Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig var daglegt líf og venjur Forngrikkja?

Geir Þ. Þórarinsson

Þessi spurning er viðamikil og hér gefst ekki færi á öðru en að lýsa daglegu lífi Forngrikkja í grófum dráttum. En fyrst ber að slá varnagla. Þegar rætt er um Forngrikki er átt við íbúa Grikklands hins forna eða grískumælandi fólk í fornöld. Fornöld var langur tími. Grískumælandi menn komu fyrst til þess svæðis sem í dag kallast Grikkland um 2000 árum f.Kr. en elstu ritheimildir okkar um Forngrikki eru frá því um miðja 8. öld f.Kr. Fornöld lauk svo ekki fyrr en um 500 árum e.Kr. Á þessum langa tíma tóku aðstæður sem og siðir og venjur Forngrikkja ýmsum breytingum. Einnig ber að geta þess að Grikkland hið forna var mun stærra landsvæði en Grikkland nútímans því að grískumælandi fólk bjó einnig í Jóníu í Litlu Asíu (þar sem í dag er Tyrkland), í ýmsum borgum umhverfis Svartahaf, á Suður-Ítalíu og á Sikiley (sem hét Grikkland hið mikla eða Magna Graecia) og stofnuðu auk þess borgir víða á norðurströnd Afríku og á suðurströnd Frakklands og Spánar. Aftur á móti eru langflestar heimildir okkar frá Aþenu og mun svar þetta miðast við daglegt líf í Aþenu á klassískum tíma, það er að segja á 5. og 4. öld f.Kr.

Grikkland hið forna var aldrei eitt ríki. Hver borg var auk nærliggjandi sveita ríki út af fyrir sig, svokallað borgríki sem var sjálfstætt og að mestu leyti óháð öðrum borgríkjum. Í mismunandi borgum gat verið ólíkt stjórnarfar, ólíkur gjaldmiðill, ólíkar venjur og að auki var mállýskumunur. Grikkir töluðu sama tungumálið í þeim skilningi að þeir skildu hverjir aðra en munurinn á mállýskum gat þó hæglega verið jafnmikill og munurinn á norsku, sænsku og dönsku nútímans. Stundum var líka smávægilegur munur á stafrófinu sem þeir notuðu. Samgöngur voru um margt erfiðar í Grikklandi en Grikkir byggðu aldrei jafngóða vegi og Rómverjar. Til þess að komast á milli borga voru strandsiglingar að minnsta kosti jafnalgengar og ferðalög á landi.

Grískir glímukappar. Skreyting frá um 500 f.Kr.

Í Aþenu var mestalla 5. öldina f.Kr. lýðræði. Allir aþenskir borgarar gátu tekið þátt í stjórnmálum og haft mikil áhrif á stjórn ríkisins. En aþenskir borgarar voru frjálsir fullorðnir karlmenn og báðir foreldrarnir urðu auk þess að vera aþenskir. Þetta útilokaði konur, þræla og aðkomumenn. Heimspekingurinn Platon var til dæmis aþenskur borgari en nemandi hans, Aristóteles, var það ekki, enda fæddur og uppalinn í Stagíru í Makedóníu í norðurhluta Grikklands og sömu sögu er að segja um heimspekinginn Anaxagóras sem kom frá borginni Klazomenæ í Jóníu í Litlu Asíu.

Þótt aðkomumenn hefðu engin borgaraleg réttindi gátu þeir eigi að síður lifað ágætu lífi í Aþenu. Útlendingafælni var að vísu algeng í Grikklandi hinu forna og voru aðkomumenn í flestum borgum litnir hornauga en staða þeirra var þó tiltölulega góð í Aþenu. Þar gátu þeir stofnað fyrirtæki, þénað vel og orðið auðugir menn. Til dæmis má nefna auðmanninn Kefalos, sem bregður fyrir í upphafi Ríkisins eftir Platon. Hann var frá borginni Sýrakúsu á Sikiley en fluttist til Aþenu þar sem hann rak verksmiðju sem framleiddi skildi.

Þrælahald tíðkaðist og voru þeir ódýrt vinnuafl. Algengt var að hvert heimili ætti tvo eða þrjá þræla en auðmenn gátu átt allt að fimmtíu þræla eða fleiri. Einungis þeir fátækustu áttu engan þræl. Ríkið átti einnig þræla sem unnu meðal annars í nálægum silfurnámum en kjör þeirra voru verst.

