Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur heitið á bergtegundinni basalti?

Haraldur Sigurðsson

Basalt er algengasta bergtegund á jörðu, og mynda basalthraun til dæmis nær allan hafsbotninn. Basalt er einnig útbreitt á tunglinu, á Mars og hinum innri plánetum sólkerfisins.

Nafnið á þessari mikilvægu bergtegund er sennilega upprunnið í Egyptalandi fyrir meir en fimm þúsund árum. Egyptar nota nafnið basanos fyrir svartar og vel slípaðar steinplötur, sem voru notaðar til að greina gæði málma, einkum gulls. Basanos er krotsteinn (e. touchstone), en þegar gull eða annar málmur var dreginn yfir svörtu plötuna, þá skildi gullið eftir sig gyllta rák. Litur rákarinnar sem myndaðist á plötunni var mælikvarði á gæði gullsins. Úr orðinu basanos í Egyptalandi kom síðan orðið basants í Grikklandi hinu forna og enn síðar orðið basalt í latínu Rómaveldis.

Kleópatra höggvin í basalt.

Egyptar höfðu annað og mun mikilvægara brúk fyrir basalt, en það var sem hráefni í fagrar höggmyndir, ker og skálar. Basalt hefur verið eftirsótt hráefni fyrir listamenn í Egyptalandi, í fyrsta lagi vegna þess að það er nær svartur steinn, og í öðru lagi vegna þess hvað bergið er fínkornótt. Þess vegna verður áferðin óvenjujöfn og vel slípuð.

Nú er búið að finna grjótnámurnar þar sem basaltið var unnið til að skapa þessar frábæru myndarstyttur af Kleópötru og faraóum Egyptalands. Námurnar eru flestar í einu basalthrauni sem er um 25 milljón ára gamalt. Það er Haddadin-basalthraunið fyrir vestan og norðvestan Kaíróborg. Engin eldvirkni hefur verið í Egyptalandi síðan þetta hraun rann.

Mynd:


Þetta svar er fengið af bloggsíðu Haraldar Sigurðssonar og birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Haraldur Sigurðsson

eldfjallafræðingur

Útgáfudagur

18.5.2012

Síðast uppfært

31.3.2021

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Haraldur Sigurðsson. „Hvaðan kemur heitið á bergtegundinni basalti?“ Vísindavefurinn, 18. maí 2012, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62626.

Haraldur Sigurðsson. (2012, 18. maí). Hvaðan kemur heitið á bergtegundinni basalti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62626

Haraldur Sigurðsson. „Hvaðan kemur heitið á bergtegundinni basalti?“ Vísindavefurinn. 18. maí. 2012. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62626>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur heitið á bergtegundinni basalti?
Basalt er algengasta bergtegund á jörðu, og mynda basalthraun til dæmis nær allan hafsbotninn. Basalt er einnig útbreitt á tunglinu, á Mars og hinum innri plánetum sólkerfisins.

Nafnið á þessari mikilvægu bergtegund er sennilega upprunnið í Egyptalandi fyrir meir en fimm þúsund árum. Egyptar nota nafnið basanos fyrir svartar og vel slípaðar steinplötur, sem voru notaðar til að greina gæði málma, einkum gulls. Basanos er krotsteinn (e. touchstone), en þegar gull eða annar málmur var dreginn yfir svörtu plötuna, þá skildi gullið eftir sig gyllta rák. Litur rákarinnar sem myndaðist á plötunni var mælikvarði á gæði gullsins. Úr orðinu basanos í Egyptalandi kom síðan orðið basants í Grikklandi hinu forna og enn síðar orðið basalt í latínu Rómaveldis.

Kleópatra höggvin í basalt.

Egyptar höfðu annað og mun mikilvægara brúk fyrir basalt, en það var sem hráefni í fagrar höggmyndir, ker og skálar. Basalt hefur verið eftirsótt hráefni fyrir listamenn í Egyptalandi, í fyrsta lagi vegna þess að það er nær svartur steinn, og í öðru lagi vegna þess hvað bergið er fínkornótt. Þess vegna verður áferðin óvenjujöfn og vel slípuð.

Nú er búið að finna grjótnámurnar þar sem basaltið var unnið til að skapa þessar frábæru myndarstyttur af Kleópötru og faraóum Egyptalands. Námurnar eru flestar í einu basalthrauni sem er um 25 milljón ára gamalt. Það er Haddadin-basalthraunið fyrir vestan og norðvestan Kaíróborg. Engin eldvirkni hefur verið í Egyptalandi síðan þetta hraun rann.

Mynd:


Þetta svar er fengið af bloggsíðu Haraldar Sigurðssonar og birt hér með góðfúslegu leyfi.

...