Sólin Sólin Rís 08:44 • sest 18:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:50 • Sest 09:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:04 • Síðdegis: 20:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:00 • Síðdegis: 14:18 í Reykjavík

Hvað eru "íslandít" og "Iceland spar"?

Sigurður Steinþórsson

"Íslandít" er bergtegund, járnríkt andesít. Nafnið bjó til breski jarðfræðingurinn Ian Carmichael, sem síðar varð prófessor í Berkeley í Kaliforníu, þegar hann vann að doktorsritgerð sinni um tertíeru Þingmúla-eldstöðina í Skriðdal kringum 1960. Í bergsyrpum megineldstöðva meginlandanna er algengast að styrkur járns lækki með vaxandi styrk kísils (SiO2) í berginu, en í Þingmúla-eldstöðinni var þessu sem sagt öðru vísi farið, þannig að Carmichael sá ástæðu til að gefa þessari bergtegund sérstakt nafn.

Silfurberg.

"Iceland spar" heitir silfurberg á íslensku, og er tært afbrigði af kalkspati, CaCO3. Silfurberg var, og er enn að einhverju leyti, notað í ýmis ljósfræðileg tæki, meðal annars til að skauta ljós með tvíbroti. Á 18. og 19. öld þótti silfurbergið frá Helgustöðum í Reyðarfirði bera af öðru slíku, og því kenndu Bretar það við Ísland. Á Náttúrufræðisafninu í London er kristallur frá Helgustöðum sem er hálfur metri að lengd, algerlega tær, gallalaus og ósprunginn, þannig að hægt að horfa gegnum hann og sjá hvernig hann skautar ljósið og klýfur það í tvo geisla.

Mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

1.11.2000

Spyrjandi

Kristján Heiðar Jóhannsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvað eru "íslandít" og "Iceland spar"? “ Vísindavefurinn, 1. nóvember 2000. Sótt 27. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1065.

Sigurður Steinþórsson. (2000, 1. nóvember). Hvað eru "íslandít" og "Iceland spar"? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1065

Sigurður Steinþórsson. „Hvað eru "íslandít" og "Iceland spar"? “ Vísindavefurinn. 1. nóv. 2000. Vefsíða. 27. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1065>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru "íslandít" og "Iceland spar"?
"Íslandít" er bergtegund, járnríkt andesít. Nafnið bjó til breski jarðfræðingurinn Ian Carmichael, sem síðar varð prófessor í Berkeley í Kaliforníu, þegar hann vann að doktorsritgerð sinni um tertíeru Þingmúla-eldstöðina í Skriðdal kringum 1960. Í bergsyrpum megineldstöðva meginlandanna er algengast að styrkur járns lækki með vaxandi styrk kísils (SiO2) í berginu, en í Þingmúla-eldstöðinni var þessu sem sagt öðru vísi farið, þannig að Carmichael sá ástæðu til að gefa þessari bergtegund sérstakt nafn.

Silfurberg.

"Iceland spar" heitir silfurberg á íslensku, og er tært afbrigði af kalkspati, CaCO3. Silfurberg var, og er enn að einhverju leyti, notað í ýmis ljósfræðileg tæki, meðal annars til að skauta ljós með tvíbroti. Á 18. og 19. öld þótti silfurbergið frá Helgustöðum í Reyðarfirði bera af öðru slíku, og því kenndu Bretar það við Ísland. Á Náttúrufræðisafninu í London er kristallur frá Helgustöðum sem er hálfur metri að lengd, algerlega tær, gallalaus og ósprunginn, þannig að hægt að horfa gegnum hann og sjá hvernig hann skautar ljósið og klýfur það í tvo geisla.

Mynd: ...