Staða kvenna var bág, þær höfðu ekki borgararéttindi og nutu lítillar virðingar; þær nutu á engan hátt jafnræðis á við karla. Reyndar voru aþenskar konur að mestu leyti geymdar heima og stigu þær sjaldnast út fyrir hússins dyr. Þær sáu um heimilið en karlinn vann fyrir heimilinu. Konur aðkomumanna voru hins vegar síður lokaðar inni heima hjá sér og þær unnu oft úti til dæmis í sölubás á markaðnum.

Hjónabönd voru talin þjóna þeim tilgangi öðrum fremur að ala mönnum afkomendur. Börnin áttu svo að sjá um foreldrana í ellinni og mikilvægast af öllu var að jarða foreldrana með réttum hætti svo að þeir látnu kæmust leiðar sinnar í undirheimum. Flest hjónabönd voru ákveðin af foreldrunum. Stúlkur giftust yfirleitt um 14 eða 15 ára gamlar en drengir ekki fyrr en um tvítugt eða eldri.

Heimilin voru lítil og þröng, stundum á tveimur hæðum. Húsgögn voru fá og oftast engin salernisaðstaða. Í staðinn höfðu menn næturgagn undir rúmi. Karlar og konur sváfu í aðskildum herbergjum. Oft voru herbergi kvennanna á efri hæð en herbergi karlanna á fyrstu hæð. Um nætur voru konurnar oftar en ekki læstar inni í herbergi sínu. Á daginn vann karlinn úti og var sjaldnast mikið heima. Samskipti milli karla og kvenna voru því oft mjög takmörkuð. Meira að segja heima fyrir snæddu karlar og konur máltíðir sínar ekki saman. Stundum snæddu karlar og konur í ólíkum matsölum í húsinu en stundum átu karlarnir fyrst og konurnar svo.

Grikkir snæddu þrjár máltíðir á dag, morgunverð, hádegisverð og kvöldverð. Uppistaðan í fæðu þeirra var brauð, ávextir og grænmeti, mjólkurvörur, egg, hunang og fiskur og annað sjávarfang. Kjöt var dýrt og sjaldan á boðstólum. Helstu korntegundirnar voru hveiti og bygg og úr þeim voru bökuð brauð og hunangskökur. Mjólkin gat verið kúamjólk, geitamjólk eða kindamjólk en úr mjólk gerðu Grikkir meðal annars jógúrt og ost. Algengustu sjávarafurðirnar voru túnfiskur, sverðfiskur, sardínur, ansjósur, gedda, áll, skelfiskur og kolkrabbi. Ef kjöt var á boðstólum var það oftast nautakjöt, svínakjöt, lambakjöt, geitakjöt, kjúklingur, gæs eða héri. Stærri villibráð eins og villisvín eða dádýr þótti herramannsmatur.

Í Aþenu sem og víða annars staðar tíðkuðust svonefndar sveinaástir. Hér er um ástarsamband að ræða milli fullorðins og frjálsborins karlmanns annars vegar og hins vegar kynþroska unglingspilts eða yngri manns sem var ef til vill 15 til 20 ára gamall. Menn sem áttu í ástarsambandi við pilta voru hins vegar gjarnan kvæntir og höfðu hneigðir til kvenna líka. Hér er því ekki endilega um samkynhneigð í nútímaskilningi að ræða heldur ákveðnar félagslegar venjur sem gegndu meðal annars uppeldislegu hlutverki. Og um þær giltu ákveðnar leikreglur. Um þetta má lesa í svari sama höfundar við spurningunni Var algengt að Forngrikkir ættu í ástarsamböndum við unga drengi?

Börn gengu í skóla til um það bil 14 eða 15 ára aldurs og lærðu að lesa, skrifa og reikna og að syngja og leika á hljóðfæri. Ein af undirstöðum allrar menntunar Grikkja voru kvæði skáldsins Hómers. Algengt var að börn lærðu ljóð eða valdar ljóðlínur utanað. Skólar voru ekki opinberar stofnanir heldur lærðu börnin heima hjá kennaranum. Fullorðnir gátu líka menntað sig, meðal annars með því að taka námskeið hjá hinum svonefndu sófistum eða fræðurum en það voru farandkennarar sem ferðuðust borga á milli og héldu námskeið. Þeir kenndu meðal annars málfræði og mælskulist en mikilvægt var hverjum manni að geta komið fyrir sig orði.

