Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvernig vitum við að svarthol séu til?

SG

Þyngdarsvið svarthols er svo sterkt að ljósið sleppur ekki einu sinni frá því. Því ætti að vera ómögulegt að sjá svarthol. Hins vegar er hægt að nota óbeinar aðferðir til þess að finna svarthol, til dæmis með því að skoða hreyfingu stjarna umhverfis ósýnileg en massamikil fyrirbæri.

Árið 1971 fundu stjarneðlisfræðingar fyrirbærið Cygnus X-1 þar sem venjuleg sólstjarna snýst í kringum ósýnilegt fyrirbæri sem hefur 9 sinnum meiri massa en sólin okkar og hlýtur því að vera svarthol. Stjörnufræðingar telja einnig að svarthol sé að finna í miðju margra vetrarbrauta. Hröð hreyfing stjarna nálægt miðju Vetrarbrautarinnar okkar bendir til þess að þar sé svarthol sem er tveimur milljón sinnum massameira en sólin okkar. Talið er að svarthol í miðju vetrarbrautarinnar Messier 87 sé enn stærra eða um þrír milljarðar sólarmassa.

Hægt er að lesa meira um svarthol í svörum við spurningunum Hvað er svarthol? og Hvernig uppgötvuðust svarthol?.


Mynd frá Hubblesjónaukanum af miðju vetrarbrautarinnar Messier 87. Þaðan streymir gas á ógnarhraða og býr til risastóran gasstrók sem sést á myndinni.



Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

9.10.2008

Spyrjandi

Sylvía Kristín Stefánsdóttir, Júlía Steinunn Jóhannsdóttir, Kolbrún Rósa, Frímann Geir Ingólfsson

Tilvísun

SG. „Hvernig vitum við að svarthol séu til?“ Vísindavefurinn, 9. október 2008. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=49326.

SG. (2008, 9. október). Hvernig vitum við að svarthol séu til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=49326

SG. „Hvernig vitum við að svarthol séu til?“ Vísindavefurinn. 9. okt. 2008. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=49326>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig vitum við að svarthol séu til?
Þyngdarsvið svarthols er svo sterkt að ljósið sleppur ekki einu sinni frá því. Því ætti að vera ómögulegt að sjá svarthol. Hins vegar er hægt að nota óbeinar aðferðir til þess að finna svarthol, til dæmis með því að skoða hreyfingu stjarna umhverfis ósýnileg en massamikil fyrirbæri.

Árið 1971 fundu stjarneðlisfræðingar fyrirbærið Cygnus X-1 þar sem venjuleg sólstjarna snýst í kringum ósýnilegt fyrirbæri sem hefur 9 sinnum meiri massa en sólin okkar og hlýtur því að vera svarthol. Stjörnufræðingar telja einnig að svarthol sé að finna í miðju margra vetrarbrauta. Hröð hreyfing stjarna nálægt miðju Vetrarbrautarinnar okkar bendir til þess að þar sé svarthol sem er tveimur milljón sinnum massameira en sólin okkar. Talið er að svarthol í miðju vetrarbrautarinnar Messier 87 sé enn stærra eða um þrír milljarðar sólarmassa.

Hægt er að lesa meira um svarthol í svörum við spurningunum Hvað er svarthol? og Hvernig uppgötvuðust svarthol?.


Mynd frá Hubblesjónaukanum af miðju vetrarbrautarinnar Messier 87. Þaðan streymir gas á ógnarhraða og býr til risastóran gasstrók sem sést á myndinni.



Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....