Sólin Sólin Rís 05:54 • sest 21:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:29 • Síðdegis: 24:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:26 í Reykjavík

Getið þið sagt mér frá grískum skopleikjum og skopleikjaskáldum?

Geir Þ. Þórarinsson

Allir varðveittir grískir skopleikir eru frá Aþenu og nágrenni borgarinnar á Attíkuskaganum. Ekki er vitað með vissu hver uppruni grískrar leiklistar er og engar haldbærar skýringar eru á nafni skopleikja (kómoídía hugsanlega af orðinu komazein, að ærslast). Ef til vill varð leiklistin til um miðja 6. öld f.Kr. Heimspekingurinn Aristóteles taldi að uppruna skopleikja væri að finna í söng þeirra sem fóru fyrir svokölluðum völsasöngvum en það voru söngvar sungnir í eins konar skrúðgöngu á eftir eftirlíkingu af stórum getnaðarlimi til heiðurs Díonýsosi.

Sögu skopleikja er venjulega skipt í þrjú tímabil:
  • gamli skopleikurinn (5. öld f.Kr.)
  • miðskopleikurinn (400 – 323 f.Kr.)
  • nýi skopleikurinn (323-263 f.Kr.)

Í Aþenu var keppt í leikritun á Díonýsosarhátíðinni og Lenajuhátíðinni. Fyrst var keppt í skopleikjaritun á Díonýsosarhátíðinni í Aþenu árið 486 f.Kr. Um 440 f.Kr. var einnig farið að keppa í skopleikjaritun á Lenajuhátíðinni. Fimm skopleikir voru settir á svið ár hvert á hvorri hátíð fyrir sig, nema á árum Pelópsskagastríðsins (431-404 f.Kr.) en þá voru einungis settir á svið þrír skopleikir árlega á hvorri hátíð fyrir sig.


Lýsistrata er líklega þekktasti skopleikur Aristófanesar. Í leiknum neita allar grískar konur, undir forystu Lýsiströtu, mönnum sínum um kynlíf þangað til þeir láta af hernaðarbrölti sínu. Myndin er úr uppfærslu Théâtre d'Arras á Lýsiströtu.

Í gamla skopleiknum var gert grín að bæði mönnum og málefnum aðallega með útúrsnúningum. Gamli skopleikurinn er oft nefndur aristófanískur skopleikur af því að allir varðveittir skopleikir frá þessu tímabili eru eftir Aristófanes (um 445 – um 385 f.Kr.) að undanskildum brotum úr verkum annarra höfunda. Elsta varðveitta leikritið er Akkarníumenn frá 425 f.Kr. en auk þess eru varðveittir átta aðrir gamlir skopleikir, það er Riddararnir (424 f.Kr.), Skýin (423 f.Kr., 2. útg. varðveitt) Vespurnar (422 f.Kr.), Friður (421 f.Kr.), Fuglarnir (414 f.Kr.), Lýsistrata (411 f.Kr.), Konur á Þesmófóruhátíð (411 f.Kr.) og Froskarnir (405 f.Kr.).

Auk þeirra skopleikja Aristófanesar sem nefndir hafa verið eru varðveittir tveir til viðbótar sem teljast til miðskopleiksins en það eru Þingkonurnar (392 f.Kr.) og Auður (382 f.Kr.). Nöfn fimmtíu annarra höfunda eru varðveitt en einungis brot úr verkum þeirra. Á tíma miðgamanleiksins urðu skopleikirnir almennari og misstu að nokkru leyti aþenskt yfirbragð sitt og smám saman hvarf stjórnmálaádeilan sem hafði einkennt gamla skopleikinn að miklu leyti.

Í nýja skopleiknum var kórinn ekki eins mikilvægur og í gamla skopleiknum, stjórnmálaádeilur voru afar fátíðar og persónur urðu að ákveðnum staðalmyndum: heimski húsbóndinn, ástfangni unglingurinn, fégráðuga skækjan, uppátækjasami þrællinn, matgráðuga smeðjan og raupgjarni hermaðurinn. Söguflétturnar urðu einnig að verulegu leyti staðlaðar. Menandros (342 – um 292 f.Kr.) er mestur grískra höfunda þessa tímabils. Leikrit hans glötuðust öll á 7. og 8. öld en papýrusbrot hafa fundist á 20. öld og nú er varðveitt eitt leikrit í heilu lagi, Fýlupúkinn, auk brota úr allnokkrum til viðbótar. Að Menandrosi undanskildum var Fílemon (um 361 – um 263 f.Kr.) þekktasti gríski höfundur nýja skopleiksins.

Svör um tengt efni á Vísindavefnum:

Frekari fróðleikur:
  • Aristóteles, Um skáldskaparlistina 2. útg. Kristján Árnason (þýð.) (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1997).
  • Aristotle, Poetics. Richard Janko (þýð.) (Indianapolis: Hackett, 1987).

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

7.12.2007

Spyrjandi

Guðrún Helga

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Getið þið sagt mér frá grískum skopleikjum og skopleikjaskáldum?“ Vísindavefurinn, 7. desember 2007. Sótt 15. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6947.