Í frístundum sínum stunduðu menn íþróttir, fóru í leikhús, lásu og sömdu ýmiss konar bókmenntir, stunduðu heimspeki og héldu veislur. Helstu íþróttirnar voru kringlukast, spjótkast og hlaup, langstökk og glíma. Þessar fimm greinar mynduðu hina svonefndu fimmþraut (pentaþlon). Hlaup var annaðhvort spretthlaup (um það bil 200 m og 400 m) eða langhlaup (um það bil 5 km). Auk þessara greina var keppt í hnefaleikum, fjölbragðaglímu (gr. pankration) og kappreiðum. Í glímu byrjuðu menn í standandi stöðu og reyndu að fella andstæðinginn niður í jörðina. Í fjölbragðaglímunni voru engar reglur aðrar en þær að ekki leyfðist að pota í augu andstæðingsins, að öðru leyti var allt leyfilegt og lauk ekki glímunni fyrr en annar hafði gefist upp. Í kappreiðum var keppt á kerrum sem tveir hestar drógu.

Grikkir kepptu á ýmsum íþróttaleikum þar sem keppendur komu hvaðanæva að. Frægustu leikarnir eru vafalaust Ólympíuleikarnir sem haldnir voru á fjögurra ára fresti í borginni Ólympíu. Elstu heimildir um þá eru frá 776 f.Kr. Einnig má nefna Isþmíuleikana í Kórintu og Nemeuleikana í Nemeu sem haldnir voru á tveggja ára fresti og Pýþíuleikana í Delfí sem haldnir voru á fjögurra ára fresti. Enn fremur má nefna Stór-Aþenuleikana sem voru haldnir á fjögurra ára fresti og voru hluti af Stór-Aþenuhátíðinni sem haldin var árlega. Á Stór-Aþenuleikunum kepptu einkum Aþeningar og íbúar Attíkuskagans.

Öll grísk leikhús til forna voru undir berum himni.

Í Aþenu kepptu menn einnig í leikritun, bæði í harmleikjum og skopleikjum. Um uppbyggingu grískra leikhúsa má lesa í svari sama höfundar við spurningunni Getið þið sagt mér frá uppbyggingu grískra leikhúsa til forna? Leikritakeppnir fóru fram á Díonýsosarhátíðinni í lok mars og byrjun apríl og á Lenajuhátíðinni í janúar. Meðal annarra hátíða í borginni má nefna Þesmófóruhátíðina sem haldin var árlega til heiðurs gyðjunum Demetru og Persefónu.

Grikkir trúðu á marga guði. Þeirra helstir voru Ólympsguðirnir tólf: Seifur, Póseidon, Hera, Hestía, Demetra, Hefæstos, Afródíta, Ares, Aþena, Apollon, Artemis og Hermes; og auk þeirra Hades, Persefóna og Díonýsos auk fjölmargra annarra guða og hálfguða. Grikkir byggðu guðunum hof og færðu þeim fórnir.

Í Spörtu var lífið um margt afar frábrugðið daglegu lífi í Aþenu. Til dæmis var byrjað að búa drengi undir herþjónustu þar frá sjö ára aldri. Þjálfunin stóð yfir til tvítugs. Þeir gegndu svo herþjónustu til þrítugs og bjuggu í herbúðum ásamt félögum sínum á meðan, hvort sem þeir voru kvæntir eða ekki. Eftir þrítugt gátu þeir flutt til fjölskyldu sinnar en voru þó áfram í varaliði borgarinnar til sextugt. Í Spörtu nutu konur meiri virðingar en í Aþenu og höfðu meira sjálfræði.

Heimildir og frekari fróðleikur:
  • Robert Flaceliére, Daily Life in Greece at the time of Pericles, Peter Green (þýð.) (London: Phoenix Press, 2002).

Myndir:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

4.9.2008

Síðast uppfært

29.7.2021

Spyrjandi

Erla Jóhannsdóttir

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvernig var daglegt líf og venjur Forngrikkja?“ Vísindavefurinn, 4. september 2008, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=21283.

