Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hefur þyngdarkrafturinn verið mældur nákvæmlega á Íslandi?

Leó Kristjánsson (1943-2020)

Já, styrkur þyndarsviðsins hefur verið mældur mjög nákvæmlega á mörgum stöðum á Íslandi, með mælitækjum sem nefnast þyngdarmælar og eru nokkurs konar óstöðugir pendúlar.

Fyrstu stóru syrpurnar af slíkum mælingum hérlendis voru gerðar upp úr 1950. Franskur vísindaleiðangur reið á vaðið en Trausti Einarsson prófessor við verkfræðideild Háskóla Íslands kom í kjölfarið.

Styrkur þyngdarsviðsins er gefinn upp sem fallhröðun hlutar í tómarúmi. Hún er á milli um það bil 9,78 og 9,82 m/sek/sek alls staðar við yfirborð jarðar. Hröðunin 9,8 m/sek/sek merkir að hlutur breytir hraða sínum um 9,8 m/sek á hverri sekúndu.

Þyngdarhröðun er breytileg eftir hnattstöðu.

Þyngdarhröðunin, eða hröðun í frjálsu falli undir áhrifum þyngdarkrafts, er breytileg eftir hnattstöðu og hæð mælistaðar yfir sjó. Talsvert af breytileikanum í mældri fallhröðun vegna hnattstöðu stafar beint af snúningi jarðar því að hluti þyngdarkraftsins fer í það að gefa hlutum við yfirborð jarðar miðsóknarhröðun á ferð þeirra um möndulinn. Þessi hröðun er í beinu hlutfalli við fjarlægð hlutarins frá möndlinum.

Einnig veldur möndulsnúningur jarðar því að jörðin er ekki alveg kúlulaga, þannig að hlutir á yfirborði nálægt miðbaug eru fjær jarðarmiðju en þeir sem eru við pólana. Þyngdarkraftur frá jörð á hlut við miðbaug er af þeirri ástæðu minni en ef hluturinn væri við annan hvorn pólinn, og hluturinn fellur því með ívið minni hröðun.

Breytileiki þyngdarinnar vegna hnattstöðu og hæðar yfir sjó er einfaldur í sniðum og auðvelt að reikna hann út. En frávik frá slíkum útreikningum eru bæði mælanleg og áhugaverð. Þung eða létt jarðlög í nágrenni mælistaðar hafa smávegis áhrif á þau, sömuleiðis aðdráttarafl tungls og sólar, og sjávarföll. Þyngdarmælingar á stórum svæðum eru oft gerðar til að hjálpa til við rannsókn hulinna jarðlaga, meðal annars í leit að olíulindum, og til dæmis við leit að fornum eldstöðvum eða misgengjum sem grafist hafa undir yngri jarðmyndanir. Mælinákvæmni þarf helst að vera um 0,0000001 m/sek/sek eða um einn hundrað milljónasti af mældu gildi hröðunarinnar.

Orkustofnun hefur gefið út kort af þyngdarsviðsstyrknum á Íslandi og landgrunninu umhverfis.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Leó Kristjánsson (1943-2020)

jarðeðlisfræðingur við Raunvísindastofnun

Útgáfudagur

15.2.2000

Spyrjandi

Bergsteinn Einarsson

Tilvísun

Leó Kristjánsson (1943-2020). „Hefur þyngdarkrafturinn verið mældur nákvæmlega á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 15. febrúar 2000, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=99.

Leó Kristjánsson (1943-2020). (2000, 15. febrúar). Hefur þyngdarkrafturinn verið mældur nákvæmlega á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=99

Leó Kristjánsson (1943-2020). „Hefur þyngdarkrafturinn verið mældur nákvæmlega á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 15. feb. 2000. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=99>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hefur þyngdarkrafturinn verið mældur nákvæmlega á Íslandi?
Já, styrkur þyndarsviðsins hefur verið mældur mjög nákvæmlega á mörgum stöðum á Íslandi, með mælitækjum sem nefnast þyngdarmælar og eru nokkurs konar óstöðugir pendúlar.

Fyrstu stóru syrpurnar af slíkum mælingum hérlendis voru gerðar upp úr 1950. Franskur vísindaleiðangur reið á vaðið en Trausti Einarsson prófessor við verkfræðideild Háskóla Íslands kom í kjölfarið.

Styrkur þyngdarsviðsins er gefinn upp sem fallhröðun hlutar í tómarúmi. Hún er á milli um það bil 9,78 og 9,82 m/sek/sek alls staðar við yfirborð jarðar. Hröðunin 9,8 m/sek/sek merkir að hlutur breytir hraða sínum um 9,8 m/sek á hverri sekúndu.

Þyngdarhröðun er breytileg eftir hnattstöðu.

Þyngdarhröðunin, eða hröðun í frjálsu falli undir áhrifum þyngdarkrafts, er breytileg eftir hnattstöðu og hæð mælistaðar yfir sjó. Talsvert af breytileikanum í mældri fallhröðun vegna hnattstöðu stafar beint af snúningi jarðar því að hluti þyngdarkraftsins fer í það að gefa hlutum við yfirborð jarðar miðsóknarhröðun á ferð þeirra um möndulinn. Þessi hröðun er í beinu hlutfalli við fjarlægð hlutarins frá möndlinum.

Einnig veldur möndulsnúningur jarðar því að jörðin er ekki alveg kúlulaga, þannig að hlutir á yfirborði nálægt miðbaug eru fjær jarðarmiðju en þeir sem eru við pólana. Þyngdarkraftur frá jörð á hlut við miðbaug er af þeirri ástæðu minni en ef hluturinn væri við annan hvorn pólinn, og hluturinn fellur því með ívið minni hröðun.

Breytileiki þyngdarinnar vegna hnattstöðu og hæðar yfir sjó er einfaldur í sniðum og auðvelt að reikna hann út. En frávik frá slíkum útreikningum eru bæði mælanleg og áhugaverð. Þung eða létt jarðlög í nágrenni mælistaðar hafa smávegis áhrif á þau, sömuleiðis aðdráttarafl tungls og sólar, og sjávarföll. Þyngdarmælingar á stórum svæðum eru oft gerðar til að hjálpa til við rannsókn hulinna jarðlaga, meðal annars í leit að olíulindum, og til dæmis við leit að fornum eldstöðvum eða misgengjum sem grafist hafa undir yngri jarðmyndanir. Mælinákvæmni þarf helst að vera um 0,0000001 m/sek/sek eða um einn hundrað milljónasti af mældu gildi hröðunarinnar.

Orkustofnun hefur gefið út kort af þyngdarsviðsstyrknum á Íslandi og landgrunninu umhverfis.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...