Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er efnasamsetning hrauns, til dæmis úr Krýsuvíkureldum frá 1151?

Í töflunni sem fylgir svarinu er sýnd efnagreining af Ögmundarhrauni, sem talið er hafa runnið í Krýsuvíkureldum árið 1151. Efnagreiningar sem þessar eru ævinlega gefnar upp sem þunga- eða massahlutföll milli oxíða frumefnanna. Í raun réttri eru efnin í berginu ekki á formi oxíða, nema í fáum tilvikum, en hins vegar má líta á berg og flestar steindir sem grind úr kúlulaga súrefnisatómum þar sem katjónirnar eða plúsjónirnar (Si4+, Ti4+, Fe3+, Fe2+ og svo framvegis) sitja í holum milli þeirra. Einnig væri réttara útaf fyrir sig að nota mól-hlutföll eða atóm-hlutföll í stað þungahlutfalla, en þessi hefð stafar af því, að til skamms tíma voru efnagreiningar gerðar með því að fella út hin ýmsu efni og vega þau.

Bergið í Ögmundarhrauni er basalt (blágrýti), og mjög einkennandi að samsetningu fyrir Reykjanesskagann í heild. Raunar er það í megindráttum einkennandi fyrir mestallt Ísland, sem er byggt upp af storkubergi (bergi sem kristallast hefur úr bergkviku) á 16 milljón árum. Storkuberg er oft flokkað eftir innihaldi kísils (SiO2) í basískt (< 51%), ísúrt (51-63%) og súrt berg (>63% af SiO2). Talið er að Ísland sé yfir 90% úr basalti, næstalgengast er súrt berg, til dæmis líparít, en ísúrt berg, til dæmis Hekluhraun, er sjaldgæfast.
Mynd fengin af vefsetrinu Náttúruhamfarir og mannlíf.

Útgáfudagur

5.7.2000

Spyrjandi

Haraldur Ingvarsson

Efnisorð

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hver er efnasamsetning hrauns, til dæmis úr Krýsuvíkureldum frá 1151? “ Vísindavefurinn, 5. júlí 2000. Sótt 13. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=619.

Sigurður Steinþórsson. (2000, 5. júlí). Hver er efnasamsetning hrauns, til dæmis úr Krýsuvíkureldum frá 1151? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=619

Sigurður Steinþórsson. „Hver er efnasamsetning hrauns, til dæmis úr Krýsuvíkureldum frá 1151? “ Vísindavefurinn. 5. júl. 2000. Vefsíða. 13. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=619>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Davíð Ólafsson

1971

Davíð Ólafsson er aðjúnkt í menningarfræði við Íslensku- og menningardeild HÍ. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að virkni bóklegrar miðlunar út frá sjónarhóli hversdagsmenningar og hugmyndum um atbeina og iðkun.