Geir Þ. Þórarinsson. (2008, 4. september). Hvernig var daglegt líf og venjur Forngrikkja? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=21283

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvernig var daglegt líf og venjur Forngrikkja?“ Vísindavefurinn. 4. sep. 2008. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=21283>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig var daglegt líf og venjur Forngrikkja?
Þessi spurning er viðamikil og hér gefst ekki færi á öðru en að lýsa daglegu lífi Forngrikkja í grófum dráttum. En fyrst ber að slá varnagla. Þegar rætt er um Forngrikki er átt við íbúa Grikklands hins forna eða grískumælandi fólk í fornöld. Fornöld var langur tími. Grískumælandi menn komu fyrst til þess svæðis sem í dag kallast Grikkland um 2000 árum f.Kr. en elstu ritheimildir okkar um Forngrikki eru frá því um miðja 8. öld f.Kr. Fornöld lauk svo ekki fyrr en um 500 árum e.Kr. Á þessum langa tíma tóku aðstæður sem og siðir og venjur Forngrikkja ýmsum breytingum. Einnig ber að geta þess að Grikkland hið forna var mun stærra landsvæði en Grikkland nútímans því að grískumælandi fólk bjó einnig í Jóníu í Litlu Asíu (þar sem í dag er Tyrkland), í ýmsum borgum umhverfis Svartahaf, á Suður-Ítalíu og á Sikiley (sem hét Grikkland hið mikla eða Magna Graecia) og stofnuðu auk þess borgir víða á norðurströnd Afríku og á suðurströnd Frakklands og Spánar. Aftur á móti eru langflestar heimildir okkar frá Aþenu og mun svar þetta miðast við daglegt líf í Aþenu á klassískum tíma, það er að segja á 5. og 4. öld f.Kr.

Grikkland hið forna var aldrei eitt ríki. Hver borg var auk nærliggjandi sveita ríki út af fyrir sig, svokallað borgríki sem var sjálfstætt og að mestu leyti óháð öðrum borgríkjum. Í mismunandi borgum gat verið ólíkt stjórnarfar, ólíkur gjaldmiðill, ólíkar venjur og að auki var mállýskumunur. Grikkir töluðu sama tungumálið í þeim skilningi að þeir skildu hverjir aðra en munurinn á mállýskum gat þó hæglega verið jafnmikill og munurinn á norsku, sænsku og dönsku nútímans. Stundum var líka smávægilegur munur á stafrófinu sem þeir notuðu. Samgöngur voru um margt erfiðar í Grikklandi en Grikkir byggðu aldrei jafngóða vegi og Rómverjar. Til þess að komast á milli borga voru strandsiglingar að minnsta kosti jafnalgengar og ferðalög á landi.

Grískir glímukappar. Skreyting frá um 500 f.Kr.

Í Aþenu var mestalla 5. öldina f.Kr. lýðræði. Allir aþenskir borgarar gátu tekið þátt í stjórnmálum og haft mikil áhrif á stjórn ríkisins. En aþenskir borgarar voru frjálsir fullorðnir karlmenn og báðir foreldrarnir urðu auk þess að vera aþenskir. Þetta útilokaði konur, þræla og aðkomumenn. Heimspekingurinn Platon var til dæmis aþenskur borgari en nemandi hans, Aristóteles, var það ekki, enda fæddur og uppalinn í Stagíru í Makedóníu í norðurhluta Grikklands og sömu sögu er að segja um heimspekinginn Anaxagóras sem kom frá borginni Klazomenæ í Jóníu í Litlu Asíu.

Þótt aðkomumenn hefðu engin borgaraleg réttindi gátu þeir eigi að síður lifað ágætu lífi í Aþenu. Útlendingafælni var að vísu algeng í Grikklandi hinu forna og voru aðkomumenn í flestum borgum litnir hornauga en staða þeirra var þó tiltölulega góð í Aþenu. Þar gátu þeir stofnað fyrirtæki, þénað vel og orðið auðugir menn. Til dæmis má nefna auðmanninn Kefalos, sem bregður fyrir í upphafi Ríkisins eftir Platon. Hann var frá borginni Sýrakúsu á Sikiley en fluttist til Aþenu þar sem hann rak verksmiðju sem framleiddi skildi.

Þrælahald tíðkaðist og voru þeir ódýrt vinnuafl. Algengt var að hvert heimili ætti tvo eða þrjá þræla en auðmenn gátu átt allt að fimmtíu þræla eða fleiri. Einungis þeir fátækustu áttu engan þræl. Ríkið átti einnig þræla sem unnu meðal annars í nálægum silfurnámum en kjör þeirra voru verst.

Staða kvenna var bág, þær höfðu ekki borgararéttindi og nutu lítillar virðingar; þær nutu á engan hátt jafnræðis á við karla. Reyndar voru aþenskar konur að mestu leyti geymdar heima og stigu þær sjaldnast út fyrir hússins dyr. Þær sáu um heimilið en karlinn vann fyrir heimilinu. Konur aðkomumanna voru hins vegar síður lokaðar inni heima hjá sér og þær unnu oft úti til dæmis í sölubás á markaðnum.

Hjónabönd voru talin þjóna þeim tilgangi öðrum fremur að ala mönnum afkomendur. Börnin áttu svo að sjá um foreldrana í ellinni og mikilvægast af öllu var að jarða foreldrana með réttum hætti svo að þeir látnu kæmust leiðar sinnar í undirheimum. Flest hjónabönd voru ákveðin af foreldrunum. Stúlkur giftust yfirleitt um 14 eða 15 ára gamlar en drengir ekki fyrr en um tvítugt eða eldri.

Heimilin voru lítil og þröng, stundum á tveimur hæðum. Húsgögn voru fá og oftast engin salernisaðstaða. Í staðinn höfðu menn næturgagn undir rúmi. Karlar og konur sváfu í aðskildum herbergjum. Oft voru herbergi kvennanna á efri hæð en herbergi karlanna á fyrstu hæð. Um nætur voru konurnar oftar en ekki læstar inni í herbergi sínu. Á daginn vann karlinn úti og var sjaldnast mikið heima. Samskipti milli karla og kvenna voru því oft mjög takmörkuð. Meira að segja heima fyrir snæddu karlar og konur máltíðir sínar ekki saman. Stundum snæddu karlar og konur í ólíkum matsölum í húsinu en stundum átu karlarnir fyrst og konurnar svo.

Grikkir snæddu þrjár máltíðir á dag, morgunverð, hádegisverð og kvöldverð. Uppistaðan í fæðu þeirra var brauð, ávextir og grænmeti, mjólkurvörur, egg, hunang og fiskur og annað sjávarfang. Kjöt var dýrt og sjaldan á boðstólum. Helstu korntegundirnar voru hveiti og bygg og úr þeim voru bökuð brauð og hunangskökur. Mjólkin gat verið kúamjólk, geitamjólk eða kindamjólk en úr mjólk gerðu Grikkir meðal annars jógúrt og ost. Algengustu sjávarafurðirnar voru túnfiskur, sverðfiskur, sardínur, ansjósur, gedda, áll, skelfiskur og kolkrabbi. Ef kjöt var á boðstólum var það oftast nautakjöt, svínakjöt, lambakjöt, geitakjöt, kjúklingur, gæs eða héri. Stærri villibráð eins og villisvín eða dádýr þótti herramannsmatur.

Í Aþenu sem og víða annars staðar tíðkuðust svonefndar sveinaástir. Hér er um ástarsamband að ræða milli fullorðins og frjálsborins karlmanns annars vegar og hins vegar kynþroska unglingspilts eða yngri manns sem var ef til vill 15 til 20 ára gamall. Menn sem áttu í ástarsambandi við pilta voru hins vegar gjarnan kvæntir og höfðu hneigðir til kvenna líka. Hér er því ekki endilega um samkynhneigð í nútímaskilningi að ræða heldur ákveðnar félagslegar venjur sem gegndu meðal annars uppeldislegu hlutverki. Og um þær giltu ákveðnar leikreglur. Um þetta má lesa í svari sama höfundar við spurningunni Var algengt að Forngrikkir ættu í ástarsamböndum við unga drengi?

