Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:59 • Sest 13:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:31 í Reykjavík

Í hvaða heimsálfu eru Vestur-Indíur?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Til hvaða álfu teljast Kanaríeyjar?
  • Í hvaða heimsálfu er Grænland, Evrópu eða Norður-Ameríku?
  • Í hvaða heimsálfu er Kína?

Það má nota ýmsar leiðir til þess að finna út hvaða heimsálfu lönd tilheyra. Ein leið er sú að skoða landabréfabók en þar er oftast hægt að sjá til hvaða heimsálfu lönd heyra. Önnur leið er sú að nota netið en þar eru margar síður sem lista upp lönd heims eftir heimsálfum. Dæmi um slíkar síður eru Wikipedia.org, Worldatlas.com eða countries-ofthe-world.com. Þá má nota The World Factbook, velja þar land og velja svo "geography" en þar er tilgreint í hvaða heimsálfu landið er. Ótal fleiri síður á netinu er hægt að nota til að finna hvaða heimsálfu land tilheyrir en þessar verða látnar duga hér.


Varðandi þau lönd eða svæði sem spurt er um í upphafi þá hefur þegar komið fram í svörum á Vísindavefnum (til dæmis Hversu mörg ríki eru í fleiri en einni heimsálfu?) að Grænland er landfræðilega hluti Norður-Ameríku og Kanaríeyjar hluti af Afríku þó þau tilheyri bæði ríkum sem eru í Evrópu (Grænland heyrir undir Danmörku og Kanaríeyjar undir Spán).

Vestur-Indíur er eyjaklasinn sem skilur Mexíkóflóa og Karíbahafið frá Atlantshafi og teygir sig frá Flórídaskaga í Norður-Ameríku að ströndum Venesúela í Suður-Ameríku. Í svari við spurningunni Hvað eru mörg ríki í Norður- og Suður-Ameríku? kemur fram að venjan er að telja eyjar Karíbahafsins til Norður-Ameríku þegar Ameríku er skipt í tvær heimsálfur, norður og suður. Hins vegar er oft notuð önnur skipting, til dæmis er gjarnan talað um Mið-Ameríku og eyjar Karíbahafsins sem sérstakt svæði. Einnig er hugtakið Rómanska Ameríka vel þekkt en það nær yfir Suður-Ameríku, eyjar Karíbahafsins og syðsta hluta Norður-Ameríku. Nánar má lesa um þetta í svari við spurningunni Í hvaða heimsálfu er Mexíkó, Norður- eða Suður-Ameríku?

Loks var spurt um Kína en þetta fjölmennasta ríki heims er óumdeilanlega í Asíu.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um heimsálfur, til dæmis:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

12.4.2005

Spyrjandi

Arnar Níelsson
Atli Aðalsteinsson
Inga Þöll
Þorvaldur Davíðsson, f. 1990
Silja Sif, f. 1993

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Í hvaða heimsálfu eru Vestur-Indíur?“ Vísindavefurinn, 12. apríl 2005. Sótt 11. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=4880.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2005, 12. apríl). Í hvaða heimsálfu eru Vestur-Indíur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4880

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Í hvaða heimsálfu eru Vestur-Indíur?“ Vísindavefurinn. 12. apr. 2005. Vefsíða. 11. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4880>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Í hvaða heimsálfu eru Vestur-Indíur?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Til hvaða álfu teljast Kanaríeyjar?
  • Í hvaða heimsálfu er Grænland, Evrópu eða Norður-Ameríku?
  • Í hvaða heimsálfu er Kína?

Það má nota ýmsar leiðir til þess að finna út hvaða heimsálfu lönd tilheyra. Ein leið er sú að skoða landabréfabók en þar er oftast hægt að sjá til hvaða heimsálfu lönd heyra. Önnur leið er sú að nota netið en þar eru margar síður sem lista upp lönd heims eftir heimsálfum. Dæmi um slíkar síður eru Wikipedia.org, Worldatlas.com eða countries-ofthe-world.com. Þá má nota The World Factbook, velja þar land og velja svo "geography" en þar er tilgreint í hvaða heimsálfu landið er. Ótal fleiri síður á netinu er hægt að nota til að finna hvaða heimsálfu land tilheyrir en þessar verða látnar duga hér.


Varðandi þau lönd eða svæði sem spurt er um í upphafi þá hefur þegar komið fram í svörum á Vísindavefnum (til dæmis Hversu mörg ríki eru í fleiri en einni heimsálfu?) að Grænland er landfræðilega hluti Norður-Ameríku og Kanaríeyjar hluti af Afríku þó þau tilheyri bæði ríkum sem eru í Evrópu (Grænland heyrir undir Danmörku og Kanaríeyjar undir Spán).

Vestur-Indíur er eyjaklasinn sem skilur Mexíkóflóa og Karíbahafið frá Atlantshafi og teygir sig frá Flórídaskaga í Norður-Ameríku að ströndum Venesúela í Suður-Ameríku. Í svari við spurningunni Hvað eru mörg ríki í Norður- og Suður-Ameríku? kemur fram að venjan er að telja eyjar Karíbahafsins til Norður-Ameríku þegar Ameríku er skipt í tvær heimsálfur, norður og suður. Hins vegar er oft notuð önnur skipting, til dæmis er gjarnan talað um Mið-Ameríku og eyjar Karíbahafsins sem sérstakt svæði. Einnig er hugtakið Rómanska Ameríka vel þekkt en það nær yfir Suður-Ameríku, eyjar Karíbahafsins og syðsta hluta Norður-Ameríku. Nánar má lesa um þetta í svari við spurningunni Í hvaða heimsálfu er Mexíkó, Norður- eða Suður-Ameríku?

Loks var spurt um Kína en þetta fjölmennasta ríki heims er óumdeilanlega í Asíu.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um heimsálfur, til dæmis:...