Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað er deus ex machina?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Latneska orðasambandið deus ex machina þýðir bókstaflega 'guð úr vélinni'. Það kemur úr skáldskaparfræðum og vísar til sérstaks leiksviðsbúnaðar sem notaður var til forna, eins konar körfu sem hægt var að hala upp og niður. Grísk leikritaskáld nýttu sér 'guð úr vélinni' til að leysa úr erfiðum flækjum leikrita sinna, til dæmis með því að láta guði stíga niður til jarðar og skakka leikinn þegar allt var komið í hnút. Körfuna mátti einnig nota til að nema persónur á brott. Í leikriti gríska harmleikjaskáldsins Evripídesar (485–406 f.Kr.) um konungsdótturina Medeu er hún til að mynda numin á brott í vagni sólarinnar eftir að hafa drepið börn sín.

Skáldskaparaðferðin deus ex machina hefur frá fornu fari þótt slæleg lausn og til marks um að höfundinum hafi ekki tekist að leysa úr flækju á eðlilegan og trúverðugan hátt. Í riti sínu Um skáldskaparlistina fjallar forngríski heimspekingurinn Aristóteles um deus ex machina með þessum orðum:

Það er því ljóst, að lausn hverrar sögu verður að felast í henni sjálfri og á ekki, eins og í Medeiu, að þurfa neinnar vélar við né íhlutunar eins og i Ilíonskviðu í brottsiglingaratriðinu. En vélina er ágætt að nota til að skýra það sem er utan leiksins, annaðhvort það sem fer á undan honum og er ekki í mannlegu valdi að vita eða það sem síðar gerist og þarf að boðast og kunngerast, því við eignum guðunum þá gáfu að geta fylgzt með öllu. Í atburðarásinni má ekkert það vera sem er fjarstæðukennt, og ef það er, þá verður það að vera utan leiksins sjálfs, eins og í Oídípúsi Sófóklesar.[1]

Þarna mælir Aristóteles sem sagt aðeins með aðferðinni til að skýra eitthvað sem er utan leiksins en ekki til þess að leysa úr atriðum sem eru eiginlegur hluti framvindunnar.

Skýringarmynd af grísku leikhúsi til forna. Ofarlega til hægri sést leiksviðsbúnaður sem gengur undir latneska heitinu deus ex machina. Orðasambandið merkir bókstaflega 'guð úr vélinni' og var eins konar karfa sem hægt var að hala upp og niður.

Í helgileikjum miðalda var María mey stundum notuð sem ígildi deus ex machina og þýska leikritaskáldið Bertolt Brecht beitti aðferðinni í leikritinu Túskildingsóperan (þ. Die Dreigroschenoper), en þá sem meðvitaðri parodíu.

Í nútíma skáldskap, hvort sem það eru leiksýningar, sögur, sjónvarpsþættir eða annað skáldað efni, er víða hægt að finna merki um deus ex machina. Ekki þó endilega í eiginlegri merkingu, heldur sem einfaldri aðferð til að leysa flækjur á lítt sannfærandi hátt. Deus ex machina er til að mynda oft notað í svonefndu melódrama, en það eru verk sem byggja á einfaldri persónusköpun og æsilegri atburðarás sem oftar en ekki hlýtur farsælan endi, þrátt fyrir að slíkt sé ekki endilega trúverðugt.

Tilvísun:
  1. ^ Aristóteles, Um skáldskaparlistina (þýð. Kristján Árnason), Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík 1976, bls. 70.

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

10.2.2023

Spyrjandi

Kasper Jan

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er deus ex machina?“ Vísindavefurinn, 10. febrúar 2023. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=78209.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2023, 10. febrúar). Hvað er deus ex machina? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78209

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er deus ex machina?“ Vísindavefurinn. 10. feb. 2023. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78209>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er deus ex machina?
Latneska orðasambandið deus ex machina þýðir bókstaflega 'guð úr vélinni'. Það kemur úr skáldskaparfræðum og vísar til sérstaks leiksviðsbúnaðar sem notaður var til forna, eins konar körfu sem hægt var að hala upp og niður. Grísk leikritaskáld nýttu sér 'guð úr vélinni' til að leysa úr erfiðum flækjum leikrita sinna, til dæmis með því að láta guði stíga niður til jarðar og skakka leikinn þegar allt var komið í hnút. Körfuna mátti einnig nota til að nema persónur á brott. Í leikriti gríska harmleikjaskáldsins Evripídesar (485–406 f.Kr.) um konungsdótturina Medeu er hún til að mynda numin á brott í vagni sólarinnar eftir að hafa drepið börn sín.

Skáldskaparaðferðin deus ex machina hefur frá fornu fari þótt slæleg lausn og til marks um að höfundinum hafi ekki tekist að leysa úr flækju á eðlilegan og trúverðugan hátt. Í riti sínu Um skáldskaparlistina fjallar forngríski heimspekingurinn Aristóteles um deus ex machina með þessum orðum:

Það er því ljóst, að lausn hverrar sögu verður að felast í henni sjálfri og á ekki, eins og í Medeiu, að þurfa neinnar vélar við né íhlutunar eins og i Ilíonskviðu í brottsiglingaratriðinu. En vélina er ágætt að nota til að skýra það sem er utan leiksins, annaðhvort það sem fer á undan honum og er ekki í mannlegu valdi að vita eða það sem síðar gerist og þarf að boðast og kunngerast, því við eignum guðunum þá gáfu að geta fylgzt með öllu. Í atburðarásinni má ekkert það vera sem er fjarstæðukennt, og ef það er, þá verður það að vera utan leiksins sjálfs, eins og í Oídípúsi Sófóklesar.[1]

Þarna mælir Aristóteles sem sagt aðeins með aðferðinni til að skýra eitthvað sem er utan leiksins en ekki til þess að leysa úr atriðum sem eru eiginlegur hluti framvindunnar.

Skýringarmynd af grísku leikhúsi til forna. Ofarlega til hægri sést leiksviðsbúnaður sem gengur undir latneska heitinu deus ex machina. Orðasambandið merkir bókstaflega 'guð úr vélinni' og var eins konar karfa sem hægt var að hala upp og niður.

Í helgileikjum miðalda var María mey stundum notuð sem ígildi deus ex machina og þýska leikritaskáldið Bertolt Brecht beitti aðferðinni í leikritinu Túskildingsóperan (þ. Die Dreigroschenoper), en þá sem meðvitaðri parodíu.

Í nútíma skáldskap, hvort sem það eru leiksýningar, sögur, sjónvarpsþættir eða annað skáldað efni, er víða hægt að finna merki um deus ex machina. Ekki þó endilega í eiginlegri merkingu, heldur sem einfaldri aðferð til að leysa flækjur á lítt sannfærandi hátt. Deus ex machina er til að mynda oft notað í svonefndu melódrama, en það eru verk sem byggja á einfaldri persónusköpun og æsilegri atburðarás sem oftar en ekki hlýtur farsælan endi, þrátt fyrir að slíkt sé ekki endilega trúverðugt.

Tilvísun:
  1. ^ Aristóteles, Um skáldskaparlistina (þýð. Kristján Árnason), Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík 1976, bls. 70.

Mynd:...