Börn gengu í skóla til um það bil 14 eða 15 ára aldurs og lærðu að lesa, skrifa og reikna og að syngja og leika á hljóðfæri. Ein af undirstöðum allrar menntunar Grikkja voru kvæði skáldsins Hómers. Algengt var að börn lærðu ljóð eða valdar ljóðlínur utanað. Skólar voru ekki opinberar stofnanir heldur lærðu börnin heima hjá kennaranum. Fullorðnir gátu líka menntað sig, meðal annars með því að taka námskeið hjá hinum svonefndu sófistum eða fræðurum en það voru farandkennarar sem ferðuðust borga á milli og héldu námskeið. Þeir kenndu meðal annars málfræði og mælskulist en mikilvægt var hverjum manni að geta komið fyrir sig orði.

Í frístundum sínum stunduðu menn íþróttir, fóru í leikhús, lásu og sömdu ýmiss konar bókmenntir, stunduðu heimspeki og héldu veislur. Helstu íþróttirnar voru kringlukast, spjótkast og hlaup, langstökk og glíma. Þessar fimm greinar mynduðu hina svonefndu fimmþraut (pentaþlon). Hlaup var annaðhvort spretthlaup (um það bil 200 m og 400 m) eða langhlaup (um það bil 5 km). Auk þessara greina var keppt í hnefaleikum, fjölbragðaglímu (gr. pankration) og kappreiðum. Í glímu byrjuðu menn í standandi stöðu og reyndu að fella andstæðinginn niður í jörðina. Í fjölbragðaglímunni voru engar reglur aðrar en þær að ekki leyfðist að pota í augu andstæðingsins, að öðru leyti var allt leyfilegt og lauk ekki glímunni fyrr en annar hafði gefist upp. Í kappreiðum var keppt á kerrum sem tveir hestar drógu.

Grikkir kepptu á ýmsum íþróttaleikum þar sem keppendur komu hvaðanæva að. Frægustu leikarnir eru vafalaust Ólympíuleikarnir sem haldnir voru á fjögurra ára fresti í borginni Ólympíu. Elstu heimildir um þá eru frá 776 f.Kr. Einnig má nefna Isþmíuleikana í Kórintu og Nemeuleikana í Nemeu sem haldnir voru á tveggja ára fresti og Pýþíuleikana í Delfí sem haldnir voru á fjögurra ára fresti. Enn fremur má nefna Stór-Aþenuleikana sem voru haldnir á fjögurra ára fresti og voru hluti af Stór-Aþenuhátíðinni sem haldin var árlega. Á Stór-Aþenuleikunum kepptu einkum Aþeningar og íbúar Attíkuskagans.

Öll grísk leikhús til forna voru undir berum himni.

Í Aþenu kepptu menn einnig í leikritun, bæði í harmleikjum og skopleikjum. Um uppbyggingu grískra leikhúsa má lesa í svari sama höfundar við spurningunni Getið þið sagt mér frá uppbyggingu grískra leikhúsa til forna? Leikritakeppnir fóru fram á Díonýsosarhátíðinni í lok mars og byrjun apríl og á Lenajuhátíðinni í janúar. Meðal annarra hátíða í borginni má nefna Þesmófóruhátíðina sem haldin var árlega til heiðurs gyðjunum Demetru og Persefónu.

Grikkir trúðu á marga guði. Þeirra helstir voru Ólympsguðirnir tólf: Seifur, Póseidon, Hera, Hestía, Demetra, Hefæstos, Afródíta, Ares, Aþena, Apollon, Artemis og Hermes; og auk þeirra Hades, Persefóna og Díonýsos auk fjölmargra annarra guða og hálfguða. Grikkir byggðu guðunum hof og færðu þeim fórnir.

Í Spörtu var lífið um margt afar frábrugðið daglegu lífi í Aþenu. Til dæmis var byrjað að búa drengi undir herþjónustu þar frá sjö ára aldri. Þjálfunin stóð yfir til tvítugs. Þeir gegndu svo herþjónustu til þrítugs og bjuggu í herbúðum ásamt félögum sínum á meðan, hvort sem þeir voru kvæntir eða ekki. Eftir þrítugt gátu þeir flutt til fjölskyldu sinnar en voru þó áfram í varaliði borgarinnar til sextugt. Í Spörtu nutu konur meiri virðingar en í Aþenu og höfðu meira sjálfræði.

Heimildir og frekari fróðleikur:
  • Robert Flaceliére, Daily Life in Greece at the time of Pericles, Peter Green (þýð.) (London: Phoenix Press, 2002).

Myndir:...