Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað felst í hugtakinu "kaþarsis" í leiklist?

Geir Þ. Þórarinsson

Gríska orðið kaþarsis þýðir "hreinsun" en hefur einnig verið þýtt "útrás". Sem bókmenntahugtak á það uppruna sinn að rekja til forngríska heimspekingsins Aristótelesar.

Lærifaðir Aristótelesar, Platon, hafði gagnrýnt harkalega skáldin og skáldskapinn meðal annars með þeim rökum að skáldskapur kynti undir óæskilegar tilfinningar áheyrenda. Þessa gagnrýni Platons er að finna í samræðu hans Jóni. Aristóteles brást meðal annars við þessari gagnrýni Platons í riti sínu Um skáldskaparlistina og í samræðunni Um skáldin sem einungis er varðveitt í brotum.


Harmleikurinn Ödípús konungur getur vakið vorkunn og skelfingu meðal áhorfenda. Samkvæmt kenningu Aristótelesar um kaþarsis veitir skáldskapurinn þessum tilfinningum útrás sem er af hinu góða. Myndin á að sýna andlit Ödípúsar eftir að hann hefur blindað sjálfan sig.

Aristóteles hélt því fram að skáldskapur, þar á meðal leikritun, gæti veitt áhorfendum útrás fyrir tilfinningar eins og til dæmis reiði, sorg, vorkunn og ótta. Skilgreining hans á harmleik ber vitni um þetta en Aristóteles skilgreindi harmleik sem "eftirlíking[u] alvarlegrar og heillegrar atburðakeðju […] [Harmleikurinn] sýnir athafnir manna með leik, en lýsir þeim ekki með frásögn, og með því að vekja vorkunn og skelfingu nær hann að veita þessum tilfinningum útrás (Um skáldskaparlistina 1449b 24-28, þýð. Kristjáns Árnasonar). Þannig taldi Aristóteles að það væri beinlínis tilgangur listrænnar eftirlíkingar svo sem harmleikja, gamanleikja og söguljóða, að gefa áheyrendum færi á að upplifa tilfinningarnar sem skáldskapurinn hrærir upp í gegnum skáldskapinn. Með þeim hætti fáum við útrás fyrir tilfinningar okkar og útrásinni fylgir auk þess ákveðin ánægja.

Þess vegna segir Aristóteles að "allir njóta eftirlíkinga" og að "sumt þykir okkur ógeðfellt að horfa á sjálft, þótt við njótum þess hins vegar að horfa á sem nákvæmastar eftirmyndir þess" (Um skáldskaparlistina 1448b 8-9, 1448b 10-11, þýð. Kristjáns Árnasonar). Manneskjunni er líka eðlislægt að líkja eftir hverju sem er, að mati Aristótelesar, "[þ]ví að eftirhermur eru manninum eðlilegar frá blautu barnsbeini, og menn eru frábrugðnir öðrum lífverum að því leyti, að þeir hafa mesta hermihvöt” (Um skáldskaparlistina 1448b 5-7, þýð. Kristjáns Árnasonar). Hermihvötin gegnir ákveðnu menntunar- og uppeldishlutverki en það gerir leiklist og annar skáldskapur einnig því að í gegnum skáldskapinn lærum við að upplifa tilfinningar á réttan hátt og í réttum mæli. Skáldskapurinn hefur því mótandi áhrif á skapgerð okkar.

Í brotum þeim sem varðveitt eru úr Um skáldin og í Stjórnspekinni (VIII.7 1341b 37-40) lofar Aristóteles að fjalla ítarlegar um kaþarsis í Um skáldskaparlistina. Þá umfjöllun er eigi að síður hvergi að finna í varðveittum texta. Þess vegna telja fræðimenn að umfjöllun sú hafi verið í annarri bók ritsins en því miður er einungis fyrsta bók varðveitt.

Frekara lesefni á Vísindavefum:

Frekari fróðleikur:
  • Aristóteles, Um skáldskaparlistina 2. útg. Kristján Árnason (þýð.) (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1997).
  • Aristotle, Poetics. Richard Janko (þýð.) (Indianapolis: Hackett, 1987).

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

5.11.2007

Spyrjandi

Thelma Tryggvadóttir

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað felst í hugtakinu "kaþarsis" í leiklist?“ Vísindavefurinn, 5. nóvember 2007, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6885.

