Hawaii telst landfræðilega til Eyjaálfu (heimsálfunnar Ástralíu eða Oceania) þó að eyjaklasinn sé hluti af ríkinu sem við köllum Bandaríki Norður-Ameríku. Þetta gerist á sama hátt og Grænland telst til Ameríku, Tyrkland norðan Hellusunds (Bosporus) telst til Evrópu og Síbería telst til Asíu þó að hún tilheyri ríkinu Rússlandi, sem okkur er tamast að telja í Evrópu. Þetta eru allt dæmi um það að pólitísk ríkjaskipting þarf ekki endilega að fylgja landfræðilegri skiptingu í heimsálfur. Hér innanlands hafa líka verið til dæmi þess að sama jörðin ætti land í tveimur sýslum.
Við getum litið svo á að pólitíska skiptingin sé mannanna verk þar sem landfræðilega skiptingin er hins vegar frekar látin fylgja náttúrufyrirbærum eins og úthöfum, innhöfum, sundum, fljótum eða fjallgörðum.
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Til hvaða heimsálfu teljast Hawaii-eyjar, Norður-Ameríku eða Eyjaálfu?“ Vísindavefurinn, 7. febrúar 2002. Sótt 22. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=2102.
Þorsteinn Vilhjálmsson. (2002, 7. febrúar). Til hvaða heimsálfu teljast Hawaii-eyjar, Norður-Ameríku eða Eyjaálfu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2102
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Til hvaða heimsálfu teljast Hawaii-eyjar, Norður-Ameríku eða Eyjaálfu?“ Vísindavefurinn. 7. feb. 2002. Vefsíða. 22. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2102>.
Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!