Vísindamenn telja að svarthol geti myndast á þrjá vegu. Í fyrsta lagi geta þau orðið til þegar massamiklar stjörnur enda æviskeið sitt. Svartholin verða þá til þegar kjarnar stjarnanna, sem eru orðnir geysiþéttir, falla saman undan eigin massa. Í öðru lagi geta stór svarthol myndast á svipaðan hátt í miðjum vetrar...
Þyngdarsvið svarthols er svo sterkt að ljósið sleppur ekki einu sinni frá því. Því ætti að vera ómögulegt að sjá svarthol. Hins vegar er hægt að nota óbeinar aðferðir til þess að finna svarthol, til dæmis með því að skoða hreyfingu stjarna umhverfis ósýnileg en massamikil fyrirbæri.
Árið 1971 fundu stjarneðlisf...
Við höfum þegar svarað ýmsum spurningum um þyngdarleysi og má finna svörin með því að setja það orð inn í leitarvél Vísindavefsins hér efst á vefsíðunni.
Hér lítum við svo á að hér sé átt við þyngdarleysi í þeirri merkingu að þyngdarsvið sé 0, það er að segja að enginn þyngdarkraftur verki á hlut á viðkomandi ...
Það hlýtur að vera einhver misskilningur að ábyrg bandarísk yfirvöld gefi þessi ráð. Það skortir einfaldlega alltof margt til að líf eins og við þekkjum, þar á meðal lúpínur, geti þrifist við þau náttúruskilyrði sem ríkja á tunglinu.
Mestu skiptir að á tunglinu er alls enginn lofthjúpur. Þar er því ekkert súref...
Ormagöng eru fræðileg fyrirbæri sem skjóta upp kollinum við útleggingar á almennu afstæðiskenningunni. Samkvæmt kenningum er hugsanlegt að þau megi nota til að flytja sig til fjarlægra staða í alheiminum á örskotstundu eða jafnvel til að fara aftur í tímann eða til annarra alheima. Þrátt fyrir að hugmyndin um orma...
Spurningin í heild sinni var svona:
Ég er að stressa mig útaf Express.co.uk sem segir að svarthol sé að koma til jarðar en stjúpmamma mín segir að þau hagi sér ekki þannig, er það satt?
Stjúpmamma þín hefur alveg rétt fyrir sér. Engar líkur eru á því að svarthol komi og gleypi jörðina nokkurn tímann. Raunar...
Seint á 18. öld kom mönnum til hugar að fyrirbæri sem við nefnum í dag svarthol, væru hugsanlega til. Enski jarðfræðingurinn John Michell (1724-1793) og franski stjörnufræðingurinn Pierre-Simon Laplace (1749-1827) voru fyrstir til að fjalla um hluti sem væru svo massamiklir að ekkert slyppi úr þyngdarsviði þeirra....
Þessu ræður tvennt:Merkúríus er sú reikistjarna sem næst er sólinni. Ljósið sem fellur á hverja flatareiningu Merkúríusar er því mun meira en á öðrum reikistjörnum, því að ljósþéttleikinn minnkar í hlutfalli við fjarlægð frá sól í öðru veldi. Ef lofthjúpur væri við Merkúríus væri hann því miklu heitari en við aðra...
Með því að fara inn í svarthol væri fræðilega séð hægt að fara bæði á annan stað í alheiminum og hugsanlega í annan alheim. Tengingin þarna á milli nefnist þá ormagöng og um þau er líka hægt að lesa í svari við spurningunni Hvernig virka ormagöng?
Fræðin um svarthol segja hins vegar einnig að tengingin þarna á ...
Líklegast er að steinar sem berast til jarðar frá Mars hafi þeyst frá yfirborði reikistjörnunnar við árekstra stórra loftsteina. Við stærstu árekstra þeytist efni upp í loftið með nægum hraða til að losna frá þyngdarsviði Mars og fara á sporbaug um sólu. Mikið er um stóra loftsteinagíga á yfirborði Mars og því er ...
Svarthol verða til þegar kjarnar stjarna falla saman undan eigin þunga. Allur massi stjörnunnar er þá samankominn á örlitlu svæði. Í kringum þetta svæði er þyngdarsviðið svo öflugt að ekkert sleppur þaðan, ekki einu sinni ljós.
Þyngdarsvið svarthola er svo gífurlegt að það sýgur allt efni í sig sem fer of nálæg...
Spyrjandi bætir einnig við:Að hvaða leyti er sviðshugtakið spor fram á við miðað við fjarhrifshugmyndir, til dæmis þær sem Newton setti fram?Allt frá því um miðbik nítjándu aldar hafa eðlisfræðingar talað um rafsvið (electric field) og margir kannast sjálfsagt einnig við hliðstæðu þess, segulsviðið (magnetic field...
Eðlisfræðingar sögunnar hafa haft margs konar hugmyndir um eðli ljóss. Kenningar Newtons (1642-1727) um ljós gerðu ráð fyrir að það væri straumur agna sem ætti uppsprettu sína í ljósgjöfum og endurkastaðist af flötum kringum okkur.
Maxwell (1831-1879) setti seinna fram fjórar grundvallarjöfnur sem lýsa bylgju...
Hið sveigða tímarúm Einsteins er tímarúmið sem við og ljósgeislar og allt efni ferðast um. Í almennu afstæðiskenningunni er ekkert þyngdarsvið. Þess í stað er tímarúmið sveigt. Það merkir til dæmis að hornasumman í þríhyrningi er ekki endilega 180° nákvæmlega, og ljósgeislar fara ekki alltaf eftir beinum línum.
...
Talið er að massamiklar stjörnur endi æviskeið sitt sem svarthol. Svarthol verða til þegar kjarnar stjarnanna falla saman undan eigin massa. Kjarninn fellur saman þangað til hann er orðinn geysilega þéttur og allur massinn er saman kominn á örlitlu svæði. Umhverfis það er þyngdarsviðið svo sterkt að ekkert sleppur...
Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!