Geir Þ. Þórarinsson. (2007, 5. nóvember). Hvað felst í hugtakinu "kaþarsis" í leiklist? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6885

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað felst í hugtakinu "kaþarsis" í leiklist?“ Vísindavefurinn. 5. nóv. 2007. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6885>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað felst í hugtakinu "kaþarsis" í leiklist?
Gríska orðið kaþarsis þýðir "hreinsun" en hefur einnig verið þýtt "útrás". Sem bókmenntahugtak á það uppruna sinn að rekja til forngríska heimspekingsins Aristótelesar.

Lærifaðir Aristótelesar, Platon, hafði gagnrýnt harkalega skáldin og skáldskapinn meðal annars með þeim rökum að skáldskapur kynti undir óæskilegar tilfinningar áheyrenda. Þessa gagnrýni Platons er að finna í samræðu hans Jóni. Aristóteles brást meðal annars við þessari gagnrýni Platons í riti sínu Um skáldskaparlistina og í samræðunni Um skáldin sem einungis er varðveitt í brotum.


Harmleikurinn Ödípús konungur getur vakið vorkunn og skelfingu meðal áhorfenda. Samkvæmt kenningu Aristótelesar um kaþarsis veitir skáldskapurinn þessum tilfinningum útrás sem er af hinu góða. Myndin á að sýna andlit Ödípúsar eftir að hann hefur blindað sjálfan sig.

Aristóteles hélt því fram að skáldskapur, þar á meðal leikritun, gæti veitt áhorfendum útrás fyrir tilfinningar eins og til dæmis reiði, sorg, vorkunn og ótta. Skilgreining hans á harmleik ber vitni um þetta en Aristóteles skilgreindi harmleik sem "eftirlíking[u] alvarlegrar og heillegrar atburðakeðju […] [Harmleikurinn] sýnir athafnir manna með leik, en lýsir þeim ekki með frásögn, og með því að vekja vorkunn og skelfingu nær hann að veita þessum tilfinningum útrás (Um skáldskaparlistina 1449b 24-28, þýð. Kristjáns Árnasonar). Þannig taldi Aristóteles að það væri beinlínis tilgangur listrænnar eftirlíkingar svo sem harmleikja, gamanleikja og söguljóða, að gefa áheyrendum færi á að upplifa tilfinningarnar sem skáldskapurinn hrærir upp í gegnum skáldskapinn. Með þeim hætti fáum við útrás fyrir tilfinningar okkar og útrásinni fylgir auk þess ákveðin ánægja.

Þess vegna segir Aristóteles að "allir njóta eftirlíkinga" og að "sumt þykir okkur ógeðfellt að horfa á sjálft, þótt við njótum þess hins vegar að horfa á sem nákvæmastar eftirmyndir þess" (Um skáldskaparlistina 1448b 8-9, 1448b 10-11, þýð. Kristjáns Árnasonar). Manneskjunni er líka eðlislægt að líkja eftir hverju sem er, að mati Aristótelesar, "[þ]ví að eftirhermur eru manninum eðlilegar frá blautu barnsbeini, og menn eru frábrugðnir öðrum lífverum að því leyti, að þeir hafa mesta hermihvöt” (Um skáldskaparlistina 1448b 5-7, þýð. Kristjáns Árnasonar). Hermihvötin gegnir ákveðnu menntunar- og uppeldishlutverki en það gerir leiklist og annar skáldskapur einnig því að í gegnum skáldskapinn lærum við að upplifa tilfinningar á réttan hátt og í réttum mæli. Skáldskapurinn hefur því mótandi áhrif á skapgerð okkar.

Í brotum þeim sem varðveitt eru úr Um skáldin og í Stjórnspekinni (VIII.7 1341b 37-40) lofar Aristóteles að fjalla ítarlegar um kaþarsis í Um skáldskaparlistina. Þá umfjöllun er eigi að síður hvergi að finna í varðveittum texta. Þess vegna telja fræðimenn að umfjöllun sú hafi verið í annarri bók ritsins en því miður er einungis fyrsta bók varðveitt.

Frekara lesefni á Vísindavefum:

Frekari fróðleikur:
  • Aristóteles, Um skáldskaparlistina 2. útg. Kristján Árnason (þýð.) (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1997).
  • Aristotle, Poetics. Richard Janko (þýð.) (Indianapolis: Hackett, 1987).

Mynd: