Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Finnst bergtegundin íslandít annars staðar í heiminum en á Íslandi?

Sigurður Steinþórsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvað er bergtegundin íslandít og hvar er hægt að finna hana? Finnst hún annars staðar í heiminum en á Íslandi?

Meginhluti storkubergs jarðar skiptist í þrjár syrpur, það er röð samstofna bergtegunda frá kísilsnauðum til kísilríkra (basískt berg–ísúrt–súrt), þær nefnast kalk-alkalíska, lág-alkalíska (þóleiíska) og alkalíska syrpan. Hin fyrstnefnda einkennir storkuberg eyjaboga og fellingafjalla, nefnilega niðurstreymisbelti jarðar, og af sjálfu leiðir að hún finnst ekki hér á landi. Ísúrt gosberg hennar nefnist andesít, eftir Andesfjöllum í Suður-Ameríku.

Basaltískur endi lág-alkalísku syrpunnar myndar hafsbotna jarðar en ofansjávar er hún bundin úthafseyjum sem tengjast rekhryggjum og heitum reitum; þar er ísúra bergið járnríkt og álsnautt (miðað við andesít) og nefnist íslandít. Höfundur nafnsins hét Ian Carmichael, breskur stúdent sem gerði 10 milljón ára gamla eldstöð sem hann kenndi við kirkjustaðinn Þingmúla í Skriðdal að doktorsverkefni sínu. Vafalaust er íslandít að finna á ýmsum úthafseyjum þar sem lág-alkalískt berg er ríkjandi, til dæmis á Hawaii og Galapagos, en hér á landi tengist það megineldstöðvum rekbeltanna sem og fornum rofnum eldstöðvum af sama tagi. Auk þess að vera fremur erfitt í greiningu er ísúrt berg tiltölulega sjaldgæft hér landi samanborið við basískt berg og súrt; þá staðreynd uppgötvaði þýski efnafræðingurinn Robert Bunsen í Íslandsferð sinni 1846 og síðan hefur það verið rækilega staðfest, síðast í tímaritinu Jökli 2008.[1]

Einföld flokkun íslensks bosgergs byggð á styrk kísils og alkalímálma. Alkalíska röðin er gul, hin lág-alkalíska appelsínugul, millibertröðinni er sleppt. Bókstafir vísa til nafns bergtegunda - sjá meðfylgjandi töflu.

Alkalíska röðinLág-alkalíska röðin
ABalkalíbasaltPpikrít
HhawaiítBbasalt
Mmugearítbasaltískt íslandít
BEbenmorítÍíslandít
TtrakítDdasít
ARalkalí-ríólítRríólít

Alkalíska syrpan er breytileg mjög og myndast við ýmsar aðstæður. Hér á landi einkennir „milt-alkalískt“ gosberg utanhryggjargosbeltin tvö, Snæfellsnes og Vestmannaeyjar. Bergraðir alkalísku og lág-alkalísku syrpanna eru sýndar á meðfylgjandi grafi, en auk þeirra finnst þriðja röðin— millibergröðin—á Suðurlandi milli alkalísks bergs Vestmannaeyja og lág-alkalísks bergs norður-rekbeltisins.

Tilvísun:
  1. ^ Sveinn P. Jakobsson, Kristján Jónasson, Ingvar A. Sigurðsson 2008. The three igneous rock series of Iceland. Jökull 58: 117–138.

Mynd:
  • Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013).

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

26.5.2023

Spyrjandi

Sindri Bernholt

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Finnst bergtegundin íslandít annars staðar í heiminum en á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 26. maí 2023, sótt 11. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82842.

Sigurður Steinþórsson. (2023, 26. maí). Finnst bergtegundin íslandít annars staðar í heiminum en á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82842

Sigurður Steinþórsson. „Finnst bergtegundin íslandít annars staðar í heiminum en á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 26. maí. 2023. Vefsíða. 11. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82842>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Finnst bergtegundin íslandít annars staðar í heiminum en á Íslandi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvað er bergtegundin íslandít og hvar er hægt að finna hana? Finnst hún annars staðar í heiminum en á Íslandi?

Meginhluti storkubergs jarðar skiptist í þrjár syrpur, það er röð samstofna bergtegunda frá kísilsnauðum til kísilríkra (basískt berg–ísúrt–súrt), þær nefnast kalk-alkalíska, lág-alkalíska (þóleiíska) og alkalíska syrpan. Hin fyrstnefnda einkennir storkuberg eyjaboga og fellingafjalla, nefnilega niðurstreymisbelti jarðar, og af sjálfu leiðir að hún finnst ekki hér á landi. Ísúrt gosberg hennar nefnist andesít, eftir Andesfjöllum í Suður-Ameríku.

Basaltískur endi lág-alkalísku syrpunnar myndar hafsbotna jarðar en ofansjávar er hún bundin úthafseyjum sem tengjast rekhryggjum og heitum reitum; þar er ísúra bergið járnríkt og álsnautt (miðað við andesít) og nefnist íslandít. Höfundur nafnsins hét Ian Carmichael, breskur stúdent sem gerði 10 milljón ára gamla eldstöð sem hann kenndi við kirkjustaðinn Þingmúla í Skriðdal að doktorsverkefni sínu. Vafalaust er íslandít að finna á ýmsum úthafseyjum þar sem lág-alkalískt berg er ríkjandi, til dæmis á Hawaii og Galapagos, en hér á landi tengist það megineldstöðvum rekbeltanna sem og fornum rofnum eldstöðvum af sama tagi. Auk þess að vera fremur erfitt í greiningu er ísúrt berg tiltölulega sjaldgæft hér landi samanborið við basískt berg og súrt; þá staðreynd uppgötvaði þýski efnafræðingurinn Robert Bunsen í Íslandsferð sinni 1846 og síðan hefur það verið rækilega staðfest, síðast í tímaritinu Jökli 2008.[1]

Einföld flokkun íslensks bosgergs byggð á styrk kísils og alkalímálma. Alkalíska röðin er gul, hin lág-alkalíska appelsínugul, millibertröðinni er sleppt. Bókstafir vísa til nafns bergtegunda - sjá meðfylgjandi töflu.

Alkalíska röðinLág-alkalíska röðin
ABalkalíbasaltPpikrít
HhawaiítBbasalt
Mmugearítbasaltískt íslandít
BEbenmorítÍíslandít
TtrakítDdasít
ARalkalí-ríólítRríólít

Alkalíska syrpan er breytileg mjög og myndast við ýmsar aðstæður. Hér á landi einkennir „milt-alkalískt“ gosberg utanhryggjargosbeltin tvö, Snæfellsnes og Vestmannaeyjar. Bergraðir alkalísku og lág-alkalísku syrpanna eru sýndar á meðfylgjandi grafi, en auk þeirra finnst þriðja röðin— millibergröðin—á Suðurlandi milli alkalísks bergs Vestmannaeyja og lág-alkalísks bergs norður-rekbeltisins.

Tilvísun:
  1. ^ Sveinn P. Jakobsson, Kristján Jónasson, Ingvar A. Sigurðsson 2008. The three igneous rock series of Iceland. Jökull 58: 117–138.

Mynd:
  • Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013).

...