Geir Þ. Þórarinsson. (2007, 7. desember). Getið þið sagt mér frá grískum skopleikjum og skopleikjaskáldum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6947

Geir Þ. Þórarinsson. „Getið þið sagt mér frá grískum skopleikjum og skopleikjaskáldum?“ Vísindavefurinn. 7. des. 2007. Vefsíða. 15. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6947>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér frá grískum skopleikjum og skopleikjaskáldum?
Allir varðveittir grískir skopleikir eru frá Aþenu og nágrenni borgarinnar á Attíkuskaganum. Ekki er vitað með vissu hver uppruni grískrar leiklistar er og engar haldbærar skýringar eru á nafni skopleikja (kómoídía hugsanlega af orðinu komazein, að ærslast). Ef til vill varð leiklistin til um miðja 6. öld f.Kr. Heimspekingurinn Aristóteles taldi að uppruna skopleikja væri að finna í söng þeirra sem fóru fyrir svokölluðum völsasöngvum en það voru söngvar sungnir í eins konar skrúðgöngu á eftir eftirlíkingu af stórum getnaðarlimi til heiðurs Díonýsosi.

Sögu skopleikja er venjulega skipt í þrjú tímabil:
  • gamli skopleikurinn (5. öld f.Kr.)
  • miðskopleikurinn (400 – 323 f.Kr.)
  • nýi skopleikurinn (323-263 f.Kr.)

Í Aþenu var keppt í leikritun á Díonýsosarhátíðinni og Lenajuhátíðinni. Fyrst var keppt í skopleikjaritun á Díonýsosarhátíðinni í Aþenu árið 486 f.Kr. Um 440 f.Kr. var einnig farið að keppa í skopleikjaritun á Lenajuhátíðinni. Fimm skopleikir voru settir á svið ár hvert á hvorri hátíð fyrir sig, nema á árum Pelópsskagastríðsins (431-404 f.Kr.) en þá voru einungis settir á svið þrír skopleikir árlega á hvorri hátíð fyrir sig.


Lýsistrata er líklega þekktasti skopleikur Aristófanesar. Í leiknum neita allar grískar konur, undir forystu Lýsiströtu, mönnum sínum um kynlíf þangað til þeir láta af hernaðarbrölti sínu. Myndin er úr uppfærslu Théâtre d'Arras á Lýsiströtu.

Í gamla skopleiknum var gert grín að bæði mönnum og málefnum aðallega með útúrsnúningum. Gamli skopleikurinn er oft nefndur aristófanískur skopleikur af því að allir varðveittir skopleikir frá þessu tímabili eru eftir Aristófanes (um 445 – um 385 f.Kr.) að undanskildum brotum úr verkum annarra höfunda. Elsta varðveitta leikritið er Akkarníumenn frá 425 f.Kr. en auk þess eru varðveittir átta aðrir gamlir skopleikir, það er Riddararnir (424 f.Kr.), Skýin (423 f.Kr., 2. útg. varðveitt) Vespurnar (422 f.Kr.), Friður (421 f.Kr.), Fuglarnir (414 f.Kr.), Lýsistrata (411 f.Kr.), Konur á Þesmófóruhátíð (411 f.Kr.) og Froskarnir (405 f.Kr.).

Auk þeirra skopleikja Aristófanesar sem nefndir hafa verið eru varðveittir tveir til viðbótar sem teljast til miðskopleiksins en það eru Þingkonurnar (392 f.Kr.) og Auður (382 f.Kr.). Nöfn fimmtíu annarra höfunda eru varðveitt en einungis brot úr verkum þeirra. Á tíma miðgamanleiksins urðu skopleikirnir almennari og misstu að nokkru leyti aþenskt yfirbragð sitt og smám saman hvarf stjórnmálaádeilan sem hafði einkennt gamla skopleikinn að miklu leyti.

Í nýja skopleiknum var kórinn ekki eins mikilvægur og í gamla skopleiknum, stjórnmálaádeilur voru afar fátíðar og persónur urðu að ákveðnum staðalmyndum: heimski húsbóndinn, ástfangni unglingurinn, fégráðuga skækjan, uppátækjasami þrællinn, matgráðuga smeðjan og raupgjarni hermaðurinn. Söguflétturnar urðu einnig að verulegu leyti staðlaðar. Menandros (342 – um 292 f.Kr.) er mestur grískra höfunda þessa tímabils. Leikrit hans glötuðust öll á 7. og 8. öld en papýrusbrot hafa fundist á 20. öld og nú er varðveitt eitt leikrit í heilu lagi, Fýlupúkinn, auk brota úr allnokkrum til viðbótar. Að Menandrosi undanskildum var Fílemon (um 361 – um 263 f.Kr.) þekktasti gríski höfundur nýja skopleiksins.

Svör um tengt efni á Vísindavefnum:

Frekari fróðleikur:
  • Aristóteles, Um skáldskaparlistina 2. útg. Kristján Árnason (þýð.) (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1997).
  • Aristotle, Poetics. Richard Janko (þýð.) (Indianapolis: Hackett, 1987).

Mynd:...