Nafn Afródítu merkir einmitt sú sem er gefin úr löðrinu. (Í kviðum Hómers er sögð önnur saga af uppruna Afródítu en þar er hún talin vera dóttir Seifs og Díone.) Með systur sinni, Rheu, eignaðist Krónos svo börnin Seif, Hades og Póseidon, Heru, Hestíu og Demetru. Að Hestíu undanskilinni voru þau öll meðal ólympsgoðanna tólf.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Mynd

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

10.10.2005

Spyrjandi

Jóhanna Ósk Baldvinsdóttir
Sindri Geir, f. 1991

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvernig varð heimurinn til samkvæmt grískri goðafræði?“ Vísindavefurinn, 10. október 2005. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5318.

Geir Þ. Þórarinsson. (2005, 10. október). Hvernig varð heimurinn til samkvæmt grískri goðafræði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5318

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvernig varð heimurinn til samkvæmt grískri goðafræði?“ Vísindavefurinn. 10. okt. 2005. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5318>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig varð heimurinn til samkvæmt grískri goðafræði?
Ein af helstu heimildum okkar fyrir grískri goðafræði eru kvæði skáldsins Hesíodosar frá því um 700 f.Kr. Í kvæðinu Goðakyn fjallar Hesíodos um ættfræði guðanna og annarra goðmagna sem eru persónugervingar hvers kyns fyrirbæra í náttúrunni. Ættarsaga guðanna er því um leið sköpunarsaga heimsins.

Hesíodos segir að fyrst hafi Jörðin, Gaja eða Ge, orðið til úr kaos, sem var mikið gap eða tóm; þá urðu til undirheimarnir Tartaros, myrkur staður og hræðilegur fyrir neðan Jörðina, og Eros eða ástin, sem var fallegastur guðanna. Úr gapinu urðu einnig til staðurinn Erebos sem seinna var talinn umráðasvæði Hadesar, og nóttin, Nyx. Þau Erebos gátu saman af sér daginn. Jörðin Gaja gat hins vegar af sér himininn, Úranos, og hafið, Ókeanos.


Krónos vissi að hans biði að verða steypt af stalli af einum sona sinna. Til að reyna að koma í veg fyrir þetta át hann börn sín. Myndin er eftir Francisco de Goya og nefnist Saturno devorando a su hijo eða Satúrnus étur son sinn. Satúrnus er latneskt nafn Krónosar.

Úranos og Gaja áttu tólf börn sem saman kölluðust Títanir. Yngstur þeirra var Krónos. Hann velti föður sínum, Úranosi, úr sessi og tók völdin. Þá gelti hann Úranos og fleygði hreðjum hans út í hafshauga en úr blóðdropum þeim sem lentu í hafinu varð til ástargyðjan Afródíta. Nafn Afródítu merkir einmitt sú sem er gefin úr löðrinu. (Í kviðum Hómers er sögð önnur saga af uppruna Afródítu en þar er hún talin vera dóttir Seifs og Díone.) Með systur sinni, Rheu, eignaðist Krónos svo börnin Seif, Hades og Póseidon, Heru, Hestíu og Demetru. Að Hestíu undanskilinni voru þau öll meðal ólympsgoðanna tólf.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Mynd

...